Morgunblaðið - 14.12.2019, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 14.12.2019, Blaðsíða 60
60 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2019 á heimasíðu Hreyfils: hreyfill.is eða í App Store og Google Play SÆKTU APPIÐ Sæktu appið frítt á AppStore eða Google Play Hreyfils appið Pantaðu leigubíl á einfaldan og þægilegan hátt Þú pantar bíl1 3 og færð SMS skilaboðað bíllinn sé kominn. 2 fylgist með bílnum í appinu Árni Matthíasson arnim@mbl.is Silva Saudade er í ástarsambandi sem virðist vera að leysast upp og gengur með bréf frá löngu látinni ömmu sinni við brjóst sér. Svo er lýst skáldsögunni Hun- angsveiði eftir Soffíu Bjarnadóttur sem kom út fyrir ekki svo löngu. Í bókinni segir frá því er Silva leitar til tengslafræðingsins Tómasar O. eftir aðstoð og saman halda þau í pílagrímsferð til Portúgals, ásamt rithöfundinum Rónaldi. Aðspurð hvaðan aðalpersóna bókarinnar, Silva Saudade, konan með þráhyggjuna, sé komin svarar Soffía að persónur verði smám saman til, framkallist innra og ytra úr ýmsum flækjum í draumi og vöku. „Mér finnst eins og hún Silva Saudade hafi birst mér sem kona sem horfir í spegil og sér ekki sína eigin spegilmynd. Hún sér eitthvað annað.“ – Skordýr í auga er líka leið- arstef í bókinni. „Sjálfa dreymdi mig að ég horfi í spegil og sé skordýr hlykkjast um í auganu. Ég dreg fagurt dýrið á væng sínum út úr auganu og legg það á vigt hjá vinkonu minni. Hún greinir dýrið á svipstundu. Þar var víst komið skordýrið Her- mafródítus. Sem er reyndar ekki skordýr, að mér vitandi, heldur goðsöguleg persóna, karl og kona í einni veru. Sagður sonur eða dótt- ir Hermesar og Afródítu. Vængjuð ástarvera. Að dreyma skordýr get- ur verið fyrir umbreytingum og andlegri hugljómun svo fátt eitt sé nefnt. En alveg eins og þegar við fæð- umst þá fæðast persónur líka úr svo mörgu og við verðum mögu- lega smám saman til út frá því sem hendir okkur, og því hvernig lífið fer með okkur og hvaða val við mögulega tökum. Þær spurn- ingar eru þarna á ferð. Af hverju við veljum það sem við veljum. Silva Saudade er kannski með þrá- hyggju já, og kannski er það eitt- hvað annað, eitthvað sem hún verður að uppræta til að geta horft í sín eigin augu. Hún þekkir sögu sína ekki til fulls, hefur ekki einu sinni komið til Portúgals, það- an sem faðir hennar er. Þessi per- sóna kom líka til mín í portúgölsk- um ljóðum. Silva Saudade finnur einmitt til. Eins og hún sé að rifna. Rof er hægfara ferli segir í Hunangsveiði. Hún er að sökkva eins og jörðin okkar. Ástandið er hættulegt og hún leitar leiða út úr þessu ástandi. Fíkn er alltaf svar við sársauka. Hún ber söknuðinn eins og kross. Saudade er þetta fallega portúgalska hugtak um það að finna svo sterkt fyrir því sem er ekki hér, er langt í burtu, farið eða hefur aldrei verið. Nærvera fjar- verunnar. Getur verið ljúfsárt. Sagan kristallast í þessum sökn- uði, í þessari persónu Silvu Sau- dade og nöfnu hennar, ömmunnar sem lést árið 1939. Saga hennar bæði heillar og hræðir. Þær spyrja báðar: Hvað er að koma fyrir mig?“ – Annar þáttur bókarinnar hefst með orðunum Áföll erfast. „Spurningin er einmitt hvað erf- ist, hvað býr í okkur sem við ekki þekkjum og skiljum ekki. Getur skömmin verið hluti af arfi eða er hún lærð? Fórnarlömb ofbeldis finna fyrir skömm sem er auðvitað ekki rökrétt tilfinning, það er niðurbrot sálarlífs. Mér varð með- al annars hugsað til kvikmyndar- innar Shame, eftir Steve McQueen. Hún sat og situr enn í mér. Sagan fylgir kynlífsfíkli og er ótrúlega óþægileg og mögnuð. Mjög sársaukafull. Við vitum ekki neitt um fortíð fólksins, hvaðan þau koma og af hverju svona illa er fyrir þeim komið. Það finnst mér áhugavert. Það sem þú sérð hér og nú með augum myndavél- arinnar. Við erum