Morgunblaðið - 14.12.2019, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.12.2019, Blaðsíða 30
30 MESSURá morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2019 AKUREYRARKIRKJA | Sunnudagaskóli í Safnaðarheimilinu kl. 11. Umsjón hafa sr. Hild- ur Eir Bolladóttir og Jón Ágúst Eyjólfsson. AKURINN kristið samfélag | Samkoma kl. 14. Biblíufræðsla, söngur og bæn. ÁRBÆJARKIRKJA | Jólaball Árbæjarkirkju og Fylkis verður haldið 15. desember að lokinni fjölskylduguðsþjónustu sem hefst kl. 11. Jóla- sveinar líta inn með glaðning fyrir börnin. Krist- ín Lára Torfadóttir syngur jólalög. Sr. Þór Hauksson, Ingunn Björk Jónsdóttir djákni og Sóley Adda Egilsdóttir leiða stundina. Birkir Bjarnason leikur á flygilinn. ÁSKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 í umsjá Jóhönnu Maríu, Ingu Steinunnar og séra Sigurðar. Jólabarnaball sunnudagaskólans í Ási að guðsþjónustu lokinni. Ekki er að vita nema Sveinki láti sjá sig. Þetta verður síðasta fjölskylduguðsþjónusta ársins, en barnastarfið hefst svo á nýjan leik eftir áramót, hinn 12. janúar 2020. BESSASTAÐASÓKN | Litlu jól sunnudaga- skólans kl. 11 í Brekkuskógum 1. Gengið verð- ur í kringum jólatréð, jólasveinar koma í heim- sókn, ungir hljóðfæraleikarar spila fyrir okkur og heitt súkkulaði verður í boði. Umsjón með stundinni hafa Sigrún Ósk, Pétur, Þórarinn og Guðmundur Jens ásamt fermingarbörnum næsta vors. BORGARPRESTAKALL | Messa í Borgar- kirkju kl. 14. Organisti er Steinunn Árnadóttir. Prestur er Þorbjörn Hlynur Árnason. BREIÐHOLTSKIRKJA | Jólatré sunnudaga- skólans og Alþjóðlega safnaðarins kl. 11. Gengið í kringum jólatréð, jólasagan og jóla- sveinar. Alþjóðlegi söfnuðurinn kl. 14. Prestur er Toshiki Toma. BÚSTAÐAKIRKJA | Jólasöngvar og helgi- leikur kl. 11. Börn úr Fossvogsskóla flytja jóla- guðspjallið í helgileik. Daníel Ágúst djákni, Sól- ey og Pálmi. Jólasöngvar undir stjórn Jónasar Þóris. Hressing í safnaðarsal eftir messuna. DÓMKIRKJA Krists konungs, Landakoti | Messa á sunnud. kl. 8.30 á pólsku, kl. 10.30 á íslensku, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku. Virka daga kl. 18, og má. mi. og fö. kl. 8, lau. kl. 18 er vigilmessa. DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Prestur er El- ínborg Sturludóttir, Dómkórinn og Kári Þormar dómorganisti. Síðasti sunnudagaskólinn á þessu ári. Norsk messa kl. 14. Prestur er Þor- valdur Víðisson. Kári Þormar leikur á orgelið. Æðruleysismessa kl. 20, prestar eru Elínborg Sturludóttir og Fritz Már Jörgensson. Kristján Hrannar leikur á flygilinn. FELLA- og Hólakirkja | Jólaskemmtun sunnudagaskólans kl. 11. Honum lýkur með jólaballi. Góðir gestir koma í heimsókn og allir fá glaðning. FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Jólaball kirkjunnar verður í Jólaþorpinu á Thorsplani kl. 11. Hljóm- sveit kirkjunnar leiðir sönginn og góður gestur kemur í heimsókn. GARÐAKIRKJA | Hátíðarguðsþjónusta Rót- arýklúbbsins Görðum kl. 12.30. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir þjónar fyrir altari og organisti er Jóhann Baldvinsson. GRAFARVOGSKIRKJA | Útvarpsmessa kl. 11. Séra Grétar Halldór Gunnarsson prédikar og þjónar. Auður Hafsteinsdóttir leikur á fiðlu og Bryndís Gylfadóttir á selló. Organisti er Há- kon Leifsson og Barna- og unglingakór Graf- arvogskirkju og Kór Grafarvogskirkju leiða söng. Sunnudagaskóli kl. 11. Umsjón hafa Þóra Björg Sigurðardóttir og Hólmfríður Frostadóttir. Undirleikari er Stefán Birkisson. GRAFARVOGUR – kirkjuselið í Spöng | Selmessa kl. 13. Séra Sigurður Grétar Helga- son prédikar og þjónar. Organisti er Hilmar Örn Agnarsson og Vox Populi leiðir söng. GRENSÁSKIRKJA | Aðventumessa kl. 11. Kirkjukór Grensáskirkju og Ásta Haraldsdóttir leiða söng og flytja aðventutónlist. Messuhóp- ur þjónar ásamt fermingarfjölskyldum og sr. Maríu G. Ágústsdóttur. Heitt á könnunni fyrir og eftir messu. Samskotin renna til Hjálp- arstarfs kirkjunnar og einnig ágóði af sölu mál- verka Sigrúnar Sigurðardóttur frá Möðruvöll- um. Síðasta kyrrðarstund fyrir jól þri. 17. desember kl. 12. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili | Guðsþjónusta í umsjón Félags fyrrverandi þjón- andi presta kl. 14 í hátíðasal Grundar. Prestur er Sigfinnur Þorleifsson. Grundarkórinn leiðir söng undir stjórn Kristínar Waage organista. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Guðs- þjónusta kl. 11, prestur er Karl V. Matthías- son, kór Guðríðarkirkju syngur undir stjórn Hrannar Helgadóttur. Sunnudagaskóli í æsku- lýðsherbergi í umsjón Péturs Ragnhildarsonar. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Fjölskyldustund kl. 11. Barna- og unglingakórarnir flytja jóla- helgileik. Hljómsveit leikur. Sunnudagaskólinn tekur þátt í stundinni. Á eftir verður gengið í kringum jólatréð og jólasveinar kíkja í heimsókn. Kakó og piparkökur. Jólavaka við kertaljós kl. 20. Ræðumaður: Vil- borg Davíðsdóttir rithöfundur. Unglingakórinn og Barbörukórinn syngja aðventu- og jólalög. Flautuleikur. Kakó og piparkökur á eftir. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Hópur messuþjóna aðstoðar. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Um- sjón Barnastarfs Ragnheiður Bjarnadóttir og Rósa Árnadóttir. Jólatónleikar Schola cantor- um kl. 14. Fyrirbænaguðsþjónusta þriðjud. kl. 10.30. Árdegismessa miðvikud. kl. 8. Hádeg- istónleikar Schola cantorum 20. desember kl. 12. HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Kordía kór Háteigskirkju leiðir messusöng. Organisti er Guðný Einarsdóttir. Prestur er Eiríkur Jóhanns- son. Klukkan 17 sama dag. Aðventusöngvar við kertaljós. Aðventuhátíð Háteigssóknar. Ljóð og textar aðventunnar. Mikill almennur söngur. Málmblásarahópur og organisti kirkj- unnar leika undir almennan söng, Kordía kór Háteigskirkju syngur og leiðir safnaðarsöng- inn. Börn leika helgileik. Veitingar, ókeypis, í safnaðarsal eftir stundina í kirkjunni. ÍSLENSKA Kristskirkjan | Almenn sam- koma með lofgjörð, fyrirbænum og barnastarfi kl. 13. Kristleifur Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri Össurar prédikar. Heilög kvöld- máltíð í umsjón safnaðarprests. Kaffi að sam- verustund lokinni. Framhald verður á jólabasar unga fólksins og verður ýmislegt á boðstólum og margt tilvalið til jólagjafa. ÍSLENSKA kirkjan í Svíþjóð | Gautaborg. Sameiginleg guðsþjónusta ís- lenska og þýska kirkjustarfsins verður í Þýsku kirkjunni (Norra Hamngatan 16, 411 14 Göte- borg) sun. 15. des. kl. 11. Guðsþjónustan verður á sænsku, þýsku og íslensku. Íslenski kórinn í Gautaborg syngur undir stjórn Lisu Fröberg. Friðjón Axfjörð (Búi) syngur einsöng með kórnum. Orgelleik annast Dominik Göbel. Prestar eru Christoph Gamer og Ágúst Ein- arsson. Kirkjukaffi eftir guðsþjónustu. KEFLAVÍKURKIRKJA | Sunnudaginn 15. desember verður helgistund í Keflavíkurkirkju kl. 11. Arnór Vilbergsson organisti og félagar úr Kirkjukór Keflavíkurkirkju leiða söng. Séra Fritz Már segir jólasögu. KOLAPORTIÐ | Jóla-Kolaportsmessa kl. 14 í Kaffi Port. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir og Ragn- heiður Sverrisdóttir, djákni, leiða stundina. Sálmari spilar fyrir okkur jólalög og leiða al- mennan söng. Það er hægt að koma fyrir- bænaefnum til presta og djákna fyrir athöfn. Í lok stundarinnar verður fyrirbæn og smurning. KÓPAVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sjöfn Jóhannesdóttir, settur héraðsprestur, prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar í Kór Kópavogskirkju syngja undir stjórn Lenku Má- téová. LANGHOLTSKIRKJA | Fjölskyldusamvera kl. 11. Krúttakór Langholtskirkju syngur. Kátir jólasveinar koma í heimsókn, dansa með kirkjugestum í kringum tréð og færa börnunum glaðning. Guðbjörg Jóhannesdóttir sókn- arprestur leiðir stundina ásamt kórstjórum Krúttakórsins þeim Söru Gríms og Auði Guð- johnsen. LAUGARNESKIRKJA | Messa kl. 11. Kór Laugarneskirkju og Elísabet Þórðardóttir org- anisti. Sr. Davíð Þór Jónsson þjónar fyrir altari og prédikar. Sunnudagaskóli á meðan. Kaffi og samvera á eftir. 