Morgunblaðið - 14.12.2019, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2019
Garðatorg 4 | sími 551 5021 | www.aprilskor.is
Musse & Cloud
12.990kr.
Sam Edelman
23.990kr.
Audley
27.990kr. 14. des 11-17
15. des 12-17
16. des 11-19
17. des 11-19
18. des 11-19
19. des 11-19
20. des 11-19
21. des 11-20
22. des 11-20
23. des 10-20
Opnunartímar
JÓLIN 2019
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Breska pundið styrktist þegar úr-
slit bresku þingkosninganna voru
ljós. Rætt var um að óvissu hefði
verið aflétt eftir einhverja dýpstu
stjórnmálakreppu í Bretlandi síð-
ustu áratugi, þrennar kosningar og
þjóðaratkvæðagreiðslu frá 2015.
Eftir að úrslitin lágu fyrir boðaði
Donald Trump, Bandaríkjaforseti,
hagfelldan viðskiptasamning við
Breta um leið og hann óskaði Boris
Johnson til hamingju með sigurinn.
Á grafinu hér til hliðar má sjá
hvernig atvinnuleysi hefur minnkað
í Bandaríkjunum og Bretlandi á síð-
ustu árum. Sömu ár sóttu íslensk
flugfélög mikið á þessa markaði og
margfaldaðist fjöldi ferðamanna frá
þessum löndum. Þá má sjá sveiflur í
gengi dalsins og pundsins en pundið
veiktist eftir að Bretar samþykktu
útgöngu úr ESB í júní 2016.
Árið 2017 kvörtuðu erlendir
ferðamenn mikið undan háu gengi
krónunnar en hún hefur gefið eftir.
Eru um 13% ferðamanna
Bretland er ein mikilvægasta við-
skiptaþjóð Íslands, 10% vöruút-
flutnings okkar fara til Bretlands
og 13% erlendra ferðamanna eru
Bretar. Því er spurning hvort hugs-
anlegur uppgangur bresks efna-
hags, ef brexit raungerist, kunni að
örva eftirspurn breskra ferða-
manna.
Jakob Rolfsson, sérfræðingur á
rannsókna- og tölfræðisviði Ferða-
málastofu, telur aðspurður að þetta
geti gengið eftir á næstu árum.
„Ef hinn dæmigerði Breti mun hafa
meira milli handanna eykur það líkur á
að hann fari í utanlandsferð númer tvö
á árinu og sú ferð sé þá farin um vetur.
Bretar koma hér aðallega yfir veturinn
í utanlandsferð númer tvö og eru stór
hluti ferðamanna sem koma að vetri til.
Ef þeir þurfa að velja milli sólarlanda-
ferðar og Íslands að þá velja þeir sól-
ina,“ segir Jakob.
Flugframboðið lykilþáttur
Spurður um mikla fjölgun banda-
rískra ferðamanna á Íslandi síðustu
ár segir Jakob að flugframboðið sé
lykilatriðið. Hann treysti sér ekki til
að meta áhrif uppsveiflunnar í
Bandaríkjunum á eftirspurnina.
„Það er sterk fylgni milli fram-
boðs á flugi til Íslands og fjölda
ferðamanna. Það á sérstaklega við
um Bandaríkjamarkað en á minna
við um Evrópu. Evrópumenn gætu
enda komið hingað á ferð sinni innan
álfunnar, eftir því hvaðan er ódýrast
að koma hverju sinni,“ segir Jakob.
Erna Björg Sverrisdóttir, aðal-
hagfræðingur Arion banka, segir að
ef breskt efnahagslíf taki verulega
við sér á næstu misserum í kjölfar
brexit „gæti það haft jákvæð áhrif á
komur breskra ferðamanna til
landsins, þar sem aukin efnahags-
umsvif í Bretlandi gætu leitt til meiri
eftirspurnar eftir Íslandsferðum. Ég
tel að flugframboðið hafi samt meiri
áhrif og skipti meira máli fyrir ferða-
þjónustuna,“ segir Erna Björg og
vísar til erlendra rannsókna á áhrif-
um flugframboðs á eftirspurn í
ferðaþjónustu hjá litlum eyríkjum.
„Þótt eftirspurnin sé til staðar
þarf auðvitað að komast á áfanga-
staðinn. Við höfum séð fréttir í vik-
unni um mikinn samdrátt í flugfram-
boði milli Bretlands og Íslands,“
segir Erna Björg. Aukin eftirspurn
geti leitt til aukins flugframboðs og
það skilað meiri tekjum síðar.
Þá bendir Erna Björg á að breskir
ferðamenn eigi þátt í að jafna sveifl-
una í komum ferðamanna yfir árið.
Það komi enda margir Bretar hingað
yfir veturinn í styttri ferðir.
Brexit gæti eflt ferðaþjónustuna
Óvissu aflétt í Bretlandi með kosningunum Sérfræðingur hjá Ferðamálastofu bendir á að Íslands-
ferðin sé ferð númer tvö á árinu hjá Bretum Hafi Bretar meira milli handanna séu meiri líkur á ferð
Avinnuleysi, fjöldi ferðamanna og gengisvísitala
Frá ársbyrjun 2008 til nóvember 2019
2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019
12%
11%
10%
9%
8%
7%
6%
5%
4%
3%
2%
1%
0%
600
500
400
300
200
100
0
200
167
133
100
67
33
0
Avinnuleysi Þú
s.
br
ot
tfa
ra
Ge
ng
isv
ísi
ta
la
Þús. brottfara frá
Kefl avíkurfl ugvelli
Bandaríkjamenn
Bretar
Heimild: Ferðamálastofa
Gengisvísitala krónunnar
Gagnvart bandaríkjadal
Gagnvart sterlingspundi
Heimild: Seðlabanki Íslands
Atvinnuleysi
Bandaríkin
Bretland
Ísland
Heimild: bls.gov, ons.gov.uk
og Vinnumálastofnun
Jakob
Rolfsson
Erna Björg
Sverrisdóttir