Morgunblaðið - 14.12.2019, Blaðsíða 30
30 MESSURá morgun
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2019
AKUREYRARKIRKJA | Sunnudagaskóli í
Safnaðarheimilinu kl. 11. Umsjón hafa sr. Hild-
ur Eir Bolladóttir og Jón Ágúst Eyjólfsson.
AKURINN kristið samfélag | Samkoma kl.
14. Biblíufræðsla, söngur og bæn.
ÁRBÆJARKIRKJA | Jólaball Árbæjarkirkju og
Fylkis verður haldið 15. desember að lokinni
fjölskylduguðsþjónustu sem hefst kl. 11. Jóla-
sveinar líta inn með glaðning fyrir börnin. Krist-
ín Lára Torfadóttir syngur jólalög. Sr. Þór
Hauksson, Ingunn Björk Jónsdóttir djákni og
Sóley Adda Egilsdóttir leiða stundina. Birkir
Bjarnason leikur á flygilinn.
ÁSKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 í
umsjá Jóhönnu Maríu, Ingu Steinunnar og séra
Sigurðar. Jólabarnaball sunnudagaskólans í
Ási að guðsþjónustu lokinni. Ekki er að vita
nema Sveinki láti sjá sig.
Þetta verður síðasta fjölskylduguðsþjónusta
ársins, en barnastarfið hefst svo á nýjan leik
eftir áramót, hinn 12. janúar 2020.
BESSASTAÐASÓKN | Litlu jól sunnudaga-
skólans kl. 11 í Brekkuskógum 1. Gengið verð-
ur í kringum jólatréð, jólasveinar koma í heim-
sókn, ungir hljóðfæraleikarar spila fyrir okkur
og heitt súkkulaði verður í boði. Umsjón með
stundinni hafa Sigrún Ósk, Pétur, Þórarinn og
Guðmundur Jens ásamt fermingarbörnum
næsta vors.
BORGARPRESTAKALL | Messa í Borgar-
kirkju kl. 14. Organisti er Steinunn Árnadóttir.
Prestur er Þorbjörn Hlynur Árnason.
BREIÐHOLTSKIRKJA | Jólatré sunnudaga-
skólans og Alþjóðlega safnaðarins kl. 11.
Gengið í kringum jólatréð, jólasagan og jóla-
sveinar. Alþjóðlegi söfnuðurinn kl. 14. Prestur
er Toshiki Toma.
BÚSTAÐAKIRKJA | Jólasöngvar og helgi-
leikur kl. 11. Börn úr Fossvogsskóla flytja jóla-
guðspjallið í helgileik. Daníel Ágúst djákni, Sól-
ey og Pálmi. Jólasöngvar undir stjórn Jónasar
Þóris. Hressing í safnaðarsal eftir messuna.
DÓMKIRKJA Krists konungs, Landakoti |
Messa á sunnud. kl. 8.30 á pólsku, kl. 10.30
á íslensku, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku.
Virka daga kl. 18, og má. mi. og fö. kl. 8, lau.
kl. 18 er vigilmessa.
DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Prestur er El-
ínborg Sturludóttir, Dómkórinn og Kári Þormar
dómorganisti. Síðasti sunnudagaskólinn á
þessu ári. Norsk messa kl. 14. Prestur er Þor-
valdur Víðisson. Kári Þormar leikur á orgelið.
Æðruleysismessa kl. 20, prestar eru Elínborg
Sturludóttir og Fritz Már Jörgensson. Kristján
Hrannar leikur á flygilinn.
FELLA- og Hólakirkja | Jólaskemmtun
sunnudagaskólans kl. 11. Honum lýkur með
jólaballi. Góðir gestir koma í heimsókn og allir
fá glaðning.
FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Jólaball kirkjunnar
verður í Jólaþorpinu á Thorsplani kl. 11. Hljóm-
sveit kirkjunnar leiðir sönginn og góður gestur
kemur í heimsókn.
GARÐAKIRKJA | Hátíðarguðsþjónusta Rót-
arýklúbbsins Görðum kl. 12.30. Sr. Jóna
Hrönn Bolladóttir þjónar fyrir altari og organisti
er Jóhann Baldvinsson.
