Morgunblaðið - 14.12.2019, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2019
Óskar
Bergsson
fasteignasali
s. 893 2499
Hildur
Harðardóttir
lögfr. og lgfs.
s. 897 1339
Elín G.
Alfreðsdóttir
nemi til lögg.
s. 899 3090
Sveinbjörn
Sveinbjörnsson
lögmaður
s. 892 2804
Rakel
Árnadóttir
fasteignasali
s. 895 8497
Vilhjálmur
Einarsson
fasteignasali
s. 864 1190
Ham r a b o r g 1 2 • 2 0 0 K ó p a v o g u r • 4 1 6 0 5 0 0
ÁRANGUR Í SÖLU
FASTEIGNA
www.eignaborg.is
Dæmi um íslenska kímnigáfu í heita pottinum þar sem þekkturlistamaður sagði upp úr eins manns hljóði: „Ég ætla að látajarðsyngja mig á fimmtudegi.“ Pottmenn ráku upp stór auguog spurðu hvernig á því stæði. „Jú, Morgunblaðið er borið í öll
hús á fimmtudögum.“ – Ég upplýsi í framhaldi af þessu að minningar-
greinar eru mitt uppáhalds-lesefni. „Í örlögum hins smæsta manns er
ævinlega eitthvað stórbrotið og yfirdímensjónerað … Ömurlegar sögur
sem gánga yfir öll skynsamleg takmörk eru algeingar, sömuleiðis sögur
sem nálgast geðveiki,“ sagði Laxness.
Hvers vegna eru menn farnir að forðast karlkynið eins og heitan eldinn?
Konan mín var „leiðrétt“ þar
sem hún sagði „allir“ en átti
samkvæmt harðlínunni að
segja „öll“. – Ég gladdist
þegar fræðimaður (kven-
kyns) sagði í spjallþætti að
sú mikla áhersla sem „sum-
ir“ (ég get enn ekki sagt
„sum“) legðu á þessa handstýrðu nýlundu í málinu gæti leitt til málfælni:
menn þyrðu ekki að opna munninn af ótta við að móðga viðmælanda sem
orðinn væri gagntekinn af nýja sannleikanum um kyn orðanna. „Nýju
reglurnar“ eru sem sagt þær, að við eigum að segja: „sum telja“, „öll dansa
tangó, tangó, tangó“ o.s.frv. Ég ráðlegg mönnum að tala óhræddir það mál
sem þeir hafa alist upp við. – Í Guðmundar sögu Arasonar eftir Arngrím
ábóta segir í 18. kafla: „Hún hafði verið meinlaus maður í lífi sínu, hógvær
og bænrækin en nú komin í örvasa aldur.“ Höldum áfram að segja: „Mað-
ur er manns gaman“ – annars gæti farið eins og í vísu Þórarins Eldjárns,
„Málvöndun“ í nýrri og bráðskemmtilegri bók, Til í að vera til:
Öll geta sagt það saman
sem er afkynjað:
Aðili er aðila gaman
eins og Hávi kvað.
Og þá er það blessuð PISA-könnunin. Vandinn er augljós (enda vitum
við það öll): Við foreldrarnir stöndum okkur ekki nógu vel. Við sýnum
skólastarfi ekki áhuga og berum þar af leiðandi ekki virðingu fyrir því. Við
ræðum ekki námsefnið við börnin, við rýnum ekki með þeim í texta. Tóm-
látir foreldrar eru helsta vandamál grunnskólans.
Óskar Guðmundsson í fiskbúðinni Hafberg hefur næmt eyra fyrir mis-
mælum fréttamanna og viðmælenda þeirra. Fréttamaður: „Ertu með reið
svör á höndum?“ Ráðherrann: „Já, ég er með reið svör á höndum.“ – Ann-
ar fréttamaður (að sögn Óskars fisksala): „Nú ert þú einn af forsetum
handhafavaldsins.“ – Mismæli af þessu tagi flokkast undir spúnerisma, en
orðið er dregið af nafni Williams A. Spooner (1844-1930), prests og skóla-
manns í Oxford. Meðal frægustu mismæla Spooners voru lokaorðin í ræðu
til heiðurs Viktoríu drottningu: „Three cheers for our queer old dean!“
(dear old queen). Þekkt íslensk dæmi um spúnerisma eru þvagferlegur
(þverfaglegur), rauð dolla (dauð rolla) og ríður rækjum (ræður ríkjum).
„Ert þú með
svar á reiðum
höndum?”
„Voru mörg
í Kringlunni?“
Tungutak
Baldur Hafstað
Það er föst regla að kjörnir fulltrúar þjóðarinnartala vel um gamla fólkið og hversu nauðsynlegtsé að búa vel að því í ellinni – en þegar kemur aðþví að standa við þau stóru orð vandast málið.
