Morgunblaðið - 14.12.2019, Blaðsíða 4
Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Akureyri Þyrla LHG flutti lík Leifs heitins til Akureyrar síðdegis gær.
Lík Leifs Magnúsar Grétarssonar
Thisland fannst neðan við Fossgil
þar sem það mætir Núpá í Sölvadal í
Eyjafirði laust eftir hádegi í gær.
Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar
fann hinn látna sem leitað hafði ver-
ið frá því á miðvikudagskvöld.
Leif heitinn var til heimilis á
Heiðarvegi 58 í
Vestmannaeyjum
og var 16 ára
gamall, fæddur í
Noregi 22. janúar
2003.
Samkvæmt
upplýsingum frá
lögreglunni á
Norðurlandi
eystra var fund-
arstaðurinn um
2,5-3 km neðan
við stífluna við
Eyvindarstaði þar sem Leif féll í ána
síðastliðið miðvikudagskvöld. Að-
standendur og norska sendiráðið á
Íslandi voru strax látin vita að Leif
væri fundinn, samkvæmt tilkynn-
ingu frá lögreglunni á Norðurlandi
eystra. Lögreglan var upplýst um
það laust fyrir kl. 15 í gær að búið
væri að ná líkinu úr ánni og var það
flutt til Akureyrar með þyrlu Land-
helgisgæslu Íslands.
400 manns komu að verkefninu
Erfiðar aðstæður voru á leitar-
svæðinu, að sögn Höllu Bergþóru
Björnsdóttur, lögreglustjóra á
Norðurlandi eystra.
„Rúmlega 400 manns komu að
þessu verkefni frá því að það byrjaði
og þar til því lauk nú um fimmleytið.
Þar af tóku um 200 manns þátt í dag
og var leitað á 26 leitarsvæðum,“
sagði Halla Bergþóra síðdegis í gær.
Hún sagði að leitarskilyrðin hefðu
verið gríðarlega erfið, bæði vegna
erfiðs tíðarfars, slæmra birtuskil-
yrða og mikils krapa í Núpá.
gudni@mbl.is
Þyrla LHG
fann lík pilts-
ins í Núpá
Var töluvert langt neðan við stífluna
þar sem slysið varð á miðvikudagskvöld
Leitin
Loftmyndir ehf.
Eyvindarstaðir
Fundarstaður
Stíflan
N
ú
p
á
Fossgil
Illagil
Leif Magnús
Grétarsson
Thisland
Ljósmynd/Slysavarnafélagið Landsbjörg
Leitin við Núpá Þyrla Landhelgisgæslunnar og liðsmenn björgunarsveita leituðu meðfram og í ánni við erfiðar að-
stæður. Óveður, kuldi, ofankoma, krapi og skammdegismyrkur juku á erfiðleika björgunarfólksins.
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2019
SÓL ÉG SÁ eftir Ólöfu Nordal
Allur ágóði af sölu rennur til starfs í þágu fatlaðra barna og ungmenna
STYRKTARFÉLAG LAMAÐRA
OG FATLAÐRA
Kúlan sem
gleður alla
2019
Söluaðilar Kærleikskúlunnar 2019 eru:
Casa Kringlunni, Skeifunni og Akureyri · Epal Kringlunni, Skeifunni,
Laugavegi og Hörpu · Hafnarborg Hafnarfirði · Húsgagnahöllin
Reykjavík og Akureyri · Kokka Laugavegi · Listasafn Reykjavíkur
Hafnarhúsinu og Kjarvalsstöðum · Hönnunarsafn Íslands Garðabæ ·
Listasafn Íslands Reykjavík · Líf og list Smáralind · Þjóðminjasafnið
Suðurgötu og Hverfisgötu · Snúran Ármúla · Blómaval um allt land ·
Bústoð Reykjanesbæ · Blóma- og gjafabúðin Sauðárkróki · Norska
húsið Stykkishólmi · Póley Vestmannaeyjum
Guðni Einarsson
Þorsteinn Ásgrímsson
Til stendur að þyrla Landhelgis-
gæslunnar fari nú í birtingu frá Ak-
ureyrarflugvelli og fljúgi meðfram
nokkrum háspennulínum á Norður-
landi til fá endanlega yfirsýn yfir
ástand þeirra.
Helgi B. Þorvaldsson, sérfræð-
ingur í háspennulínum hjá Lands-
neti, sagði að skoða ætti Kópaskers-
línu og Húsavíkurlínu og fleiri línur.
Hann segir að Laxárlínan sé tölu-
vert mikið skemmd og Dalvíkurlína
hafi farið mjög illa.
„Við teljum okkur vera komna
með þokkalega góða yfirsýn yfir
þetta. Svo erum við að sjá ísingu á
línum sem eru í rekstri hjá okkur og
ætlum að skoða það betur,“ sagði
Helgi. Hann kom að því verkefni að
bregðast við eftir að um 600 raf-
magnsstaurar hjá Rarik brotnuðu í
miklu óveðri árið 1991. Annað áfall,
en minna, kom árið 1995. Helgi sagði
að Rarik hefði þá hafið átak í að
setja raflínur í jörð þar sem reyndi
mest á raflínurnar og ísingarhættan
var mest. Það átak stendur enn yfir.
Unnið að viðgerð Dalvíkurlínu
Um fjörutíu manna vinnuflokkur
á vegum Landsnets vann í gær hörð-
um höndum að því að hreinsa Dal-
víkurlínu af ísingu og brotnu efni.
Þegar því er lokið verður farið í að
endurreisa línuna. Samtals eru um
30 stæður skemmdar og vitað er um
slit á einum stað á línunni.
Smári Jónasson, forstöðumaður
netþjónustu hjá Landsneti, stýrir
hópnum rétt sunnan við Dalvík.
Hann sagði við blaðamann mbl.is að
menn vissu núna hvernig ætti að
vinna verkið eftir að hafa náð að
mestu utan um það. „Við erum
komnir með öll tæki á staðinn, efni
er til staðar og það er meira að
koma, en það kemur allt í ákveðinni
röð,“ sagði hann.
Ágætis veður var á staðnum í gær,
þó að nokkuð dökkt væri yfir á köfl-
um. „Þetta er æðislegt núna, besti
dagurinn frá því að óveðrið gekk yf-
ir,“ sagði Smári. Allur hópurinn var
úti og nýtti birtuna. Fyrsti hópur frá
Landsneti lagði af stað strax á mið-
vikudag og aðfaranótt fimmtudags
komu fyrstu bílar með efni.
Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Eftirlit Þyrla LHG fór í stutta eftirlitsferð í gær en varð að hætta snemma vegna myrkurs. Í dag á að fljúga með-
fram nokkrum háspennulínum á Norðurlandi til að ganga úr skugga um ástand þeirra eftir ofsaveðrið á dögunum.
Fljúga meðfram háspennulínum
Lokaátak í eftirliti með línum á Norðurlandi eftir ofsa-
veðrið Dalvíkurlína fór illa í óveðrinu Viðgerð hafin