Morgunblaðið - 14.12.2019, Blaðsíða 54
54 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2019
Celestial, en Halford leiðir sem
kunnugt er þungarokksguðina í
Judas Priest. Platan kemur út í
kjölfar Winter Songs, sem hann gaf
út fyrir tíu árum. Hafið það í öllu
falli gott um hátíðirnar, kæru les-
endur, og fyllið húsið af mannbæt-
andi ljúflingstónum.
Ekki má gleyma Paul
Og í allra allra síðasta lagi.
Þegar blaðið var að fara í prentun,
eða svo gott sem, bárust fréttir frá
Bretlandi þess efnis að Paul
McCartney hefði tilkynnt jólaplötu,
nokkurs konar leynijólaplötu. Í við-
tali við BBC sagði hann frá því að
hann ætti heila þannig plötu, en
hún væri hins vegar aðeins dregin
fram á jólunum fyrir nánustu fjöl-
skyldu. Hann bætti því svo við að
hann myndi aldrei gefa hana út á
almennum markaði, þó að börnin
Robbie rokkar inn jólin
Jóla hvað? Efri röð frá vinstri: Jólaplötur Los Lobos, Kate Rusby, Robs
Halfords og Molly Burch. Arnar Eggert tekur þær til kostanna.
og barnabörnin væru hrifin af því
hvernig hann nálgaðist sígilda jóla-
sálma. Þess má líka geta að fyrr-
verandi hljómsveit hans, Bítlarnir,
tók líka upp jólalög en dreifði ein-
göngu í gegnum aðdáendaklúbbinn
sinn á sjöunda áratugnum. Vonandi
verðum við bænheyrð á komandi
jólum, því að þetta efni væri ansi
gott í skóinn, verður að segjast.
»Ef þú ert með gottlag eða plötu í þess-
um flokki ertu í nokkuð
góðum málum launalega
um ófyrirséða tíð og því
ekki nema von að marg-
ir freisti þess að henda í
eins og eina jólaplötu.
Á hverju ári koma út
nýjar jólaplötur sem
bætast við þennan
undirfurðulega geira
dægurtónlistarinnar.
Höfundur rekur hér
nokkra kostagripi.
Jólastrákur Robbie Williams á umslagi jólaplötu sinnar.
AFP
Jólabítl? Paul McCartney sagði í viðtali við BBC að hann ætti heila jóla-
plötu sem væri aðeins dregin fram á jólunum fyrir nánustu fjölskyldu.
TÓNLIST
Arnar Eggert Thoroddsen
arnareggert@arnareggert.is
Er jólatónlist sérstakur geiri undir
dægurtónlistinni? Nei, eiginlega
ekki. En samt. Hér erum við með
tónlist sem er aldrei spiluð nema
einu sinni á ári, í u.þ.b. mánuð, og
þá er spilað mikið af henni. Mikið,
mikið. Ef þú ert með gott lag eða
plötu í þessum flokki ertu í nokkuð
góðum málum launalega um ófyr-
irséða tíð og því ekki nema von að
margir freisti þess að henda í eins
og eina jólaplötu.
Það er mismikið um endurnýj-
un og árið í ár er ekkert sérstak-
lega fengsælt, slæðingur af nýju
efni mætti segja. Umfangsmesta
útgáfan þetta árið er hiklaust plata
Robbies Williams, The Christmas
Present. Þetta er um margt dálítið
merkileg útgáfa. Williams, sem er
vanur því að vera „stór“ popp-
stjarna, sagði í gríni að það þyrfti
að taka krúnuna frá hinum kana-
díska Michael Bublé en plata hans
Christmas (2011) er með mest
seldu jólaplötum frá upphafi. Willi-
ams, og þetta er eitthvað svo dæmi-
gert fyrir hann, neitar þó að feta
troðna stíga og býður okkur upp á
tvöfalda, 24 laga plötu. Þar sem
flest lögin eru frumsamin! Og það
merkilega er; hann kemst upp með
þetta. Frumsömdu lögunum er öll-
um snúið inn í hæfilega jólalegan
gír og mörg þeirra hljóma þegar
eins og „klassísk“ jólalög. Þau eru
vel samin; gráglettin, falleg, stuð-
væn, flippuð, væmin og allt þar á
milli. Nógu jólaleg, nógu grípandi
og alltaf fyllt þessum prakkara-
sjarma sem er helsta vopn Willi-
ams. Hann fer stundum langt yfir
strikið, hvort heldur í tilfinninga-
vellu eða misráðnum töffarastæl-
um, en kemst samt upp með það
allt saman. Óknyttastráks-orðspor-
ið er svo undirstrikað enn frekar
með vel útfærðu umslagi, þar sem
Skröggs-ára hangir yfir.
Mektarsveitin Los Lobos var
með fyrstu listamönnum til að til-
kynna jólaplötu í ár. Llegó Navidad
er einstaklega … ójólaleg, hljómar
meira eins og frábær Los Lobos-
plata. Ég er svona enn að klóra
mér í hausnum yfir þessu, en plat-
an endar þó á slagaranum „Feliz
Navidad“. Þess má geta að hinn
mikli gítarleikari sveitarinnar,
David Hidalgo, lék inn á jólaplötu
Bobs Dylans, Christmas in the
Heart, sem er ein besta jólaplata
sem gerð hefur verið (sjá arnar-
eggert.is um það mál).