Í októbermánuði sl. lágu um 130 aldraðir inni á spítala
og biðu eftir því að komast inn á hjúkrunarheimili. Þeirri
bið getur fylgt ýmislegt. Stundum eru þeir fluttir af
Landspítalanum og upp á Akranes á sjúkrahúsið þar á
meðan beðið er eftir plássi á hjúkrunarheimili. Í því felst
að daglegum heimsóknum náinna ættingja og vina fækk-
ar. Þótt stutt sé upp á Akranes getur stundum orðið erfitt
að komast þangað eins og sjá má þessa dagana, en þar að
auki getur það líka verið erfitt fyrir aldraða ættingja og
vini að takast slíkt ferðalag á hendur.
Og svo er það spurningin hversu lengi biðin eftir hjúkr-
unarrými verður. Því getur enginn svarað vegna þess að
eins og staðan er nú byggist það nánast al-
gerlega á því hvenær þau losna vegna and-
láts einhvers sem fyrir er á hjúkrunarheim-
ilunum.
Flækjustigin eru mörg og þau valda
miklu andlegu álagi fyrir þann sem bíður svo og ættingja
hans og vini. Svona hefur þetta verið árum saman.
Þarf þetta að vera svona?
Varla. Vegna þess að það hljóta að liggja fyrir svo mikl-
ar upplýsingar að auðvelt sé að áætla þann fjölda hjúkr-
unarrýma, sem þurfa að vera til staðar næstu árin og
hversu mikið þurfi að byggja ár hvert til þess að mæta
þörfinni án of mikillar biðar.
Það er í sjálfu sér rétt stefna að miða eigi við að aldrað
fólk geti dvalizt sem lengst á heimilum sínum. En því
fylgir ýmislegt. Í mörgum tilvikum eiga aldraðir við heila-
bilun að stríða. Og þá eykst álagið á heilbrigðan maka.
Þeir geta í mörgum tilvikum fengið heimahjúkrun sér til
aðstoðar en viðvera þeirra er að sjálfsögðu takmörkuð.
Sjálfsagt vita þeir einir, sem því hafa kynnzt, hvað fylgir
slíkri umönnun heima fyrir, en það er áreiðanlega erfitt
starf.
Á næstu árum er gert ráð fyrir að um 600 ný hjúkr-
unarrými bætist við þau 2.759, sem til eru á landinu. Talið
er að uppbygging þeirra kosti um 1,8 milljarða króna og
svo kemur auðvitað til viðbótarkostnaður við rekstur
þeirra.
En spurningin sem vaknar er þessi vegna ítrekaðra
umræðna um skort á hjúkrunarrými og vandann, sem af
því leiðir fyrir sjúkrahús og þá sérstaklega Landspít-
alann: Er það stjórnkerfi okkar ofvaxið að áætla þessar
þarfir nokkur ár fram í tímann með sæmilegri nákvæmni
og haga uppbyggingu í samræmi við það?
Það ber öllum saman um að þegar inn á spítala er kom-
ið eða þegar inn á hjúkrunarheimili er komið sé þjónustan
frábær. En taugastríðið sem fylgir því að koma öldruðum
og sjúkum aðstandanda inn á slíkar stofnanir reynir mik-
ið á fólk.
Þótt nú séu á áætlun um 600 ný hjúkrunarrými og jafn-
vel rúmlega það fram til ársins 2024 er spurningin hvað
gerist eftir það. Þarf ekki nú þegar að hefjast handa um
undirbúning þess? Varla dugar að hefja slíkan undirbún-
ing árið 2024.
Fyrr eða síðar sækja þessi vandamál allar fjölskyldur
heim. Þangað til tekur fólk kannski ekki mikið eftir um-
ræðum sem þessum en þegar þar að kemur verður fólki
skyndilega ljóst hversu innantóm orð hinna kjörnu full-
trúa eru alltof oft.
Og svo mega hinir kjörnu heldur ekki gleyma því að
hinn aldraði sem bíður mánuðum saman uppi á Akranesi
eða annars staðar hefur líka atkvæðisrétt.
Þetta eru líka kjósendur og stundum jafn-
vel þeir kjósendur sem eru flokkum sínum
tryggastir.
Hvað gerist ef þeim verður nóg boðið?
Hér hefur einungis verið vikið að einum mikilvægum
þætti í málefnum hinna öldruðu en í þeirra veröld eru
fleiri mál á dagskrá og þá ekki sízt skerðing á bótum al-
mannatrygginga.
