Morgunblaðið - 14.12.2019, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.12.2019, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2019 Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995 Fljót, örugg og persónuleg þjónusta Allar almennar bílaviðgerðir Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • www.tonastodin.is Landsins mesta úrval af trommum í öllum verð�lokkum. Hjá okkur færðu faglega þjónustu, byggða á þekkingu og áratuga reynslu. gengi. Þjónustuhús er á miðju tjald- svæðinu. Þar eru salerni, sturtur, aðgengi hjólastóla, þvottavél og þurrkari. Nú er unnið að því að stækka þjónustuhúsið svo gestir geti eldað og borðað innanhúss.    Nú er lokið við að byggja fyrsta hringtorgið í Sandgerði. Torgið er við Hlíðargötu, Austurgötu og Byggðaveg og virkar sem hraða- hindrun því oft var ekið fullhratt eft- ir þessum vegum. Fyrirtækið Grjót- garðar sá um framkvæmdir við hringtorgið.    Samkeppni um aðalskipulag Suðurnesjabæjar var kynnt á íbúa- fundi í Vörðunni í Sandgerði sl. fimmtudag. Þar kynntu þrír hópar sínar tillögur og gafst íbúum kostur á að ræða við hönnuði um tillög- urnar. Þetta er fyrsta sameiginlega aðalskipulag Suðurnesjabæjar. Framkvæmdahugur í Suðurnesjabæ Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Hjólastígur Framkvæmdum við stíginn verður haldið áfram. ÚR BÆJARLÍFINU Reynir Sveinsson Sandgerði Á árinu 2018 hófust framkvæmdir við að reka niður nýtt stálþil við helming suðurbryggju. Töluverðar tafir voru á framkvæmdatímanum, nýja þilið er utan við gamla þilið sem var orðið illa farið af tæringu. Þá var bryggjuþekjan brotin upp og steypt ný og sterkari. Við þessar fram- kvæmdir var bryggjuþekjan hækk- uð og sinkstangir soðnar á stálþilið til að koma í veg fyrir tæringu.    Borgarafundur var haldinn ný- lega um fjárhagsáætlun næsta árs. Þar kom fram að staða sveitar- félagsins Suðurnesjarbæjar er góð og tekjuafgangur yfir 500 milljónir. Helstu framkvæmdir næstu ára eru stækkun aðstöðu við íþróttamiðstöð- ina í Garði, bygging 11 íbúða blokkar ásamt félaginu Bjargi og unnið verði við fráveitu í Sandgerði, sem er tölu- verð framkvæmd.    Samið hefur verið við Ellert Skúlason, verktaka úr Njarðvík, um lagningu á göngu- og hjólastíg á milli Sandgerðis og Garðs. Mun stíg- urinn liggja austan við núverandi veg, verður 2,5 metra breiður og upplýstur með 92 ljósastaurum. Áætlað er að framkvæmdum verði lokið í maí árið 2020. Fyrsti hluti stígsins, sem er frá Tjarnargötu norður fyrir Sandgerðistjörn, hefur verið lagður og malbikaður.    Ferðamönnum hefur fjölgað mikið á undanförnum árum. Í Sand- gerði er glæsilegt tjaldsvæði en þar eru líka átta gistihús með góðu að- Þrír styrkir hafa verið veittir úr Rannsóknasjóði Ingibjargar R. Magnúsdóttur til doktorsrann- sókna í hjúkrunar- og ljósmóður- fræði við Háskóla Íslands. Í rann- sóknunum er m.a. fjallað um leiðir til að efla heimahjúkrun aldraðra, áhrif neikvæðrar fæðingarupplif- unar á andlega líðan móður og þró- un á gagnreyndum aðferðum sem geta bætt lífsgæði unglinga með ADHD og fjölskyldna þeirra. Styrkhafar eru hjúkrunarfræð- ingarnir Inga Valgerður Krist- insdóttir, Ingibjörg Margrét Bald- ursdóttir og Valgerður Lísa Sigurðardóttir, sem einnig er ljós- móðir. Heildarupphæð styrkjanna nemur 900 þúsund krónum. Ingibjörg, stofnandi sjóðsins, er fyrrverandi námsbrautarstjóri í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands og skrifstofustjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Þrír styrkir úr Rannsóknasjóði Ingibjargar Styrkþegar Frá vinstri: Valgerður Lísa, Inga Valgerður og Ingibjörg Margrét. Ljósmynd/Kristinn Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Það