Morgunblaðið - 14.12.2019, Page 64

Morgunblaðið - 14.12.2019, Page 64
Sviðslistahópurinn Flækja sýnir jólaleikrit fyrir börn á Borgar- bókasafninu í Sólheimum í dag, laugardag, kl. 13. „Það og Hvað eru komin í sérlegt jólaskap, en skilja þó ekki út á hvað jólin ganga. Þau eru því sérstaklega forvitin að hitta hressa krakka og finna kannski þennan jólaanda sem allir eru að tala um. Persónurnar spjalla við áhorfendur, lenda í alls kyns rugl- ingi varðandi þessi jól, syngja lög og dansa,“ segir í tilkynningu. Það og Hvað í jólaskapi LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 348. DAGUR ÁRSINS 2019 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.150 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Flestir virtust reikna með því að Noregur og Rússland myndu leika til úrslita um heimsmeistaratitil kvenna í Japan á morgun. Spán- verjar og Hollendingar komu inn í undanúrslit sem „litlu liðin“ en mætast nú í úrslitaleiknum sem hefst klukkan 11.30 í Kumamoto á morgun. Noregur og Rússland leika um bronsið. »48 Litlu liðin mætast í úrslitaleiknum á HM ÍÞRÓTTIR MENNING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Færeyingurinn Ásvald Simonsen er mikill Íslandsvinur og hefur selt gervigras á marga fótboltavelli á Ís- landi undanfarin 30 ár. Hann á marga vini og kunningja hérlendis, er meðal annars félagi í Skötuklúbbi Emils eða Íslenska skötuklúbbnum, öðru nafni The Icelandic Skate Club, sem Emil Guðmundsson og Sigurður Magnús- son stofnuðu 1971, og verður sem fyrr í skötuveislu félagsins, sem að þessu sinni verður á Akranesi í dag. Ásvald kom fyrst til Íslands sem varaformaður Handknattleiks- sambands Færeyja 1978. Hann hefur verið tíður gestur vegna verkefna í sambandi við gervigrasvelli undan- farin 30 ár og forystumenn í knatt- spyrnuhreyfingunni hafa því gjarnan kallað hann gervigrasmanninn. Hann kom til landsins í fyrradag, hefur hitt viðskiptavini og fær sér skötu í dag. „Skagamenn buðu mér í Skötuklúbb- inn á sínum tíma og síðan hef ég aldr- ei misst af skötuveislunni. Mér finnst vel kæst skata mjög góð, eins sterk og mögulegt er, og félagsskapurinn er ekki af verri endanum.“ Hjónin Ásvald og Marianne Laid- erz reka eigið fyrirtæki í Kaup- mannahöfn og selja gervigras á velli, einkum á Norðurlöndum, en einnig í Þýskalandi og Suður-Ameríku. „Ég hef selt gervigras á nokkur þúsund velli, þar af á alla sparkvelli KSÍ víða um land, um 130 samtals, og um 30 velli í fullri stærð á Íslandi,“ segir hann. Öflugur í gervigrasinu Ásvald er mikill félagsmaður og vel kynntur. Um 250 manns mættu í 60 ára afmælisveislu Ásvalds fyrir skömmu og þar af um 60 utan Fær- eyja, meðal annars frá Íslandi. Kvöld- ið eftir hélt hann árlega „heldri manna“ jólaveislu og var því tveggja daga veisla hjá mörgum. „Hópur við- skiptamanna í Færeyjum og víðar hefur hist árlega síðan 2004, oftast í Færeyjum en þrisvar í Reykjavík og einu sinni í Bergen,“ segir Ásvald. „Mennirnir vilja helst hittast í Fær- eyjum og þá er þetta sambland af skemmtun og fræðslu. Ég fer með þá í fyrirtæki og sveitarfélög og svo ger- um við okkur glaðan dag.“ Fyrsti gervigrasvöllurinn á Íslandi, í Laugardalnum þar sem Þróttur leikur heimaleiki sína, var tekinn í notkun í janúar 1985, eða fyrir tæp- lega 35 árum. Ári seinna byrjaði Ás- vald að selja gervigras á fótboltavelli fyrir þýska fyrirtækið Balsam, fyrst á völlinn í Þórshöfn í Færeyjum sama ár. 1989 tók Ásvald við rekstri banda- rísks fyrirtækis og eitt fyrsta verk- efnið var að selja gervigras á Kópa- vogsvöll. Balsham keypti fyrirtækið 1991 og þá færði Ásvald sig um set. Hann vann fyrir þýska fyrirtækið Po- lytan sem svæðisstjóri fyrir Dan- mörku, Færeyjar, Noreg, Ísland og Grænland 1995-2015, en hefur síðan rekið eigið fyrirtæki, Laiderz Sport, ásamt eiginkonu sinni. Sjö manns eru í fullu starfi hjá fyrirtækinu í Kaup- mannahöfn og Noregi en allt að 24 á sumrin. „Áður sá ég aðeins um að selja gervigrasið en nú sjáum við um að leggja það líka,“ segir Ásvald. Ljósmynd/Jón Svavarsson Með Skagamönnum í skötuveislu Frá vinstri: Ásgeir Ásgeirsson, Leó Ragnarsson, Þorgeir Jósefsson, Færeying- urinn Ásvald Simonsen, Gísli Gíslason, formaður Íslenska skötuklúbbsins, og Gylfi Þórðarson. Sleppir ekki skötunni  Færeyingurinn Ásvald Simonsen hefur verið í Íslenska skötuklúbbnum í áratug  Gervigras er hans ær og kýr Aðrir tónleikar tónleikaraðarinnar Verpa eggjum verða haldnir í Mengi í kvöld. Þar koma fram Ásta Fanney Sigurðardóttir, Einar Torfi Einars- son, Hafdís Bjarnadóttir, Kristín Ómarsdóttir og Berglind María Tómasdóttir, sem er listrænn stjórnandi raðarinnar. Bjóða þau upp á tónlist, hljóð og orð á tónleik- unum sem verða með jólalegu ívafi. Tónleikaröðin Verpa eggjum, sem stofnuð var haustið 2018, býður upp á tónlist sem dansar á mörkum listgreina. Húsið opnað kl. 20.30. Verpa eggjum með jólarokk í Mengi í kvöld FLOTTAR UMGJARÐIR KOMNAR Í HÚS VELKOMIN Í SJÓNMÆLINGU Hamraborg 10, Kópavogi | Sími: 554 3200 Opið: Virka daga 9:30–18

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.