Í þjóðlagageiranum breska
koma oft fín tillegg. Á síðustu ár-
um hafa Cara Dillon og Emily
Smith t.d. átt algerlega frábær
verk. Kate Rusby hin enska hefur
gefið út nokkrar jólaplötur hin síð-
ustu ár og snarar nú út sinni
fimmtu, Holly Head. Nýbylgju-
popparar og -rokkarar hafa líka
verið duglegir að skreyta sig með
jólakúlum í gegnum tíðina og ég
bendi áhugasömum á framúrskar-
andi plötur með Low, Bright Eyes
og Mark Kozelek. Austin-mærin
Molly Burch gaf út skemmtilega
jólaplötu í ár, sem er í senn hátíð-
leg og svöl. Josh Rouse á einnig
slíka plötu.
Ávallt koma líka út plötur sem
fá mann til að klóra sér mjög
harkalega í kollinum, þetta með
Los Lobos er barnaleikur í saman-
burði við jólaplötu Robs Halfords,
Ljóðmælandi tengir tilverufiska og mannkyns samaná afhjúpandi hátt í Svart-uggum. Fiskar eru ekki
lengur fiskar heldur einhvers konar
táknmyndir fyrir tilveruna sem
mannkynið lifir í og er veruleiki
þeirra bæði raunverulegur og tilbú-
inn. Fiskarnir eru staddir í ljóðunum
til þess að útskýra hinn jarðneska
dvalarstað betur.
Ljóðmælandi ber saman hegðun
fiska og mannkyns á sama tíma og
hann gagnrýnir hegðun síðarnefndu
dýrategundarinnar eins og í ljóðinu
„Sjálfsmynd fiska“.
Í hugum fiska
hugsun undirniðri
Er sjálfsmyndin enginn vafi
fiskar eru fiskar
og þurfa ekki stéttaskiptingu
grímur eða tilbúið stjórnmálasjálf
til að fela minnimáttarkenndina
kannski eru fiskar okkur framar í
þroska
Ljóðin eru misgóð, sum þeirra
framúrskarandi en önnur virðast
varla gerð til að heilla. Ljóðin verða
betri eftir því sem líður á bókina,
sem lýkur því í raun á stórgóðan
hátt og skilur lesandann eftir saddan
með hugmyndafræðilega fiska í kolli
og vömb.
Vísanir í bókinni eru alltumlykj-
andi, þá sérstaklega augljósar vís-
anir í fræði um fiska, en vísunum í
sagnfræði og íslenskan skáldskap er
einnig sáldrað yfir ljóðin eins og
salti, rétt til að
bragðbæta örlítið.
Svartuggar er
sjöunda ljóðabók
Gísla Þórs Ólafs-
sonar en vinkillinn
í henni er for-
vitnilegur og
ferskur. Höf-
undur fjallar um
gamalkunnug við-
fangsefni ljóðlist-
arinnar, mannlega tilveru, þung-
lyndi og samtímann, í dulbúningi
viðfangsefnis sem ljóðlistin þekkir
verr, nema þá sem tákn fyrir kristni.
Í dulbúningi hryggdýra sem lifa í
vatni, fiska sem uppfullir eru af
köldu blóði. Höfundi tekst vel upp í
þessari sérkennilegu vegferð sinni
en hún hefur áhrif á lesandann, stuð-
ar hann örlítið og vekur athygli
hans.
Ljóðskáld Gísli Þór Ólafsson.
Mannleg tilvera
í líki fiska
Ljóð
Svartuggar
bbbmn
Eftir Gísla Þór Ólafsson.
gu/gí gefur út, 2019. Kilja, 57 bls.
RAGNHILDUR
ÞRASTARDÓTTIR
BÆKUR
Síðustu tónleikar
ársins í röðinni Á
ljúfum nótum
verða haldnir í
Fríkirkjunni í
Reykjavík í dag
kl. 11.30. Flutt
verða gömul,
bandarísk jóla-
lög. Flytjendur
verða söngkon-
urnar Ragnhild-
ur Þórhallsdóttir, Lilja Eggerts-
dóttir og Ólöf G. Sigurðardóttir,
píanóleikarinn Aðalheiður Þor-
steinsdóttir, Jón Rafnsson kontra-
bassaleikari og Erik Qvick trommu-
leikari.
Ljúfar jólanótur
Ragnhildur
Þórhallsdóttir
Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666
., '*-�-��,�rKu�,
KIEL/ - OG FRYSTITJEKI
Iðnaðareiningar
í miklu úrvali
Hugarró á að-
ventu er yfir-
skrift tónleika
sem haldnir
verða í dag kl. 16
í Glerárkirkju á
Akureyri og á
morgun í Árbæj-
arkirkju í
Reykjavík. Mar-
grét Árnadóttir
söngkona mun
flytja róleg og falleg bænalög úr
ýmsum áttum í bland við hugljúf
jólalög. Kristján Edelstein og Dani-
ele Basini leika á gítar og Steinunn
Arnbjörg Stefánsdóttir á selló.
Ágóði rennur til Pieta á Akureyri.
Hugarró á aðventu
Margrét
Árnadóttir