Fyrir um þremur áratugum hófust að ráði umræður
um tekjutengda skerðingu á bótum almannatrygginga og
tengdum greiðslum. Nýsjálendingar voru á margan hátt
frumkvöðlar í þeim efnum.
Þá voru jafnaðarmenn því andvígir á þeirri forsendu,
að allir þjóðfélagsþegnar ættu að hafa sömu stöðu ella
yrði litið á slíkar greiðslur úr opinberum sjóðum sem ölm-
usu. Aðrir litu svo á á þeim tíma, að þeir hefðu greitt sér-
stakt gjald á yngri árum og hefðu raunverulega borgað
eins konar iðgjald fyrir tryggingu, sem þeir ættu af þeim
sökum rétt á, síðar á ævinni, hverjar svo sem tekjur
þeirra væru að öðru leyti.
Greinarhöfundur hefur alltaf litið svo á að tekjutenging
væri eðlileg og jafnvel ástæða til að taka hana upp á fleiri
sviðum, t.d. í sambandi við lyfjakaup. En það má hins veg-
ar vel vera að við framkvæmd tekjutengingar hafi verið
seilst of langt niður eftir tekjustiganum og skerðingin
hafin við of lágt tekjumark.
Ítrekaðar kvartanir, m.a. á fundum eldri sjálfstæðis-
manna í Valhöll, gætu bent til að svo væri.
Fólki er smátt og smátt að verða ljóst að sú þjónusta
sem almennir borgarar, hvort sem þeir eru eldri eða
yngri, fá frá því opinbera kerfi, sem hér hefur verið byggt
upp er einfaldlega ekki eins góð og hægt er að gera kröfu
um.
Hvað getur valdið því?
Er hugsanlegt að þeir sem starfa hjá hinu opinbera hafi
einhverjar ranghugmyndir um hlutverk sitt? Að þeir átti
sig ekki á að þegar þeir ráðast til starfa hjá hinu opinbera
eru þeir hinir sömu að ráða sig í þjónustustarf en ekki í
valdastöðu þar sem þeir geti látið finna fyrir sér með öðr-
um hætti?
Biðin eftir plássi
á hjúkrunarheimili …
… tekur á
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Dagana 23.-24. nóvember 2019 satég ráðstefnu um kapítalisma í
Varsjá í Póllandi. Í erindi mínu gerði
ég greinarmun á umhverfisvernd og
umhverfistrú (ecofundamentalism).
Umhverfisverndarmenn vilja nýta
náttúrugæðin skynsamlega og leita
þess vegna ráða til að minnka um-
hverfisspjöll eins og mengun og of-
veiði. Eitt hið besta er að þeirra dómi
að skilgreina eignarrétt (eða einkaaf-
notarétt) á gæðum náttúrunnar, því
að þá verða til eigendur eða gæslu-
menn. Vernd krefst verndara. Um-
hverfistrúarmenn telja hins vegar að
maður og náttúra séu andstæður og
að umhverfið hafi einhvers konar rétt
gagnvart mönnum.
Ég benti á að árekstrar í umhverf-
ismálum væru í raun ekki milli manns
og náttúru, heldur milli ólíkra hópa
manna. Skýrt dæmi er hvalur á Ís-
landsmiðum. Sumir vilja veiða hann
og éta. Aðrir vilja friða hann, jafnvel
þótt stofnarnir á Íslandsmiðum séu
sterkir. Í þeirra augum virðist hvalur
vera eins og heilög kýr hindúa. En
hvalir éta að mati sjávarlíffræðinga
um sex milljónir lesta af sjávarfangi á
ári, þar á meðal smáfiski. Við Íslend-
ingar löndum hins vegar ekki nema
rösklega einni milljón lesta af fiski.
Krafa hvalfriðunarsinna er því í raun
um að við Íslendingar tökum að okk-
ur að fóðra hvalinn fyrir þá án þess að
mega nýta hann sjálfir. Þeir eru eins
og freki bóndinn sem rekur kvikfénað
sinn í bithaga nágrannans og ætlast
til þess að hann sé þar á fóðrum. Hér
rekast á tveir hópar manna, ekki
maður og náttúra.
Annað dæmi er regnskógurinn á
Amason-svæðinu. Umhverfis-
trúarmenn vilja friða hann. Rökin eru
að vísu veik. Það er ekki rétt að regn-
skógurinn framleiði verulegt súrefni
handa jarðarbúum og tryggja má líf-
fræðilegan fjölbreytileika með miklu
minni skógi en nú vex þar. En setjum
svo að rökin séu gild og skógurinn sé
mannkyni mikilvægur. Þá ættu auð-
vitað aðrir jarðarbúar að greiða Bras-
ilíumönnum fyrir afnot sín af skóg-
inum.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar.
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Frá Varsjá