GRAFARVOGSKIRKJA | Útvarpsmessa kl.
11. Séra Grétar Halldór Gunnarsson prédikar
og þjónar. Auður Hafsteinsdóttir leikur á fiðlu
og Bryndís Gylfadóttir á selló. Organisti er Há-
kon Leifsson og Barna- og unglingakór Graf-
arvogskirkju og Kór Grafarvogskirkju leiða
söng.
Sunnudagaskóli kl. 11. Umsjón hafa Þóra
Björg Sigurðardóttir og Hólmfríður Frostadóttir.
Undirleikari er Stefán Birkisson.
GRAFARVOGUR – kirkjuselið í Spöng |
Selmessa kl. 13. Séra Sigurður Grétar Helga-
son prédikar og þjónar. Organisti er Hilmar Örn
Agnarsson og Vox Populi leiðir söng.
GRENSÁSKIRKJA | Aðventumessa kl. 11.
Kirkjukór Grensáskirkju og Ásta Haraldsdóttir
leiða söng og flytja aðventutónlist. Messuhóp-
ur þjónar ásamt fermingarfjölskyldum og sr.
Maríu G. Ágústsdóttur. Heitt á könnunni fyrir
og eftir messu. Samskotin renna til Hjálp-
arstarfs kirkjunnar og einnig ágóði af sölu mál-
verka Sigrúnar Sigurðardóttur frá Möðruvöll-
um. Síðasta kyrrðarstund fyrir jól þri. 17.
desember kl. 12.
GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili |
Guðsþjónusta í umsjón Félags fyrrverandi þjón-
andi presta kl. 14 í hátíðasal Grundar. Prestur
er Sigfinnur Þorleifsson. Grundarkórinn leiðir
söng undir stjórn Kristínar Waage organista.
GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Guðs-
þjónusta kl. 11, prestur er Karl V. Matthías-
son, kór Guðríðarkirkju syngur undir stjórn
Hrannar Helgadóttur. Sunnudagaskóli í æsku-
lýðsherbergi í umsjón Péturs Ragnhildarsonar.
HAFNARFJARÐARKIRKJA | Fjölskyldustund
kl. 11. Barna- og unglingakórarnir flytja jóla-
helgileik.
Hljómsveit leikur. Sunnudagaskólinn tekur
þátt í stundinni. Á eftir verður gengið í kringum
jólatréð og jólasveinar kíkja í heimsókn. Kakó
og piparkökur.
Jólavaka við kertaljós kl. 20. Ræðumaður: Vil-
borg Davíðsdóttir rithöfundur. Unglingakórinn
og Barbörukórinn syngja aðventu- og jólalög.
Flautuleikur. Kakó og piparkökur á eftir.
HALLGRÍMSKIRKJA | Messa og barnastarf
kl. 11. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og
þjónar fyrir altari. Hópur messuþjóna aðstoðar.
Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja.
Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Um-
sjón Barnastarfs Ragnheiður Bjarnadóttir og
Rósa Árnadóttir. Jólatónleikar Schola cantor-
um kl. 14. Fyrirbænaguðsþjónusta þriðjud. kl.
10.30. Árdegismessa miðvikud. kl. 8. Hádeg-
istónleikar Schola cantorum 20. desember kl.
12.
HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Kordía kór
Háteigskirkju leiðir messusöng. Organisti er
Guðný Einarsdóttir. Prestur er Eiríkur Jóhanns-
son. Klukkan 17 sama dag. Aðventusöngvar
við kertaljós. Aðventuhátíð Háteigssóknar.
Ljóð og textar aðventunnar. Mikill almennur
söngur. Málmblásarahópur og organisti kirkj-
unnar leika undir almennan söng, Kordía kór
Háteigskirkju syngur og leiðir safnaðarsöng-
inn. Börn leika helgileik.
Veitingar, ókeypis, í safnaðarsal eftir stundina
í kirkjunni.
