Morgunblaðið - 14.12.2019, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.12.2019, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2019 14. desember 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 122.53 123.11 122.82 Sterlingspund 161.66 162.44 162.05 Kanadadalur 92.98 93.52 93.25 Dönsk króna 18.24 18.346 18.293 Norsk króna 13.458 13.538 13.498 Sænsk króna 13.043 13.119 13.081 Svissn. franki 124.66 125.36 125.01 Japanskt jen 1.1271 1.1337 1.1304 SDR 169.05 170.05 169.55 Evra 136.32 137.08 136.7 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 163.4284 Hrávöruverð Gull 1474.7 ($/únsa) Ál 1751.0 ($/tonn) LME Hráolía 63.9 ($/fatið) Brent ● Hlutabréf Icelandair Group tóku að lækka hratt seinni partinn í gær og nam lækkunin 6,35% þegar dagurinn var gerður upp í Kauphöll. Lækkun bréfanna hófst um svipað leyti og fréttir bárust af því að Steve Dickson, framkvæmdastjóri banda- rísku flugmálastofnunarinnar, hefði kallað eftir því í samtali við Dennis Muilenberg, framkvæmdastjóra flug- vélaframleiðandans Boeing, að félagið hætti við að gefa út yfirlýsingu um „yfirvofandi“ afléttingu kyrrsetningar á Boeing 737 Max-vélum fyrirtækisins. Á meðal atriða sem virðast ætla að valda frekari töf á endurkomu vélanna er óvissa sem kom upp við prófanir á tékklistum flugmanna í liðinni viku. Gerðist það þegar Boeing fékk flug- menn frá nokkrum flugfélögum til þess að fara í gegnum prófanir á mögulegum flugatvikum þar sem sér- staklega var litið til mannlegra þátta við notkun á stýrikerfi vélanna. Fram kom í frétt ViðskiptaMoggans á miðvikudag að forsvarsmenn Ice- landair Group vinni nú að áætlunum sem gangi út frá þeim möguleika að Boeing 737 MAX-þotur fyrirtækisins fari ekki í loftið fyrr en á síðari hluta næsta árs. Félagið hugðist hafa 13 vél- ar af þessari tegund í sinni þjónustu á komandi ári. Icelandair Group lækk- aði mest í Kauphöllinni STUTT BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Guðlaugur Þór Þórðarson utanrík- isráðherra segir að bæði Boris Johnson, forsætisráðherra Bret- lands, og forveri hans í embætti, Theresa May, hafi lagt mikla áherslu á fríverslun, og með svip- uðum hætti og Ísland gerir. „ Það skaðar ekki fyrir fríverslunarþjóð eins og okkur Íslendinga að fimmta stærsta efnahagsveldi heims sé að leggja þetta mikla áherslu á frí- verslunarmál,“ sagði Guðlaugur þegar Morgunblaðið leitaði við- bragða hans við stórsigri Íhalds- flokksins í bresku þingkosningunum á fimmtudaginn. Spurður út í jákvæð viðbrögð Do- nalds Trumps Bandaríkjaforseta við kosningasigrinum, og mögulegan fríverslunarsamning Breta og Bandaríkjamanna í kjölfar úr- slitanna, segir Guðlaugur að það sé gott ef slíkur samningur komist á, enda sé enginn fríverslunarsamn- ingur í gangi milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins. „Eitt af því sem við höfum lagt áherslu á er að efla samskiptin við Bandaríkin. Við- skiptasamráðið sem við Mike Pom- peo, utanríkisráðherra landsins, settum af stað í febrúar og hefur verið í gangi allt þetta ár er liður í því. Þessi mál tengjast ekki, en við skulum ekki útiloka að einhverjir möguleikar geti opnast fyrir okkur ef Bretar og Bandaríkin semja sín á milli. Aðalatriðið er að aukin frí- verslun skapar möguleika fyrir alla. Sérstaklega útflutningsþjóð eins og okkur. “ Guðlaugur segir að eftir að Bret- land gengur úr ESB 31. janúar nk., eins og nú megi gera ráð fyrir, þá taki við aðlögunartímabil, þar sem EES-samningurinn haldi áfram að gilda að minnsta kosti út árið 2020. „Við munum hefja viðræður við Breta um framtíðarskipan mála fljótlega eftir 31. janúar. Þetta mál hefur verið forgangsmál allan minn tíma hér í ráðuneytinu, og við erum ekkert að byrja á núllpunkti. Við vinnum í nánu samstarfi við EFTA- ríkin og fylgjumst einnig vel með samningum Bretlands við ESB. Við höfum lagt áherslu á að undirbúa okkur vel, þannig að þegar við get- um farið að semja um framtíðar- skipan, þá verðum við eins mikið tilbúin og hægt er. Það sem flækir málið er að þetta er ekki bara á milli okkar og Bretlands, heldur hafa samningar Breta við önnur lönd í álfunni og ríkjabandalög áhrif.