Morgunblaðið - 14.12.2019, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2019
✝ KristinnBjarnason
fæddist í Reykjavík
9. október 1948 og
lést á Landspítala
Fossvogi gjör-
gæsludeild 26. nóv-
ember 2019. For-
eldrar hans voru
Bjarni Henriksson
málari og listmál-
ari, f. 9. maí 1927 á
Höfn Hornafirði, d.
29. sept 1989, og Hjördís Guð-
mundsdóttir, verka- og versl-
unarkona, f. 20. febrúar 1929 í
Reykjavík, síðar búsett í Dan-
mörku, d. 9. nóv. 2012.
Systkini Kristins í móðurætt
eru: Helga Jenný Guðnadóttir,
f. 6. ágúst 1954, Ólöf G. Leifs-
dóttir Christensen, f. 10. júlí
1961, og Ari G. Leifsson, f. 20.
júlí 1962. Í föðurætt: Henrik, f.
1. apríl 1954, Friðrik, f. 9. apr-
íl 1955, Ingibjörg, f. 24 júní
1956, Brynhildur, f. 14. mars
1963, d. 16. des. 1965, Bryn-
hildur, f. 11. febrúar 1966, d.
17. febrúar 1971, Valgerður, f.
28. mars 1967, og Fanný Rósa,
f. 25. júlí 1974.
Kristinn kvæntist hinn 25.
desember 1973 Sveinfríði Sig-
urpálsdóttur hjúkrunarfræð-
ingi MS, f. 4. ágúst 1948 í Mól-
ömmu og afa. Hann lauk námi
í Iðnskólanum við múrverk
1963 til 1967 og lærði prent-
verk 1967 til 1971 hjá Alþýðu-
blaðinu og vann þar sem setj-
ari. Hann stundaði sjóinn sem
háseti á togurum frá Reykja-
vík og lauk 80 tonna réttindum
á bátum 1987 og skipstjórn-
arprófi 1. stigi frá Stýrimanna-
skólanum 1988. Var víða á bát-
um og á Blönduósi sem háseti
og stýrimaður með hléum um
árabil. Starfaði á Blönduósi við
sjúkrahúsið, múrverk, hús-
byggingar og bílaviðgerðir og
við vélaverkstæðið Árvirkni.
Kristinn sótti fjölda tölvu-
námskeiða, m.a. við Tölvuskóla
Reykjavíkur, og nam í þrjár
annir tölvunarfræði í Háskól-
anum í Reykjavík. Hann sinnti
almennri tölvuþjónustu við
fyrirtæki og stofnanir og að-
stoðaði við tölvur á Blönduósi
og víðar jafnhliða öðrum störf-
um. Var mjög laginn við tölv-
ur, sem voru hans áhugamál.
Kristinn var í Kiwanisklúbbn-
um Borgum á Blönduósi og
síðar gekk hann til liðs við
Lionsklúbbinn Víðarr í Reykja-
vík, smíðaði heimasíðu þeirra
og var með umsjón hennar al-
farið síðustu ár sín. Var hann
heiðraður með skildi fyrir vik-
ið.
Útför Kristins fer fram frá
Blönduóskirkju í dag, 14. des-
ember 2019, klukkan 13.
andi, Hauganesi.
Foreldrar hennar
voru Sigurpáll
Sigurðsson og
Halldóra Guð-
mundsdóttir, bú-
sett í Mólandi.
Börn Kristins eru:
Barn hans: 1)
Dagný Hrönn, f.
29. júní 1969.
Dætur hennar:
Bryndís, f. 18.
febrúar 1989, og tvö langafa-
börn og Bergdís, f. 15. júní
1998. Börn þeirra Sveinfríðar:
2) María Ingibjörg, f. 10. apríl
1973, búsett í Hafnarfirði,
börn hennar: Kristinn Hrann-
ar, f. 23. júní 1991, Bjartmar
Freyr, f. 23. nóvebmber 1994,
og Guðrún Alma, f. 30. maí
2001. 3) Dagur Bjarni, f. 20.
septe,ber 1978, búsettur í
Reykjavík, barn hans Krista
Nótt, f. 20. júlí 2006. Barna-
börnin eru sex og tvö langafa-
börn.
