Morgunblaðið - 14.12.2019, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2019
SVIÐSLJÓS
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Vinnustofa Braga heitins Ásgeirs-
sonar listmálara og salarkynni þar
sem ýmis af listaverkum hans má
finna verða opnuð almenningi í dag.
Hvorttveggja er á
óvenjulegum
stöðum; vinnu-
stofa sem Bragi
hafði eru sal-
arkynni á 13. hæð
fjölbýlishússins í
Austurbrún 4 í
Reykjavík. Þar
hefur ekki verið
hreyft við neinu
frá því Bragi
gekk þar um en
hann lést vorið 2016. Trönur standa
enn uppi, bækur eru í hillum og á
borðum liggja skissur, litatúpur og
penslar. Ýmsar hugmyndir eru uppi
um framtíðarnot á vinnustofunni,
sem opin verður almenningi rétt eins
og geymsla með verkum Braga í
Sundaborg 4. Þar hefur listaverkum
hans nú verið komið fyrir. Nokkur
eru á veggjum í rúmgóðum salar-
kynnum en flest í rekkum og þar auð-
finnanleg.
„Bragi var tvímælalaust einn af
áhrifamestu listmálurum Íslendinga
og verður að mati þeirra sem best
þekkja til eitt af stóru nöfnunum. List
hans á því nú sem fyrr mikið erindi
við samtímann og mér finnst mik-
ilvægt að nafni hans og boðskap sé
haldið á lofti,“ segir Fjölnir Geir, son-
ur listamannsins.
Aðsetur fyrir listamenn
Fjölnir Geir, þekktur sem húðflúr-
ari, er eitt fimm barna Braga. Syn-
irnir eru fjórir og í þeirra hópi hefur
Fjölnir beitt sér fyrir því að list og
ævistarf föður þeirra verði nú gert al-
þjóð aðgengilegt á vegum Bragasona
ehf. Í eigu þess félags er meðal ann-
ars vinnustofan í Austurbrún sem
Bragi fékk þegar húsið var byggt árið
1961 og notaði uns yfir lauk.
Gísli Gíslason lögfræðingur hefur
verið Fjölni innan handar við að
koma listasetrinu á fót og tók á móti
blaðamanni í Austurbrún í vikunni.
Lyftan þaut á hraða eldingar upp há-
hýsið en frá efsta áfangastað hennar
eru nokkrar tröppur inn í veröld
Braga. „Útsýnið héðan er einstakt,
en ekki síður að hér skuli allt vera
óhreyft frá tímum Braga,“ segir Gísli.
„Þessa aðstöðu geta vafalaust ýmsir
nýtt sér. Ég sé fyrir mér að einhver
af þessum 72 íbúðum sem eru hér í
blokkinni yrði keypt sem aðsetur er-
lendra myndlistarmanna sem síðan
ynnu að sköpun sinni hér á 13. hæð.“
Fjölhæfni var sérstaða
Bragi Ásgeirsson stundaði listnám
sem ungur maður, bæði hér heima í
Kaupmannahöfn, Osló, München,
Róm og Flórenz. Eiginlegur ferill
hófst svo árið 1956 þegar Bragi hóf
kennslu við Myndlista- og hand-
íðaskóla Íslands sem hann sinnti um
árabil jafnhliða því sem hann vann að
listsköpun sinni og hélt sýningar oft
og víða. Þá var Bragi í áratugi list-
gagnrýnandi Morgunblaðsins auk
þess að skrifa margt annað gott í
blaðið.
„Sérstaða Braga sem listamanns
liggur einkum og helst í einstakri fjöl-
hæfni. Byrjaði í abstraktverkum, fór
síðan yfir í grafíkina og síðar ýmsa
aðra stíla. Var frjór og skapandi alla
tíð og fylgdist vel með straumum og
stefnum,“ sagði Fjölnir Geir um föð-
ur sinn sem fékk heilahimnubólgu níu
ára gamall og missti heyrn að öllu
leyti sem mótaði líf hans mjög.
