Morgunblaðið - 14.12.2019, Blaðsíða 51
MENNING 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2019
Franski píanóleikarinn Yann Ber-
tolin leikur verk sem heyrast sjald-
an eftir J.S. Bach, L.V. Beethoven,
F. Chopin, C. Debussy, I. Albeniz,
O. Messian og E. Piaf kl. 12.15 á
morgun í Hannesarholti. Einnig
flytur hann stutt tónverk eftir sjálf-
an sig fyrir sex hendur. Í upphafi
tónleikanna les Ármann Reynisson
vinjettuhöfundur sögu um hvernig
leiðir þeirra félaga lágu saman í
París og í hléi les hann þrjár sögur
eftir sjálfan sig.
Píanisti Yann Bertolin kemur fram.
Vinjettutónleikar
í Hannesarholti
Vegna mikillar
eftirspurnar hef-
ur verið ákveðið
að bæta við fjór-
um aukasýn-
ingum á Matt-
hildi á Stóra sviði
Borgarleikhúss-
ins í janúar.
„Söngleikurinn
var frumsýndur í
mars og hefur
verið sýndur tæplega 80 sinnum.
Samkvæmt áætlun átti sýningum
að ljúka nú í desember en til að
koma á móts við áðurnefnda eftir-
spurn tókst að bæta við fjórum sýn-
ingum og verður lokasýningin því
sunnudaginn 19. janúar,“ segir í til-
kynningu frá leikhúsinu.
Síðustu aukasýn-
ingar á Matthildi
Fríða Hugljúfa og
Matthildur.
Pétur Gunnarsson rithöf-undur hefur ítrekað á ferl-inum, í skáldverkum, ræðuog riti, fjallað um Halldór
Laxness og þau áhrif sem verk nób-
elsskáldsins höfðu á hann. „… ef ein-
hver var ofurölvi af HKL þá var það
ég,“ hefur hann sagt. Og þegar Pét-
ur sendir nú frá sér bók undir heit-
inu HKL – Ástarsaga býst maður
ósjálfrátt við því að nú sé höfund-
urinn snjalli að fjalla um þá ástar-
sögu. Og vissu-
lega hefst
frásögnin á þeim
nótum. Þar segir
frá þeirri lífs-
reynslu árið 1988
þegar Pétur átti
erindi á Gljúfra-
stein að hitta
átrúnargoðið í
fyrsta sinn og það
fór illa – enda Halldór þá farinn að
glíma við alvarleg minnisglöp.
En þótt Pétur blandi sjálfum sér
með áhugaverðum og notalegum
hætti inn frásögnina, í því sem hann
kallar leit sína að Halldóri, þá er
hann að segja okkur þroskasögu
skáldsins. Enn eina, kunna menn að
segja, og ekki að ástæðulausu. Því
doðrantar hafa verið skrifaðir um líf
Halldórs. Pétur hefur áður skrifað
heillandi sögur um Þórberg Þórðar-
son, annan stórmeistara bókmennta
okkar á síðustu öld, og rökrétt að
hann snúi sér nú að Halldóri. En hin
raunverulega saga Þórbergs var að
mörgu leyti lítið þekkt og sterk sú
tilfinning að Halldóri hafi hins vegar
verið gerð fullgóð skil – en bókin
leiðir í ljós að svo er í raun ekki. Því
HKL – Ástarsaga er mjög vel lukk-
uð og forvitnileg, ekki síst það
hvernig dregin er upp mynd af
skáldinu sem kynveru. Ungum
manni sem á í glímu við langanir sín-
ar og leikur sér, á stundum á kald-
lyndan og afar eigingjarnan hátt, að
ástum kvenna.
Eftir hina illa lukkuðu fyrstu
heimsókn Péturs til Halldórs á
Gljúfrasteini notar hann með snjöll-
um hætti ferðalag sitt vegna sjón-
varpsþáttagerðar í klaustrið í Cler-
vaux í Luxemborg og til Taormínu á
Sikiley til að fjalla um mótunarár
Halldórs, tímann þegar hann skrif-
aði fyrstu bækurnar og sprakk út
sem höfundur með Vefaranum mikla
frá Kasmír. Pétur er hlýlegur farar-
stjóri sem gjörþekkir efniviðinn, og
leiðir okkur lesendur með öruggum
hætti í fótspor skáldsins um leið og
hann segir allrahanda skemmtisög-
ur og fræðir, veltir hinu og þessu
fyrir sér sem átti sér stað í lífi
skáldsins á hverjum tíma, skáldsins
sem átti sér stóra drauma um frama
í heimi bókmennta og kvikmynda.