Kristinn og Sveinfríður
fluttust á Blönduós 1973 með
unga dóttur sína og byggðu
sér hús í Brekkubyggð 11 þar
sem hann átti heima síðan.
Kristinn ólst upp í Reykja-
vík á Barónsstígnum og í Hlíð-
unum hjá móður sinni og
Elsku hjartans pabbi minn er
fallinn frá, fluttur eitthvað ann-
að, á stilltu fallegu vetrarkvöldi.
Ég var ekki tilbúin að missa
þennan yndislega pabba og besta
vin en sennilega er maður aldrei
tilbúinn í það verkefni. Við töl-
uðum saman á hverjum degi og
stundum oft á dag, um alla heima
og geima og alltaf var pabbi
tilbúinn í að spjalla og hlusta á
mann og leysti lífsins verkefni
með mér. Aðeins í símtalsfjar-
lægð norður yfir heiðar var
pabbi minn á línunni með kaffi-
bollann og jákvæðnina við hönd
enda voru verkefnin til að leysa
þau, ekki til að sýta þau. Hann
vissi svo margt og fyrir mér gat
hann allt enda einstaklega
lausnamiðaður og handlaginn og
klár kall. Hann gerði alla við-
burði fyrir okkur glæsilega,
hvort sem það voru jól eða
páskar, afmæli eða bara sunnu-
dagsmorgunkaffið, heit rúnn-
stykki og gúmmelaði úr bakarí-
inu, og vissi allt hvað hver vildi
þaðan. Hann var listakokkur og
fátt vafðist fyrir honum í eldhús-
inu, hvort sem það var elda-
mennskan eða baksturinn eða
kaffibollinn og spjall því allt
mátti leysa með kaffibollanum.
Þær eru ófáar afmælishnallþór-
urnar sem hann bakaði fyrir
okkur öll í allskonar formum,
hvort sem það var fótboltavöllur,
prinsessukökur eða sveitabær,
því vippaði hann upp með glæsi-
brag. Pabbi minn var líka ætíð
mikill höfðingi heim að sækja og
alltaf til nóg af mat og með
kaffinu. Hann var einstaklega
góður afi og fátt var ekki gert
með barnabörnunum. Hann bar
mikla væntumþykju til þeirra og
sinnti þeim að alúð. Það var mik-
ið brasað í afa- og ömmuhúsi og
bílskúrinn var engin undantekn-
ing. Hann var mjög liðtækur í
því að hafa til spýtur og nagla og
hamra og það sem börn vilja
brasa þar, og hafði þau með sér í
allskonar verkefnum sem mikið
var lært af. Þar voru óteljandi
verkefni leyst, hvort sem átti að
smíða báta, bíla, kofa eða bara
krossa fyrir dýrin þegar þau
féllu frá. Frystikistan var alltaf
full af ís enda átti að verðlauna
börnin með ís, helst í hvert mál,
fyrir allt gott sem þau gerðu og
fyrir allar sorgir líka. Þeirra er
missirinn mikill, að þessum frá-
bæra afa Kidda sem var svo
stoltur af þeim öllum með tölu og
fylgdist svo vel með. Hann var
mjög duglegur að keyra hingað
til okkar í höfuðborgina og sinna
okkur krökkunum, fara með okk-
ur á allskonar viðburði, í bíó,
leikhús, á tónleika og kaffihús og
alltaf var hann tilbúinn að skutl-
ast suður ef það var eitthvað sem
þarfnaðist viðveru hans.
Ég á eftir að sakna pabba
míns lengi og vel og sennilega
alla ævi en mikið er ég þakklát
fyrir að hafa átt hann að, fyrir
tímann okkar saman, hef lært
svo mikið af honum og oft tekið
hann mér til fyrirmyndar. Hann
var okkur svo kær og svo mikill
klettur í okkar lífi, sinnti okkur
svo vel, kenndi okkur svo mikið,
nærvera hans var svo mikilvæg
og einhvern veginn var allt yf-
irstíganlegt með hann sér við
hlið.
Já, pabbi, ég skal láta stelp-
urnar klæða sig vel og, já, ég
skal gefa öllum krökkunum ís við
öll tækifæri.
Elska þig, pabbi minn, og takk
fyrir allt og allt.
Þín dóttir,
María Ingibjörg
Kristinsdóttir.