„Nærvera pabba hér á vinnustof-
unni er mjög sterk,“ segir Fjölnir
þegar hann sest í stól föður síns á
vinnustofunni. „Þessi staður er okkur
öllum sem þekktum Braga mjög mik-
ilvægur. Og hingað kom hann flesta
daga, stóð við trönurnar og annað
sem þurfti. Vinnu listamannsins tók
hann mjög alvarlega og var mjög
skipulagður.“
Erindið við
samtímann
Vinnustofa Braga Ásgeirssonar opn-
uð almenningi Listasetur í Sunda-
borg Stórt nafn Frjór og skapandi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sundaborg Abstraktverk og grafík í fallega lýstum sýningarsalnum.
Austurbrún Vinnustofa Braga er sem undraveröld. Á veggjum eru listaverk af ýmsum toga og á borðum eru skissur og litir, rétt eins og listamaðurinn skildi við staðinn þegar hann lést árið 2016.
Bragi
Ásgeirsson
Eftir Braga Ásgeirsson liggja
hundruð listaverka, sem öll hafa
verið skráð og sett í örugga
geymslu. Þau verða þar til sýnis,
en einhver verða leigð út eða
seld í fyllingu tímans til þess að
standa straum af kostnaði við að
halda vinnustofunni í horfinu og
starfrækja sýningaraðstöðuna
sem listakonan Nini, Hrafnhildur
Guðmundsdóttir, hefur haft veg
og vanda af að skipuleggja og
setja verkin upp. Þá verður útbú-
in heimasíða undir nafni lista-
mannsins. Í Sundaborg verður
snemma á næsta ári haldin sýn-
ing á erótískum verkum Braga,
en kvenlíkamanum brá oft fyrir í
myndum hans.
„Allar götur frá tímum Forn-
Grikkja hefur konan verið mál-
urum hugleikin og fyrir 350 ár-
um skapaðist hefð fyrir því í Evr-
ópu að mála konur vegna þess
hvað þær hafa margbrotinn lík-
ama … Konan er alltént þyngd-
arpunkturinn í tilverunni. Lífið
heldur áfram í líkama hennar,“
sagði Bragi í viðtali við Morg-
unblaðið árið 2013. – Áformað er
svo að heildstæð sýning á verk-
um Braga verði haldin árið 2021 í
tilefni af því að þá hefði hann
orðið níræður. Eru hugmyndir og
vilji til þess að sú sýning verði þá
í einhverjum af stærri og virtari
myndlistarsölum bæjarins.
Tvær sýningar
eru áformaðar
HUNDRUÐ VERKA BRAGA
Friðriksmót
Landsbankans,
Íslandsmótið í
hraðskák, fer
fram í útibúi
Landsbankans
við Austurstræti
í dag, laugardag-
inn 14. desem-
ber. Mótið hefst
kl. 13 og stendur
til 16:30-17:00.
Áhorfendur eru velkomnir.
Nokkrir af sterkustu skákmönn-
um þjóðarinnar hafa skráð sig til
leiks, en alls verða þátttakendur
um 100 talsins. Tímamörkin eru
3+2 og tefldar eru þrettán umferð-
ir.
Þetta er sextánda árið í röð sem
Landsbankinn og Skáksamband Ís-
lands standa fyrir Friðriksmótinu í
skák, en mótið er haldið til heiðurs
Friðriki Ólafssyni, fyrsta stórmeist-
ara Íslendinga. Margir af sterkustu
stórmeisturum landsins hafa und-
anfarin ár teflt á mótinu. Jóhann
Hjartarson stórmeistari sigraði á
mótinu í fyrra. sisi@mbl.is
Teflt til
heiðurs
Friðriki
Friðrik
Ólafsson
Íslandsmótið í
hraðskák háð í dag
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
VETRARSKÓR
PIANO
18.995KR.20.995KR.