Morgunblaðið - 14.12.2019, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 14.12.2019, Blaðsíða 46
46 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2019 70 ára María ólst upp í Vesturbæ Reykjavíkur en býr í Garðabæ. Hún er leikskólakennari að mennt frá 1970 og vann síðustu árin hjá Hjallastefnunni. Maki: Sævar Jónsson, f. 1950, viðskiptafræðingur og fyrrver- andi framkvæmdastjóri Loftorku. Börn: Jón Gunnar, f. 1973, Ásmundur, f. 1974, Atli, f. 1981, og Jóhanna, f. 1985. Barnabörnin eru orðin átta. Foreldrar: Jóhanna Þorvaldsdóttir, f. 1926, d. 1979, húsmóðir, og Gunnar Sig- urðsson, f. 1920, d. 2000, kennari í Austurbæjarskóla. María Gunnarsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú stendur eins og klettur í öllu því róti sem í kringum þig er. Leystu fyrst þinn vanda og þá leysist allt hitt í kjölfarið. 20. apríl - 20. maí  Naut Það er áhugamál hjá þér að vera á réttum stað. Tækifærin sem þú færð krefj- ast orku, þér finnst það í góðu lagi. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það er svo margt sem smáu hlut- irnir gefa. Vertu opin/n fyrir því sem má betur fara, örlítil breyting getur haft gíf- urleg áhrif. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Ígrundaðu á hvaða hátt þú getur bætt heilsuna í dag. Gakktu ekki á bak orða þinna. Það fjölgar í fjölskyldunni. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þótt þér finnist þú hafa alla hluti á hreinu ertu samt ekki viss um hvaða skref þú átt að stíga næst. Stundum er best að hafa sem fæst orð um hlutina. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Láttu það ekki slá þig út af laginu þótt þú mætir einhverjum hindrunum. Smá óhapp hendir þig, en ekkert til að hafa áhyggjur af. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það er eins og allt sé á öðrum end- anum og þú verður að taka á honum stóra þínum til að kippa hlutunum í lag. Gerðu glöggan greinarmun á raunveruleika og draumum. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Sættið ykkur við það að stund- um getur maður ekki gert nema eitt í einu. Fáðu þína nánustu í lið með þér og þá heppnast allt vel. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Sambönd sem ganga vel og ánægjulega með lítilli fyrirhöfn geta orðið eins og sjálfsagður hlutur. Það er gott að muna að barnið vex en brókin ekki. Þarf ekki að kíkja á þau mál fyrir jólin? 22. des. - 19. janúar Steingeit Þín bíður eitthvað stórt og spennandi. Þér finnst það gaman í vinnunni að það veldur deilum á heimilinu. Reyndu að lægja öldurnar og breyta um takt. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Dagurinn í dag gengur út á málamiðlanir og samningaviðræður. Skipu- lag er allt sem þú þarft þessa dagana. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þig langar mest til þess að eyða deginum í félagsskap vina og gera eins lítið og mögulegt er. Allt sem gerist í dag virðist búa þig undir það sem koma skal á nýju ári. Skeljungs 2001-2009, stjórnarmaður í Teris 2011, stjórnarformaður Afls – Sparisjóðs 2012-2014 og stjórnar- formaður Mílu ehf. 2013-2014. Hann var varaformaður stjórnar Eim- skips hf. 2013-2014, varaformaður stjórnar KNI (Grænlandi) 2013- 2014 og stjórnarmaður Securitas 2015. Hann var einnig stjórn- armaður í Samtökum atvinnulífsins, Samtökum verslunar og þjónustu og Samtökum fjármálafyrirtækja auk þess að sitja í stjórnum fjölda annarra hlutafélaga í atvinnurekstri sem standa á tímamótum eða hafa lent í áföllum eða rekstrarerf- iðleikum vegna breyttra forsenda. Einnig fyrirtækjum sem eru að stíga sín fyrstu skref, þar koma reynsla mín, þekking og sambönd oft að góðu haldi.“ Gunnar var stjórnarformaður Tryggingamiðstöðvarinnar 2007- 2009, stjórnarmaður í Glitni 2006- 2007, varaformaður stjórnar P/F Föroya Shell 2007-2009, stjórnar- maður í Eskju hf. 2006-2009, stjórn- armaður í dóttur- og systurfélögum G unnar Karl Guðmunds- son fæddist 14. desem- ber 1959 í Reykjavík og ólst þar til sjö ára ald- urs og fluttist svo til Neskaupstaðar ásamt fjölskyldu sinni. „Ég fer reglulega þangað og fór á hverju ári ásamt bræðrum mínum á Neistaflug þar til fyrir skemmstu.