lá fyrir tillaga sem bæjarstjórn var búin að samþykkja. Hún fór síð- an til umhverfisnefndar sem lagði til færslu um átta metra og ég var ekki sátt við það. Ég vildi bara láta þá skoðun mína í ljós,“ segir Ás- gerður Halldórs- dóttir, bæjar- stjóri á Seltjarnarnesi. Á fundi bæjar- stjórnar Seltjarn- arness í vikunni var borin upp til staðfestingar fundargerð skipulags- og umferðarnefndar bæj- arins um deiliskipulag Valhúsahæð- ar og aðliggjandi útivistarsvæða vegna uppbyggingar sambýlis fyrir fatlaða við Kirkjubraut 20. Sam- þykkti bæjarstjórnin afgreiðslu nefndarinnar með sex atkvæðum gegn einu atkvæði bæjarstjórans. Óvenjulegt er að bæjarstjóri greiði einn atkvæði gegn málum sem af- greidd eru í stjórnkerfinu. „Það getur verið viðkvæmt þegar farið er inn í þegar skipulagt og gró- ið hverfi og ný lóð stofnuð og því þykir mér miður að ekki hafi verið staðið við þá tillögu sem fyrst lá fyrir hjá skipulagsnefndinni. Í þeirri til- lögu var gert ráð fyrir að þjónustu- kjarninn myndi vera staðsettur mun lengra frá núverandi byggð við Kirkjubraut, eða um 30 metra. Eftir meðferð málsins hjá umhverfisnefnd féllst skipulagsnefnd á að þjónustu- kjarninn myndi færast 8 metra nær núverandi byggð en gert var ráð fyr- ir í fyrri tillögu. Með þessu finnst mér að ekki hafi verið gætt meðal- hófs gagnvart húseigendum við Kirkjubraut og því greiði ég atkvæði gegn þessar tillögu,“ sagði í bókun Ásgerðar á fundi bæjarstjórnar. Hún sagði í samtali við Morgun- blaðið að bygging sambýlisins hefjist á nýju ári eins og stefnt hafi verið að. Andstaða hennar hafi aðeins snúist að staðsetningunni. Kynning á deili- skipulagi tekur að mati Ásgerðar um 3-6 mánuði og þá er hægt að bjóða verkið út. Eins og Morgunblaðið hef- ur áður greint frá er þessi uppbygg- ing unnin með Ás styrktarfélagi og horft til sambærilegrar uppbygging- ar í Garðabæ. Í dag rekur Seltjarn- arnesbær sambýli fyrir fjóra fatlaða íbúa við Sæbraut. Nýtt sambýli við Kirkjubraut rúmar sex einstaklinga og á að taka við af því. Bæjarstjórinn ósáttur við staðsetningu sambýlisins  Vildi að sambýli yrði fjær núverandi byggð við Kirkjubraut Morgunblaðið/Hari Seltjarnarnes Nýtt sambýli verður byggt á lóð við Kirkjubraut. Ásgerður Halldórsdóttir Landsréttur dæmdi í gær 54 ára gamlan karlmann, Vigfús Ólafsson, í 14 ára fangelsi fyrir íkveikju og manndráp. Héraðsdómur Suðurlands hafði áður dæmt Vigfús í fimm ára fang- elsi fyrir manndráp af gáleysi með því að kveikja í húsi við Kirkjuveg á Selfossi í fyrra þar sem karl og kona létust. Héraðssaksóknari áfrýjaði dómnum og krafðist þess að Vigfús yrði sakfelldur fyrir manndráp. Vigfús var í Landsrétti sakfelldur fyrir brennu og segir í dómnum að honum hafi ekki dulist að með því að kveikja eld við þessar aðstæður hafi mönnum verið búinn bersýnilegur lífsháski auk þess sem augljós hætta var á yfirgripsmikilli eyðingu eigna annarra manna. „Þegar ákærði kveikti eldinn vissi hann að á efri hæðinni voru þau tvö sem létust í eldsvoðanum. Hann vissi líka að mikill eldsmatur var í húsinu og gat honum ekki dulist að svo gæti farið að þau, sem uppi voru, kæmust ekki undan ef kviknaði í húsinu og líklegt væri að þau gætu beðið bana eins og reyndin varð. Þrátt fyrir vitneskju um þessar aðstæður kveikti hann eld sem leiddi til þess að tvær manneskjur létust. Ákærði verður því einnig sakfelldur fyrir manndráp,“ segir í dómi Landsrétt- ar. Vigfús var einnig dæmdur til að greiða börnum og foreldrum hinna látnu bætur, samtals 15,2 millj. kr., auk sakarkostnaðar. Dæmdur í 14 ára fangelsi  Karlmaður sakfelldur fyrir brennu og manndráp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.