Afi minn hann Kiddi afi var
besti afi í öllum heiminum. Hann
fékk alltaf fólk til að hlæja og all-
ir voru alltaf glaðir í kringum
hann. Afi var besti vinur minn og
langbesti afi í öllum heiminum.
Alltaf að passa upp á okkur og
fylgdist vel með öllu sem við
gerðum. Hann verður alltaf í
hjarta mínu. Hvíldu í friði, elsku
afi minn, og þakka þér fyrir að
vera besti afinn.
Manstu afi
þegar við stóðum
á bryggjunni
og þú hélst
ákveðið í hönd mína?
Þú sagðir sögu
og saman horfðum
við á eyju
vonar og kærleiks.
Manstu afi
þegar þú brostir
svo hlýlega og stoltur
á börnin þín?
Myrkt herbergið
varð uppljómað af ánægju
og ilmur blómanna
varð sterkari.
En nú kveð ég þig
með tár í augum
og bros í hjarta.
Því ég man!
(Eðvald Einar Stefánsson)
Þín afastelpa,
Krista Nótt Dagsdóttir.
Elsku afi minn, ég elska þig
mjög heitt og þú átt alltaf stað í
hjarta mínu. Ég mun sakna þín
endalaust. Þú varst svo góður afi
og minn besti vinur. Ég leit mik-
ið upp til þín og þú varst alltaf til
í að hjálpa mér við hvað sem var,
stórt sem smátt. Í hvert sinn
sem ég kom til ykkar ömmu á
Blönduós fannst mér eins og ég
væri komin heim því húsið ykkar
ömmu er eins og mitt annað
heimili.
Ég vona þér líði vel núna og
ég mun hugsa til þín alla daga og
allar nætur.
Takk fyrir allt, elsku afi,
minning þín lifir í hjarta mínu.
Þín afastelpa.
Guðrún Alma Atladóttir
Elsku afi minn, þú varst mér
svo margt og jafnvel allt, svo
mikil fyrirmynd fyrir mig sem
sjómann og skipstjóra, algjör
nagli alltaf. Alveg eins og þú
varst, þá feta ég í fótspor þín
sem skipstjóri og ég er svo stolt-
ur af því og þú átt svo mikinn
part af mér þar. Ég þakka þér
fyrir fyrir alla hjálpina í gegnum
Stýrimannaskólann, öll símtölin
á sjónum um aflatölur og veiði-
skap, allar minningarnar sem þú
bjóst til með mér, öll yndislegu
sumrin sem við krakkarnir nut-
um hjá þér á Brekkubyggðinni,
alla visku og gleði sem þú veittir
okkur fjölskyldunni og ég mun
sakna þín að eilífu, elsku afi
minn. Hvíldu í friði og við
sjáumst aftur við tækifæri.
Þinn afastrákur,
Kristinn Hrannar Hjaltason.
Lionsklúbburinn Víðarr í
Reykjavík hefur starfað í nær 35
ár og er hann einn fjölmargra
klúbba sem starfa á þeim vett-
vangi. Lionsstarfið felst fyrst og
fremst í því að þjóna – leggja lið
þeim málefnum sem eru til góða
fyrir land og lýð. Allt starf er
unnið í sjálfboðavinnu og ágóði
rennur til hinna ýmsu verkefna.
Til að svo geti orðið þarf góða
klúbbfélaga sem eru tilbúnir að
fórna tíma sínum í þágu annarra
en fá í staðinn að njóta samvista í
traustum félagsskap.
Kristinn Bjarnason, sem hér
er kvaddur, var einn af þessum
góðu traustu félögum og var árið
2017 gerður að Melvin Jones-fé-
laga, sem er æðsta viðurkenning
klúbbfélaga. Þótt hann væri bú-
settur á Blönduósi lét hann ekki
fjarlægðina frá höfuðborginni
aftra því að hann gengi í okkar
raðir. Þótt langt væri að fara
mætti hann samviskusamlega á
fundi nema í þeim tilvikum þegar
Holtavörðuheiðin var ófær; bætti
þá mætinguna upp með annarri
vinnu í þágu klúbbsins. Kristinn
var frumkvöðull að heimasíðu
Víðarrs; hannaði síðuna og að
sjálfsögðu kjörinn til að annast
hana – afla efnis, skrá það og
halda síðunni við en allir sem til
þeirra verka kunna vita að það
er ærið starf. Þetta fórst Kristni
vel úr hendi. Fyrir vikið eru til-
tækar flestar fundargerðir
klúbbsins frá upphafi og mikill
fjöldi mynda, bæði frá hinum
ýmsu fundum og atburðum sem
klúbburinn hefur staðið að. Fyrir
þetta verk allt þakkar klúbbur-
inn sérstaklega.