“ Gunnar gekk í Melaskólann og Barnaskólann í Neskaupstað, varð stúdent frá Menntaskólinn á Laugarvatni 1979 og lauk BS-gráðu í hagfræði, með stærðfræði sem aukagrein, frá Ohio University 1984. Hann stundaði þar meistaranám til ársloka 1985. Gunnar starfaði hjá Útvegsbanka Íslands 1979-1981, var deildarstjóri og staðgengill fjármálastjóra hjá Rafmagnsveitum Reykjavíkur, síðar Orkuveitu Reykjavíkur, 1986-1987. Hann hóf síðan störf hjá Skeljungi og var deildarstjóri hagdeildar 1988- 1993, forstöðumaður innkaupa og áhættustýringar 1993-1998, fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs 1998- 2003, aðstoðarforstjóri 2000-2003 og forstjóri maí 2003 til júní 2009. „Ég var þarna lungann af starfsævinni og eftirminnilegir menn sem ég vann með eins og Kristinn heitinn Björnsson sem var mikill vinur minn og góður lærifaðir.“ Gunnar tók síðan við sem forstjóri MP banka hf. skömmu eftir hrun og var þar frá júní 2009 til júlí 2011. „Þetta var á miklum tímamótum, en MP banki var eini bankinn sem lifði hrunið af og það var mikil lífs- reynsla að stýra banka við þessar aðstæður. Þarna voru allir keppi- nautarnir komnir með hreinsaða efnahagsreikninga og sóttu á okkur á meðan við þurftum að kljást við eftirlitsstofnanir og slitastjórnir sem virtust hafa það eitt að markmiði að fella bankann. Þetta tók á.“ Síðan þá hefur Gunnar að mestu sinnt ráðgjafar- og stjórnarstörfum en hann var líka framkvæmdastjóri Mílu ehf. 2014-2015 áður en Míla varð dótturfélag Símans. „Ég rek núna tímabundið fyrirtæki sem heit- ir Einar Ágústsson og hef gert það í eitt ár. Mín verkefni hafa verið fólg- in í að koma að rekstri fyrirtækja og nýsköpun. Má þar nefna Invec- tor, Fiskeldi Eyjafjarðar, og hann var formaður Sundabakka og Útgerðarfélags Vestmannaeyja. „Ýmist hef ég sest í stjórnir fyrir- tækja sem hafa tengst mínum störf- um eða hluthafar hafa valið mig og sýnt mér það traust að sitja í stjórnum fyrirtækja þeirra.“ Gunnar er núna formaður FOIS, færeysk-íslenska viðskiptaráðsins. „Þar erum við að liðka fyrir við- skiptum milli landanna og það er mjög gefandi að taka þátt í því, en stundum blossa upp erjur eins og oft gerist á milli náinna aðila. Rifj- ast upp þegar ég starfaði innan Shell-samstæðunnar að þrátt fyrir góð og náin samskipti systurfélaga var harkan oft gríðarleg þegar upp komu ágreiningsmál, miklu harðari en sambærileg mál gagnvart keppi- nautum,“ en tengsl Gunnars við Færeyjar hófust þegar Skeljungur keypti færeyska Shell 2007. Gunnar hefur áhuga á útivist, íþróttum og veiði. „Ég hef samt dregið úr veiðinni, er aðallega núna að njóta náttúrunnar og fræðast um landið. Það bregður alltaf upp nýrri mynd þegar maður bregður sér á hálendið en ég hef mjög gaman af Gunnar Karl Guðmundsson, rekstrarráðgjafi og framkvæmdastjóri – 60 ára Brúðkaup Bogi Agnar, Gunnar Karl, brúðhjónin Örn og Katla Lovísa, Hrefna Lovísa og Rósa árið 2018. Aðstoðar fyrirtæki á tímamótum Á hálendinu Gunnar í jeppaferð í Leppistungum á Hrunamannaafrétti. 40 ára Arnrún er Húsvíkingur en býr í Reykjavík. Hún er fé- lagsráðgjafi að mennt frá Háskóla Íslands og vinnur sem slíkur hjá Reykjavíkurborg. Maki: Aðalbjörg Birna Jónsdóttir, f. 1983, leikskólakennari á Laufásborg. Börn: Unnar Steinn, f. 2011, og Arney Sunna, f. 2018. Foreldrar Sveinn Pálsson, f. 1947, fyrr- verandi verkamaður, og Margrét Hösk- uldsdóttir, f. 1959, leiðbeinandi á leik- skóla. Þau eru búsett á Laugum í Reykjadal. Arnrún Sveinsdóttir Til hamingju með daginn Reykjavík Arney Sunna Aðal- bjargar Arnrúnardóttir fæddist 15. febrúar 2018 á LSH. Hún vó 3.682 g og var 52 cm löng. Foreldrar hennar eru Arnrún Sveinsdóttir og Aðalbjörg Birna Jónsdóttir. Nýr borgari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.