16.12. Gospelkvöld í Sal Sjálfsbjargar, Hátúni 12, kl. 20. 17.12. Kyrrðarkvöld með Arnari Eggert Thor- oddsen kl. 20. Kirkjan opnuð kl. 19.40. 18.12. Félagsmiðstöðin Dalbraut 18-20. Helgistund kl. 14. Afmælisveisla kl. 17. Opið hús í tilefni af 70 ára afmæli Laugarneskirkju. 19.12. Hásalurinn, Hátúni 10. Helgistund kl. 16. LÁGAFELLSKIRKJA | Litlu jól barnastarfsins kl. 11. Sr. Ragnheiður, Berglind og Þórður hafa umsjón með stundinni. Jólasögur og söngvar, bæn og gestir koma í heimsókn. LINDAKIRKJA í Kópavogi | Kirkjubrall kl. 11. Föndur og skemmtilegheit. Grjónagrautur í hádeginu. Aðventuhátíð Lindakirkju kl. 17 og 20. Upp- selt. NESKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Fé- lagar úr Kór Neskirkju syngja undir stjórn Stein- gríms Þórhallssonar. Prestur er Steinunn A. Björnsdóttir. Líf og fjör í sunnudagaskóla. Um- sjón Heba, Gunnar og Ari. Hressing og sam- félag á Torginu að lokinni messu og sunnu- dagaskóla. Aðventukvöld og ljósahátíð kl. 20. Kór Nes- kirkju syngur og leiðir söng. Fermingarbörn lesa ritningartexta og lýsa upp stundina. Dr. Ei- ríkur Bergmann prófessor flytur hugvekju. Hressing í safnaðarheimili að lokinni stund- inni. SAFNKIRKJAN í Árbæjarsafni | Aðventu- guðsþjónusta kl. 14. Sigrún Steingrímsdóttir organisti leiðir safnaðarsöng. Félagar úr Val- skórnum syngja jólalög. Prestur er Kristinn Ágúst Friðfinnsson. SALT kristið samfélag | Sameiginlegar sam- komur Salts og SÍK kl. 17 alla sunnudaga í Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58-60. Barnastarf. Túlkað á ensku. SELJAKIRKJA | Jólaball sunnudagaskólans kl. 11. Dansað verður í kringum jólatréð – og góðir gestir mæta í heimsókn með glaðning. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Ólafur Jóhann Borg- þórsson prédikar: Kór Seljakirkju leiðir söng. Organisti: Tómas Guðni Eggertsson. Tónleikar Karlakórsins Fóstbræðra kl. 17. Einsöngur: Sigríður Ósk Kristjánsdóttir. Undirleikinn ann- ast Tómas Guðni Eggertsson. Stjórnandi: Árni Harðarson. Ókeypis aðgangur. SELTJARNARNESKIRKJA | Fræðslumorg- unn kl. 10. Gústi guðsmaður. Sr. Sigurður Æg- isson segir frá bók sinni um Gústa guðsmann. Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar. Friðrik Vignir Stef- ánsson er organisti. Selkórinn syngur undir stjórn Oliver Kentish. Sveinn Bjarki og leiðtog- ar sjá um sunnudagaskólann. Kaffiveitingar og samfélag eftir athöfn í safnaðarheimilinu. SÓLHEIMAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 14 á þriðja sunnudegi í aðventu. Ester Ólafsdóttir organisti leiðir söng. Prestur er Kristján Valur Ingólfsson. VÍDALÍNSKIRKJA | Helgistund kl.11. Barn borið til skírnar og Matthildur Bjarnadóttir æskulýðsfulltrúi les jólaguðspjallið. Jólaball í safnaðarheimilinu. Davíð Sigurgeirsson leikur á gítar á meðan börnin ganga í kringum jóla- tréð. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Fjöl- skylduhátíð kl. 11 í umsjá Margrétar Lilju og Helgu Þórdísar. Kaffi, djús og smákökur á eftir. YTRI-Njarðvíkurkirkja | Aðventusamkoma kl. 17. Fram koma m.a. Tónlistarskóli Reykja- nesbæjar, Arnar Dór Hannesson og félagar úr kirkjukórnum munu leiða söng undir stjórn Stefáns H. Kristinssonar. Einnig mun Skúli Tómas Gunnlaugsson hjartalæknir vera með erindi. Meðhjálpari er Pétur Rúðrik Guðmunds- son. ORÐ DAGSINS: Orðsending Jóhannesar (Matt. 11) Morgunblaðið/Sigurður ÆgissonÞorgeirskirkja við Ljósavatn. Sími 564 6711 | thingvangur@thingvangur.is | thingvangur.is Veitingahús á á tveimur hæðum. Húsnæðið er glæsilega innréttað ásamt einstöku útiaðstöðu fyrir veitingasölu í Hjartagarðinum. Heildarstærð er 622,9 fm. Tækifæri til að tengja saman fjárfestingu og rekstur. Frekari upplýsingar hjá katrin@thingvangur.is eða í síma 820 6355. Til sölu er eitt fallegsta veitingahús Reykjavíkur KLAPPARSTÍGUR 28 OG 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.