ekki vont fólk, við komum frá slæmum stað – eitt- hvað á þá leið er sagt í myndinni. Spurningin er einmitt eru þess- ar persónar vondar eða góðar, eða hvað? Lesandinn verður að finna þau svör. Ég hef óbilandi trú á mildi og gæsku og ást og fegurð og lífskrafti – þess vegna verð ég að skrifa um dauða og grimmd og illsku. Að fjalla um dauðann er óð- ur til lífsins. Staðfesting á þessari miklu gjöf sem oft er farið illa með. Þegar eitthvað brotnar í fólki reynir það að halda áfram með einhverjum hætti þar til það getur það ekki lengur. Hrynur. Fíkn af ýmsum toga er yfirleitt svar við áföllum, jafnvel ómeðvituðum. Heilun er möguleg og það að lækna sálarsár er oftast handan orða. Tungumálið nær ekki allan hringinn. Það þarf trúarstökk og töfra. Við erum á þessum veiðum allt lífið. Kannski lengur. Ég veit það ekki, ég er nefnilega enn á lífi og mjög glöð yfir þeirri stað- reynd.“ – Ég nefndi áðan skordýr í auga sem leiðarstef, en augu skipta líka miklu máli í sögunni. „Augu eru alltaf leiðarstef og sjóngáfa, ekki síst innri augun því fegurðin er á huglægu sviði. Í feg- urðinni eftir Plótínos er svo óskap- lega fallegt stef sem ég gæti kallað leiðarstef í skrifum mínum: „Hver verður nú fararmátinn og hver flóttaleiðin? Ekki komumst við fótgangandi: fæturnir bera okkur hvarvetna frá landi til lands. Þú skalt ekki útvega hestvagn eða fley. Láttu allt þetta lönd og leið og horfðu ekki, heldur leggðu aft- ur augun og breyttu um sjóngáfu og vektu þá sem allir hafa, en fáir nota.“ Silva á erfitt með að horfa í aug- un á fólki. Hún hræðist það. Ég lá einu sinni í gufubaði og þá laust því niður í huga minn að kannski væri ég á einhverfurófi. Eftir rannsóknarleiðangur komst ég þó að því að svo væri líklega ekki en það gæti þó verið að vinkona mín hún Silva Saudade sem ég bjó með í mörg ár, það er við deildum höfði, já það gæti verið að hún væri á einhverfurófi. Ég get þó ekki svarað þessu fyllilega því hún fór ekki á Greiningarstöð ríkisins heldur valdi hún að fara til tengslafræðingsins Tómasar O. á Suðurgötu 12. Heimsóknir til hans lyfta henni upp, hreyfa við sviðs- myndinni í lífinu. Hún þarf nýja sviðsmynd til að fóta sig í veröld- inni. Tómas hefur karisma, er ein- mitt heillandi og mælskur og hún fylgir honum í hálfgerðri blindni. Fylgir honum inn í myrkan skóg sálarlífsins á Heilsuhæli sorg- mæddra. Þaðan eiga ekki allir aft- urkvæmt. Þau spyrja og ég í raun líka: Hvað getur bjargað okkur? Þau eru hluti af jörðinni sem er að sökkva. Það vessar úr kvikunni, trén gráta trjákvoðu, gráturinn vætlar úr sköpum og augum, gredda og grátur hvarvetna. Ég held mikið upp á bókina Saga aug- ans eftir George Bataille. Klám- fengin og óþægileg og um leið stórkostleg á þessum hættulegu mærum. Það er þessi mikla angist sem einkennir persónur í strand- bænum X. Til að takast á við ang- istina verða þau að gera það sem er bannað og þar opnast gluggar inn í æðri upplifun. Órarnir eru leiksviðið. Lífs- og dauðaþrá verð- ur samofin, ekki andstæður eins og Freud vildi mögulega meina, heldur samofin þrá að lifa og deyja. Lífslöngunin verður svo sterk að hún leiðir jafnvel til glötunar. Silva, Rónald og Tómas eru á valdi ástands sem þau hafa ekki stjórn á – þau halda dauðahaldi hvert í annað í djúpu hafi og það sést hvergi til lands. Það er alltaf eitt- hvað í okkur sem reynir að sigrast á siðferðinu, segir Tómas og horfir yfir veiðilendur.“ Það þarf trúarstökk og töfra  Soffía Bjarnadóttir segist hafa óbilandi trú á mildi og gæsku og ást og fegurð og lífskrafti og þess vegna þess vegna verði hún að skrifa um dauða og grimmd og illsku Morgunblaðið/Eggert Angist Soffía Bjarnadóttir skrifar um lífs- og dauðaþrá í Hunangs- veiði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.