Lkl Víðarr hefur ætíð verið
með fjölmennari Lionsklúbbum
landsins. Lögð hefur verið
áhersla á vináttu félaga á milli;
gleði ríkt á fundum og í öðrum
þeim fjölbreyttu verkefnum sem
klúbburinn hefur tekið sér fyrir
hendur. Við leggjum einnig
áherslu á að viðhalda fjölda
klúbbfélaga og bjóða gestum að
kynnast starfi hans. Kristinn tók
virkan þátt í því – hefur mætt
með tvo til þrjá gesti, svo og á
Víðarrsblótið sem er helsta fjár-
öflunarverkefni Víðarrs. Við fé-
lagarnir fundum og höfum fengið
það staðfest að Kristinn var
stoltur af sínum Lionsklúbbi og
mikið mátum við allt hans starf.
Kallið kom snöggt og allt of
fljótt, en þannig er gangur lífs-
ins. Lkl. Víðarr saknar góðs og
trausts félaga og þakkar allar
góðar samverustundir. Mestur
er missir eiginkonu Kristins,
Sveinfríðar Sigurpálsdóttur,
barna þeirra og annarra ástvina
sem klúbburinn sendir sínar ein-
lægustu samúðarkveðjur.
Farðu vel kæri vinur – friður
Guðs þig blessi.
Fyrir hönd klúbbfélaga,
Níels Árni Lund.
Kristinn Bjarnason
Sálm. 10.14
biblian.is
Þú gefur gaum að
mæðu og böli og
tekur það í hönd
þér. Hinn bágstaddi
felur þér málefni
sitt, þér sem hjálpar
munaðarlausum.
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við
andlát og útför okkar ástkæra föður, afa
og langafa,
ÓLAFS TH ÓLAFSSONAR
myndlistarmanns og kennara,
áður til heimilis á Selfossi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Áss í Hveragerði fyrir góða
umönnun.
Elín Vigdís Ólafsdóttir
Hrund Ólafsdóttir
Bragi Ólafsson
Sigrún Sól Ólafsdóttir
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn
Innilegar þakkir fyrir hlýhug og samúð
vegna andláts og útfarar okkar ástkæru
SIGURLAUGAR SVANHILDAR
ZOPHONÍASDÓTTUR,
Kópavogsbraut 1a.
Anna Soffía Gunnarsdóttir Ólafur Kvaran
Guðný Gunnarsdóttir Friðþjófur K. Eyjólfssson
Guðrún Gunnarsdóttir Valþór Hlöðversson
Emilía María Gunnarsdóttir Eyjólfur Guðmundsson
Hákon Gunnarsson
Björn Gunnarsson Elísabet Kvaran
barnabörn og barnabarnabörn
Hugheilar þakkir til allra sem auðsýndu
okkur samúð og vináttu vegna andláts og
útfarar okkar elskulega, eiginmanns, föður,
tengdaföður og afa,
ÓLAFS HELGASONAR,
Borgarnesi.
Sigríður Karlsdóttir
Gunnfríður, Ingi Rúnar
Elfar Már, Erla Katrín
Styrmir Már, Bessý
Berglind Ólöf
og barnabörn
Þökkum auðsýnda samúð vegna andláts og
útfarar ástkærs föður okkar, tengdaföður,
afa og langafa,
ERLINGS LOFTSSONAR
bónda,
Sandlæk, Gnúpverjahreppi,
sem lést á Landspítalanum, Fossvogi,
26. október.
Elín Erlingsdóttir Bjarni Jón Matthíasson
Valgerður Erlingsdóttir Brian R. Haroldsson
Loftur Erlingsson Helga Kolbeinsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram-
kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin.
Við þjónum með virðingu og umhyggju að
leiðarljósi og af faglegum metnaði.
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Lára Árnadóttir,
umsjón útfara
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna