Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.02.2020, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 05.02.2020, Qupperneq 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —3 0 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R M I Ð V I K U D A G U R 5 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 HE ILBRIG ÐISM ÁL Karlmaður á tíræðisaldri er talinn hafa látist í voveif legu slysi á Kirkjuhvoli, hjúkrunar- og dvalarheimili aldr- aðra á Hvolsvelli, um miðjan janú- ar. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er talið að slysið hafi orðið með þeim hætti að fataskápur féll á manninn þegar hann reyndi að reisa sig á fætur inni á herbergi sínu. Af leiðingarnar voru þær að maðurinn slasaðist illa og lést hann af sárum sínum. Heimildir Fréttablaðsins herma að sérstaklega sé talið ámælisvert að fataskápurinn hafi ekki verið tryggður með festingum auk þess sem skápurinn var á hjólum, sem gerði hann mögulega ótryggari. Eins og skylt er samk væmt lögum um alvarleg atvik, sem vald- ið hafa eða geta valdið sjúklingum alvarlegu tjóni, var málið tilkynnt Landlæknisembættinu. Það stað- festir Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, og að málið sé í rannsókn. „Við munum fara yfir þau gögn sem liggja fyrir í málinu og óska eftir frekari upp- lýsingum frá stjórnendum ef þess þarf,“ segir Kjartan Hreinn. Varðandi möguleg úrræði í mál- inu segir Kjartan Hreinn að Land- læknisembættið rannsaki öll slík tilkynnt alvarleg atvik með það að markmiði að draga af þeim lærdóm, leita úrbóta og tryggja þannig að slík atvik eigi sér ekki aftur stað. Ólöf Guðbjörg Eggertsdóttir, hjúkrunarforstjóri Kirkjuhvols, segist ekki geta tjáð sig um einstök mál en að hjúkrunarheimilið muni aðstoða Landlæknisembættið við rannsókn málsins í hvívetna. Í ársskýrslu Landlæknisembætt- isins frá árinu 2018 er greint frá því að skráðum alvarlegum óvæntum atvikum hafi fjölgað stöðugt síðast- liðin ár. Árið 2017 voru þau 29 en 45 árið 2018. Tekið er fram í skýrslunni að líklega sé þó um bætta skráningu á atvikum að ræða vegna vitundar- vakningar en ekki raunaukningu á óvæntum atvikum. R angárþing eyst ra  sér u m rekstur Kirkjuhvols en hann hófst þann 1. mars 1985. Heimilismenn á Kirkjuhvoli eru 30 talsins. Hjúkr- unarrými eru 28 og dvalarrými tvö. – bþ, kkg Rannsaka dauðsfall á dvalarheimili Alvarlegt atvik á hjúkrunarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli var tilkynnt til Landlæknisembættisins um miðjan janúar. Talið er að maður á tíræðisaldri hafi látist eftir að fataskápur féll á hann í herbergi hans. Skápurinn var á hjólum og var ekki veggfastur. Við munum fara yfir þau gögn sem liggja fyrir í málinu og óska eftir frekari upplýsingum frá stjórnendum ef þess þarf. Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis Krónan mælir með! Bestar núna! Það var hátíðleg stund þegar Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, og Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri tóku skóf lustungu að nýbyggingu á Alþingisreit í gær. Það markaði upphaf framkvæmda við 6.000 fermetra nýbyggingu Alþingis. Þar verða skrifstofur þingmanna, aðstaða fyrir þingf lokka, fundarherbergi nefnda, ráðstefnuaðstaða og margt f leira. Kostnaður er áætlaður um 4,4 milljarðar króna. Þetta er mesta framkvæmd á vegum Alþingis í 140 ár, eða allt frá því að sjálft Alþingishúsið var reist á árunum 1880–1881. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.