“ Óvissu eytt Kjartan Broddi Bragason, hag- fræðingur hjá greiningarfyrirtæk- inu IFS, segir í samtali við Morg- unblaðið að kosningaúrslitin hafi eytt tiltekinni óvissu. Hann segir að almennt finnist fjármálamörkuðum gott þegar óvissa hverfur enda byggist verð fjármálaafurða al- mennt á væntingum til komandi framtíðar. „Fyrstu viðbrögð voru að pundið styrktist og FTSE hækkaði lítillega í dag [í gær]. Stóra spurn- ingin er hins vegar hvað gerist í framhaldinu,“ segir Kjartan. Hann bætir við að flestir hafi ver- ið á því að Brexit muni draga úr vergri landframleiðslu í Bretlandi um einhver prósent, og sá samdrátt- ur eigi sér stoð í auknum viðskipta- kostnaði almennt, kostnaði við að endurreisa landamæragæslu o.fl. „Á móti þessu getur komið til þess að innlend framleiðsla aukist með til- heyrandi nýjum störfum, allt vegið með auknum tollum og/eða við- skiptakostnaði. Fyrir okkur hérna heima er Bretland mikilvægur markaður fyrir okkar útflutning og því æskilegt fyrir Íslendinga að kaupmáttur almennings í Bretlandi sé sem mestur. Gangi spár um sam- drátt í VLF eftir mun það hafa ein- hver áhrif á okkar viðskiptakjör en hversu mikil er einfaldlega aðeins of snemmt að spá um.“ Leggja mikla áherslu á frí- verslun eins og Íslendingar AFP Stjórnmál Boris Johnson forsætisráðherra vann kosningasigur í Bretlandi í vikunni.  Eftir útgöngu Breta úr ESB tekur við aðlögunartímabil út árið 2020 Rækjuvinnslan Kampi á Ísafirði hef- ur þurft að vinna að jafnaði á 55% framleiðslugetu frá því á þriðjudag vegna ofsaveðursins sem fór yfir landið í vikunni. Engin framleiðsla var hjá fyrirtækinu á miðvikudag. Að sögn Alberts Haraldssonar, rekstrar- stjóra fyrirtækisins, er um að ræða um 20 milljóna króna tekjutap. Fyrir- tækið veltir á fjórða milljarð króna á ári. Fullum straumi var komið á fram- leiðsluvélar Kampa eftir hádegi í gær. Að sögn Alberts fékk fyrirtækið tölvupóst frá Orkubúi Vestfjarða á mánudag þess efnis að 97% líkur væru á því að það yrði rafmagnslaust hjá fyrirtækinu. Í ljósi þess að magn þeirrar rækju sem fyrirtækið hafði sett í lageringu, þ.e. þegar henni er komið fyrir í þar til gerð kör þar sem hún er látin liggja daginn fyrir vinnslu, var hugsað fyrir 100% fram- leiðslugetu, var útlit fyrir töluvert tap. Orkubú Vestfjarða kom hins veg- ar til móts við fyrirtækið á þriðjudag sem starfaði þann daginn á 67% fram- leiðslugetu. Starfsemi lá aftur á móti niðri á miðvikudag en var takmörkuð á fimmtudag og í gær. Kampi fram- leiðir 3.000 tonn af tilbúinni vöru á ári og framleiðir fyrir 15,5 milljónir á hverjum vinnsludegi. „Við ákváðum árið 2014 að losa okkur við olíuketil og kaupa rafmagnsketil. Við viljum vera umhverfissinnuð og kynna okkur fyr- ir markaðnum þannig,“ segir Albert en Kampi selur rækju m.a. til Bret- lands. Kampi framleiðir einnig rækjumjöl úr rækjuskel og selur til innlendra og erlendra kaupenda. „Við notum gufuketil, sem er rafmagns- kyntur og knúinn áfram á afgangs- orku, til að sjóða rækjuna. En ég er alveg tilbúinn í neyðartilfellum að borga fullt gjald fyrir orkuna. Og þá á hún bara að heita forgangsorka. Nú sýnist okkur að við verðum að skoða það alvarlega að koma okkur upp varaafli í formi olíuketils.“ Ofsaveður Framleiðsla Kampa hef- ur verið takmörkuð síðustu daga. 20 milljóna tekju- tap vegna veðurs  Takmörkuð framleiðslugeta hefur hrjáð Kampa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.