Og konurnar leika hér stór hlutverk.
Halldór var rétt tvítugur þegar hon-
um var vísað frá New York-borg
sökum peningaleysis, hrökklaðist til
baka til Danmerkur og settist upp á
fjölskyldu fjarskyldrar frænku. Þar
var íslensk vinnukona, Málfríður
Jónsdóttir, sem Halldór barnaði.
Lét sig svo hverfa. En seinni hluti
bókarinnar hverfist, auk umfjöllunar
um glímu Halldórs við skáldskapinn,
einkum um ástarsambönd hans við
þrjár aðrar konur, Ingu Laxness,
Sólveigu Straumland Pétursdóttur
og Valgerði Einarsdóttur – Völu.
Í frásögninni veltir Pétur ýmsu
fyrir sér og er fallega einlægur, eins
og þegar hann lítur yfir farinn veg
og aðdáun sína á Halldóri og verkum
hans. Við komuna í klaustrið skilur
hann að þar hafði Halldór fundið
ákjósanlegan stað til að skrifa en
trúaráhugann tengdi hann hins veg-
ar ekki við: „Í leit minni að Halldóri
hafði ég getað lifað mig inn í flesta
áfanga á ferli hans – nema þann
kaþólska – skírnarmyndin af Hall-
dóri í hvítum kyrtli haldandi á áln-
arlöngu kerti minnti mig ævinlega á
krakka sem ætlar að fara að slá kött-
inn úr tunnunni.“ (76) Þá sviðsetur
hann oft snilldarlega, til að mynda
atburði sem áttu sér stað í Unuhúsi
við Garðastræti, en um það merkis-
hús segir hann á einum stað:
„Hugsa sér allt sem hefur átt sér
stað á þessum lófastóra bletti, það
var hér sem Bréf til Láru var próf-
arkalesið og hér var það sem Vef-
arinn mikli leiti dagsins ljós. Ættu
ekki bókelskir vegfarendur að varpa
sér flötum og kyssa stéttina þegar
þeir eiga leið hjá Unuhúsi?“ (156)
Ástkonurnar þrjár fá hver sinn
kafla og skáldið unga og eigingjarna
kemur ekki vel út úr þeirri frásögn.
Ekki síst hvernig hann kom fram við
Völu, hjúkrunarkonuna sem elskaði
hann, eins og bréf sýna, og hélt hon-
um uppi í Kaliforníu en á sama tíma
skiptist hann á ástarbréfum við hin-
ar. Svo sigldi Halldór heim, skildi við
Völu í sárum og orti við brottförina
ljóðið með línunni frægu „því okkur
var skapað að skilja“.
Áður en Pétur lokar hring bókar-
innar með frásögn af seinni og betur
lukkuðum fundi þeirra Halldórs á
Gljúfrasteini greinir hann frá því
hvernig skáldið hafi á gamals aldri
skrifað kynnin af Völu alveg út úr
endurminningum sínum – „enn ein
sönnun þess hve sjálfsævisagan er
ævinlega ritstýrð – já ritskoðuð – út-
gáfa þess sem var“. (214) Pétur velt-
ir fyrir sér afstöðu Völu til skáldsins
síðar á ævinni. „Tók hún svari Hall-
dórs þegar deilt var á hann og um
hann?“ (218) spyr hann og hvort
yfirhöfuð einhver hafi vitað um sam-
band þeirra, annar en íslensk sam-
starfskona Völu. En svarið við því
liggur fyrir, veit ég: fjölskylda henn-
ar vissi. Því héraðslæknirinn bróðir
Völu þoldi aldrei að heyra á Halldór
minnst, manninn sem hafði komið
svo illa fram við systur hans.
Og Pétri auðnast í HKL – Ástar-
sögu að drífa okkur með í enn eitt
ferðalagið í söguheim Halldórs Lax-
ness, skáldskap og veruleika.
Því okkur var skapað að skilja
Ævisaga
HKL – Ástarsaga bbbbn
Eftir Pétur Gunnarsson
JPV forlag, 2019. Innb., 239 bls.
EINAR FALUR
INGÓLFSSON
BÆKUR
Morgunblaðið/Eggert
Fararstjórinn Í sögunni sem Pétur Gunnarsson kallar leit sína að Halldóri
Laxness er hann að segja okkur þroska- og ástarsögu skáldsins.
Skírnarmyndin „… minnti mig
ævinlega á krakka sem ætlar að
fara að slá köttinn úr tunnunni.“
ICQC 2020-2022
Nánari
upplýsingar um
sýningartíma
á sambíó.is