ÍSLENSKA Kristskirkjan | Almenn sam-
koma með lofgjörð, fyrirbænum og barnastarfi
kl. 13. Kristleifur Kristjánsson, fram-
kvæmdastjóri Össurar prédikar. Heilög kvöld-
máltíð í umsjón safnaðarprests. Kaffi að sam-
verustund lokinni. Framhald verður á jólabasar
unga fólksins og verður ýmislegt á boðstólum
og margt tilvalið til jólagjafa.
ÍSLENSKA kirkjan í Svíþjóð |
Gautaborg. Sameiginleg guðsþjónusta ís-
lenska og þýska kirkjustarfsins verður í Þýsku
kirkjunni (Norra Hamngatan 16, 411 14 Göte-
borg) sun. 15. des. kl. 11. Guðsþjónustan
verður á sænsku, þýsku og íslensku. Íslenski
kórinn í Gautaborg syngur undir stjórn Lisu
Fröberg. Friðjón Axfjörð (Búi) syngur einsöng
með kórnum. Orgelleik annast Dominik Göbel.
Prestar eru Christoph Gamer og Ágúst Ein-
arsson. Kirkjukaffi eftir guðsþjónustu.
KEFLAVÍKURKIRKJA | Sunnudaginn 15.
desember verður helgistund í Keflavíkurkirkju
kl. 11. Arnór Vilbergsson organisti og félagar
úr Kirkjukór Keflavíkurkirkju leiða söng. Séra
Fritz Már segir jólasögu.
KOLAPORTIÐ | Jóla-Kolaportsmessa kl. 14 í
Kaffi Port. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir og Ragn-
heiður Sverrisdóttir, djákni, leiða stundina.
Sálmari spilar fyrir okkur jólalög og leiða al-
mennan söng. Það er hægt að koma fyrir-
bænaefnum til presta og djákna fyrir athöfn. Í
lok stundarinnar verður fyrirbæn og smurning.
KÓPAVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11.
Sjöfn Jóhannesdóttir, settur héraðsprestur,
prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar í Kór
Kópavogskirkju syngja undir stjórn Lenku Má-
téová.
LANGHOLTSKIRKJA | Fjölskyldusamvera kl.
11. Krúttakór Langholtskirkju syngur. Kátir
jólasveinar koma í heimsókn, dansa með
kirkjugestum í kringum tréð og færa börnunum
glaðning. Guðbjörg Jóhannesdóttir sókn-
arprestur leiðir stundina ásamt kórstjórum
Krúttakórsins þeim Söru Gríms og Auði Guð-
johnsen.
LAUGARNESKIRKJA | Messa kl. 11. Kór
Laugarneskirkju og Elísabet Þórðardóttir org-
anisti. Sr. Davíð Þór Jónsson þjónar fyrir altari
og prédikar. Sunnudagaskóli á meðan. Kaffi
og samvera á eftir.
16.12. Gospelkvöld í Sal Sjálfsbjargar, Hátúni
12, kl. 20.
17.12. Kyrrðarkvöld með Arnari Eggert Thor-
oddsen kl. 20. Kirkjan opnuð kl. 19.40.
18.12. Félagsmiðstöðin Dalbraut 18-20.
Helgistund kl. 14.
Afmælisveisla kl. 17. Opið hús í tilefni af 70
ára afmæli Laugarneskirkju.
19.12. Hásalurinn, Hátúni 10. Helgistund kl.
16.
LÁGAFELLSKIRKJA | Litlu jól barnastarfsins
kl. 11. Sr. Ragnheiður, Berglind og Þórður hafa
umsjón með stundinni. Jólasögur og söngvar,
bæn og gestir koma í heimsókn.
LINDAKIRKJA í Kópavogi | Kirkjubrall kl.
11. Föndur og skemmtilegheit. Grjónagrautur í
hádeginu.
Aðventuhátíð Lindakirkju kl. 17 og 20. Upp-
selt.
NESKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Fé-
lagar úr Kór Neskirkju syngja undir stjórn Stein-
gríms Þórhallssonar. Prestur er Steinunn A.
Björnsdóttir. Líf og fjör í sunnudagaskóla. Um-
sjón Heba, Gunnar og Ari. Hressing og sam-
félag á Torginu að lokinni messu og sunnu-
dagaskóla.
