Morgunblaðið - 14.12.2019, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 14.12.2019, Blaðsíða 64
Sviðslistahópurinn Flækja sýnir jólaleikrit fyrir börn á Borgar- bókasafninu í Sólheimum í dag, laugardag, kl. 13. „Það og Hvað eru komin í sérlegt jólaskap, en skilja þó ekki út á hvað jólin ganga. Þau eru því sérstaklega forvitin að hitta hressa krakka og finna kannski þennan jólaanda sem allir eru að tala um. Persónurnar spjalla við áhorfendur, lenda í alls kyns rugl- ingi varðandi þessi jól, syngja lög og dansa,“ segir í tilkynningu. Það og Hvað í jólaskapi LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 348. DAGUR ÁRSINS 2019 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.150 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Flestir virtust reikna með því að Noregur og Rússland myndu leika til úrslita um heimsmeistaratitil kvenna í Japan á morgun. Spán- verjar og Hollendingar komu inn í undanúrslit sem „litlu liðin“ en mætast nú í úrslitaleiknum sem hefst klukkan 11.30 í Kumamoto á morgun. Noregur og Rússland leika um bronsið. »48 Litlu liðin mætast í úrslitaleiknum á HM ÍÞRÓTTIR MENNING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Færeyingurinn Ásvald Simonsen er mikill Íslandsvinur og hefur selt gervigras á marga fótboltavelli á Ís- landi undanfarin 30 ár. Hann á marga vini og kunningja hérlendis, er meðal annars félagi í Skötuklúbbi Emils eða Íslenska skötuklúbbnum, öðru nafni The Icelandic Skate Club, sem Emil Guðmundsson og Sigurður Magnús- son stofnuðu 1971, og verður sem fyrr í skötuveislu félagsins, sem að þessu sinni verður á Akranesi í dag. Ásvald kom fyrst til Íslands sem varaformaður Handknattleiks- sambands Færeyja 1978. Hann hefur verið tíður gestur vegna verkefna í sambandi við gervigrasvelli undan- farin 30 ár og forystumenn í knatt- spyrnuhreyfingunni hafa því gjarnan kallað hann gervigrasmanninn. Hann kom til landsins í fyrradag, hefur hitt viðskiptavini og fær sér skötu í dag. „Skagamenn buðu mér í Skötuklúbb- inn á sínum tíma og síðan hef ég aldr- ei misst af skötuveislunni. Mér finnst vel kæst skata mjög góð, eins sterk og mögulegt er, og félagsskapurinn er ekki af verri endanum.“ Hjónin Ásvald og Marianne Laid- erz reka eigið fyrirtæki í Kaup- mannahöfn og selja gervigras á velli, einkum á Norðurlöndum, en einnig í Þýskalandi og Suður-Ameríku. „Ég hef selt gervigras á nokkur þúsund velli, þar af á alla sparkvelli KSÍ víða um land, um 130 samtals, og um 30 velli í fullri stærð á Íslandi,“ segir hann. Öflugur í gervigrasinu Ásvald er mikill félagsmaður og vel kynntur. Um 250 manns mættu í 60 ára afmælisveislu Ásvalds fyrir skömmu og þar af um 60 utan Fær- eyja, meðal annars frá Íslandi. Kvöld- ið eftir hélt hann árlega „heldri manna“ jólaveislu og var því tveggja daga veisla hjá mörgum. „Hópur við- skiptamanna í Færeyjum og víðar hefur hist árlega síðan 2004, oftast í Færeyjum en þrisvar í Reykjavík og einu sinni í Bergen,“ segir Ásvald. „Mennirnir vilja helst hittast í Fær- eyjum og þá er þetta sambland af skemmtun og fræðslu. Ég fer með þá í fyrirtæki og sveitarfélög og svo ger- um við okkur glaðan dag.“ Fyrsti gervigrasvöllurinn á Íslandi, í Laugardalnum þar sem Þróttur leikur heimaleiki sína, var tekinn í notkun í janúar 1985, eða fyrir tæp- lega 35 árum. Ári seinna byrjaði Ás- vald að selja gervigras á fótboltavelli fyrir þýska fyrirtækið Balsam, fyrst á völlinn í Þórshöfn í Færeyjum sama ár. 1989 tók Ásvald við rekstri banda- rísks fyrirtækis og eitt fyrsta verk- efnið var að selja gervigras á Kópa- vogsvöll. Balsham keypti fyrirtækið 1991 og þá færði Ásvald sig um set. Hann vann fyrir þýska fyrirtækið Po- lytan sem svæðisstjóri fyrir Dan- mörku, Færeyjar, Noreg, Ísland og Grænland 1995-2015, en hefur síðan rekið eigið fyrirtæki, Laiderz Sport, ásamt eiginkonu sinni. Sjö manns eru í fullu starfi hjá fyrirtækinu í Kaup- mannahöfn og Noregi en allt að 24 á sumrin. „Áður sá ég aðeins um að selja gervigrasið en nú sjáum við um að leggja það líka,“ segir Ásvald. Ljósmynd/Jón Svavarsson Með Skagamönnum í skötuveislu Frá vinstri: Ásgeir Ásgeirsson, Leó Ragnarsson, Þorgeir Jósefsson, Færeying- urinn Ásvald Simonsen, Gísli Gíslason, formaður Íslenska skötuklúbbsins, og Gylfi Þórðarson. Sleppir ekki skötunni  Færeyingurinn Ásvald Simonsen hefur verið í Íslenska skötuklúbbnum í áratug  Gervigras er hans ær og kýr Aðrir tónleikar tónleikaraðarinnar Verpa eggjum verða haldnir í Mengi í kvöld. Þar koma fram Ásta Fanney Sigurðardóttir, Einar Torfi Einars- son, Hafdís Bjarnadóttir, Kristín Ómarsdóttir og Berglind María Tómasdóttir, sem er listrænn stjórnandi raðarinnar. Bjóða þau upp á tónlist, hljóð og orð á tónleik- unum sem verða með jólalegu ívafi. Tónleikaröðin Verpa eggjum, sem stofnuð var haustið 2018, býður upp á tónlist sem dansar á mörkum listgreina. Húsið opnað kl. 20.30. Verpa eggjum með jólarokk í Mengi í kvöld FLOTTAR UMGJARÐIR KOMNAR Í HÚS VELKOMIN Í SJÓNMÆLINGU Hamraborg 10, Kópavogi | Sími: 554 3200 Opið: Virka daga 9:30–18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.