Aðventukvöld og ljósahátíð kl. 20. Kór Nes-
kirkju syngur og leiðir söng. Fermingarbörn
lesa ritningartexta og lýsa upp stundina. Dr. Ei-
ríkur Bergmann prófessor flytur hugvekju.
Hressing í safnaðarheimili að lokinni stund-
inni.
SAFNKIRKJAN í Árbæjarsafni | Aðventu-
guðsþjónusta kl. 14. Sigrún Steingrímsdóttir
organisti leiðir safnaðarsöng. Félagar úr Val-
skórnum syngja jólalög. Prestur er Kristinn
Ágúst Friðfinnsson.
SALT kristið samfélag | Sameiginlegar sam-
komur Salts og SÍK kl. 17 alla sunnudaga í
Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58-60.
Barnastarf. Túlkað á ensku.
SELJAKIRKJA | Jólaball sunnudagaskólans
kl. 11. Dansað verður í kringum jólatréð – og
góðir gestir mæta í heimsókn með glaðning.
Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Ólafur Jóhann Borg-
þórsson prédikar: Kór Seljakirkju leiðir söng.
Organisti: Tómas Guðni Eggertsson. Tónleikar
Karlakórsins Fóstbræðra kl. 17. Einsöngur:
Sigríður Ósk Kristjánsdóttir. Undirleikinn ann-
ast Tómas Guðni Eggertsson. Stjórnandi: Árni
Harðarson. Ókeypis aðgangur.
SELTJARNARNESKIRKJA | Fræðslumorg-
unn kl. 10. Gústi guðsmaður. Sr. Sigurður Æg-
isson segir frá bók sinni um Gústa guðsmann.
Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Sr.
Bjarni Þór Bjarnason þjónar. Friðrik Vignir Stef-
ánsson er organisti. Selkórinn syngur undir
stjórn Oliver Kentish. Sveinn Bjarki og leiðtog-
ar sjá um sunnudagaskólann. Kaffiveitingar og
samfélag eftir athöfn í safnaðarheimilinu.
SÓLHEIMAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 14 á
þriðja sunnudegi í aðventu. Ester Ólafsdóttir
organisti leiðir söng. Prestur er Kristján Valur
Ingólfsson.
VÍDALÍNSKIRKJA | Helgistund kl.11. Barn
borið til skírnar og Matthildur Bjarnadóttir
æskulýðsfulltrúi les jólaguðspjallið. Jólaball í
safnaðarheimilinu. Davíð Sigurgeirsson leikur
á gítar á meðan börnin ganga í kringum jóla-
tréð.
VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Fjöl-
skylduhátíð kl. 11 í umsjá Margrétar Lilju og
Helgu Þórdísar. Kaffi, djús og smákökur á eftir.
YTRI-Njarðvíkurkirkja | Aðventusamkoma
kl. 17. Fram koma m.a. Tónlistarskóli Reykja-
nesbæjar, Arnar Dór Hannesson og félagar úr
kirkjukórnum munu leiða söng undir stjórn
Stefáns H. Kristinssonar. Einnig mun Skúli
Tómas Gunnlaugsson hjartalæknir vera með
erindi. Meðhjálpari er Pétur Rúðrik Guðmunds-
son.
ORÐ DAGSINS:
Orðsending Jóhannesar
(Matt. 11)
Morgunblaðið/Sigurður ÆgissonÞorgeirskirkja við Ljósavatn.
Sími 564 6711 | thingvangur@thingvangur.is | thingvangur.is
Veitingahús á á tveimur hæðum. Húsnæðið er glæsilega innréttað ásamt
einstöku útiaðstöðu fyrir veitingasölu í Hjartagarðinum. Heildarstærð er
622,9 fm. Tækifæri til að tengja saman fjárfestingu og rekstur.
Frekari upplýsingar hjá katrin@thingvangur.is eða í síma 820 6355.
Til sölu er eitt fallegsta
veitingahús Reykjavíkur
KLAPPARSTÍGUR 28 OG 30