Fréttablaðið - 05.02.2020, Síða 4

Fréttablaðið - 05.02.2020, Síða 4
Það er ekkert víst að við förum í útboð heldur bara semjum við einhvern sem getur tekið að sér að sjá um eldhúsið og sjá um þrif á herbergjum og allt það. Drífa Hjartar­ dóttir, formaður stjórnar Skál­ holts N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n h ú s g a g n av e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Komið og skoðið úrvalið K371 sófi Fáanlegt í leðri og tauáklæði, margir litir 3ja sæta 2ja sæta og stólar Opið virka daga 11-18 laugardaga 11-15 ÞJÓÐKIRK JAN „Það vantar meiri starfsemi og við þurfum að nýta þann tíma sem kirkjan er ekki að nota,“ segir Drífa Hjartardóttir, formaður stjórnar Skálholts, sem hefur fengið heimild kirkjuráðs til að bjóða út rekstur Skálholtsskóla. Drífa segir það hins vegar óná­ kvæmni í fundargerð kirkjuráðs að tala um að bjóða eigi út rekstur Skálholtssskóla. „Þetta er aðeins hluti af starf­ seminni í Skálholti,“ undirstrikar Drífa um þann þátt sem koma eigi í hendur einkaaðila. Stjórn Skálholts sjái áfram algjörlega um skólann sjálfan, námskeiðahald og slíkt. „Það er ekkert víst að við förum í útboð heldur bara semjum við ein­ hvern sem getur tekið að sér að sjá um eldhúsið og sjá um þrif á her­ bergjum og allt það. Sá aðili getur þá nýtt sér þá dauðu daga sem kirkjan er ekki að nota,“ útskýrir formaður stjórnarinnar. „Það eru göt í almanakinu. Þá er svo gott finnst mér – ég er mikið fyrir einkarekstur – að fá einka­ aðila til þess að reyna að af la sér tekna með því að að fá fólk til að koma á staðinn. Ef sá sem er að reka þetta fær eitthvað fyrir sinn snúð þá reynir hann það,“ útskýrir Drífa áfram. Við afgreiðslu málsins í kirkju­ ráði sem er æðsta stjórn Skálholts bókaði Axel Árnason Njarðvík, héraðsprestur í Suðurprófasts­ dæmi, einn af sex fundarmönnum andstöðu gegn tillögunni. Annar kirkjuráðsmaður til viðbótar sat hjá. „Ég tel þetta rangt,“ segir Axel við Fréttablaðið. „Við eigum að gera allt annað en að koma þessu í hendur einkaaðila. Það er sagt að Skálholt sé móðir allra kirkna á Íslandi og það er í verkahring Þjóðkirkjunnar að reka í Skálholti kirkjulega mið­ stöð sem gagnast landi og þjóð.“ Axel bendir á að þannig hafi verið búið um hnútana frá því árið 1963 er Alþingi samþykkti lög um afhendingu á Skálholtsstað til Þjóð­ kirkjunnar. „Þetta er ekki eins og hvaða hótel sem er í landinu. Þetta er mennta­ stofnun og það á að hafa þarna trúarlega uppbyggingu. Rekstur­ inn í Skálholti er kannski þungur sem slíkur en hann hefur meðgjöf til þess að geta rekið kirkjulegan menningar­ og helgistað,“ segir héraðspresturinn í Suðurprófasts­ dæmi. Drífa tekur fram að ekkert sé enn ákveðið þótt áðurnefnd heimild kirkjuráðs sé fengin. Til stóð að stjórn Skálholts ræddi málið á fundi í gær en fundinum var frestað. Í stjórninni sitja auk Drífu séra Óskar H. Óskarsson, sóknar­ prestur í Hruna, og Sólborg Lilja Steinþórsdóttir hótelstjóri. gar@frettabladid.is Áforma útboð í Skálholtsskóla með grænu ljósi frá kirkjuráði Stjórn Skálholts fékk heimild kirkjuráðs til að bjóða út rekstur í Skálholtsskóla til einkaaðila. Formaður stjórnarinnar segir að bæta þurfi nýtinguna á dauðum tímum. Héraðsprestur Suðurprófastsdæmis lagðist gegn málinu í kirkjuráði. Hann segir reksturinn kannski þungan en að hann njóti þó meðgjafar. Stjórn Skálholts sér áfram um námskeið en vill að einkafyrirtæki annist eldhús og þrif. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Allar nýjustu fréttir og blað dagsins eru fáanleg á www.frettabladid.is MANNRÉTTINDI Landsréttarmálið verður f lutt munnlega í yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu í dag klukkan 9.15 að staðartíma í Strassborg. Sautján dómarar munu hlýða á mál annars vegar kærand­ ans Guðmundar Andra Ástráðs­ sonar, sem Vilhjálmur Hans Vil­ hjálmsson flytur, og hins vegar vörn íslenska ríkisins f lutta af breska lögmanninum Tim Otty og Fann­ eyju Rós Þorsteinsdóttur, settum ríkislögmanni. Hvor málsaðili fær tíu mínútur til málflutnings og tíu mínútur að auki til að bregðast við ræðu gagnaðila og til að svara fyrirspurnum dómsins. Upptaka af málflutningnum verður tiltæk á vef dómstólsins síðar í dag. Tugir Íslendinga eru nú í Strass­ borg til að fylgjast með málf lutn­ ingnum auk málf lytjendanna sjálfra. Óskað hefur verið eftir því að fólk mæti snemma vegna þess Sigríður og Arnfríður hlýða á málflutning í Strassborg Sigríður Andersen, fyrrverandi dómsmála- ráðherra. hve margir áhorfendur hafa pantað sæti en færri komust að en vildu til að hlýða á málflutninginn. Meðal þeirra eru Arnfríður Einarsdóttir sem skipuð var dómari við Lands­ rétt þrátt fyrir að vera ekki meðal þeirra fimmtán sem dómnefnd taldi hæfasta til að hljóta skipun í réttinn. Landsréttarmálið er sprott­ ið af því að Arnfríður dæmdi mál Guðmundar Andra í Landsrétti og ekki var orðið við kröfu um að hún viki sæti. Þá afstöðu kærði Guð­ mundur Andri fyrst til Hæstaréttar og svo til Mannréttindadómstóls Evrópu, sem dæmdi honum í vil í mars í fyrra. Arnfríður hefur ekki tekið þátt í dómstörfum við Lands­ rétt frá því dómur MDE féll. Hún er nú í launuðu leyfi frá réttinum. Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, verður einn­ ig viðstödd málf lutninginn. Hún óskaði eftir meðalgönguaðild að málinu á þeim grundvelli að þungar sakir væru bornar á persónu hennar í málflutningi kærandans en dóm­ stóllinn synjaði beiðninni. – aá 1 Ís lendingur í hálf gerðu „stofu fangelsi“ í Peking vegna kóróna veirunnar Snorri Sigurgeirsson, Íslendingur í Peking, lýsir því í samtali við Fréttablaðið hvernig kínversk stjórnvöld hafa brugðist við útbreiðslu kóróna­ veirunnar svokölluðu. 2 Skóla stjóri Haga skóla gengur í upp vaskið í verk- fallinu Starfs menn mötu neytisins í Haga skóla lögðu niður störf klukkan 12.30 í gær og tók skóla­ stjóri þá við störfum þeirra svo ekki þyrfti að farga há degis mat skóla barna. 3 Verk fall hefur mis mikil á hrif á for eldra: „Gríðar lega ó líkt milli leik skóla“ Verk falls að gerðir Eflingar hafa mis mikil á hrif á for eldra leik skóla barna þar sem eðli leg starf semi heldur á fram á ein hverjum deildum á meðan öðrum verður lokað. 4 Segir flug ferðir ekki ó vininn í bar áttunni gegn lofts- lags breytingum Flugvallarstjóri Heathrow telur að baráttan gegn loftslagsbreytingum eigi ekki að snúast um það að fá fólk til að hætta að fljúga. 5 Búið að spara þrjár millj-ónir plastpoka eftir plast- pokabannið Krónan hefur sparað 3.372.000 plastpoka frá því að plastpokabannið tók gildi þann 1. júlí árið 2019. LÖGREGLUMÁL Lögreglustjórinn á Vesturlandi hefur lokið rannsókn sinni á Hval hf. vegna verkunar án yfirbyggingar árin 2013 til 2015. Telur embættið að fyrirtækið hafi með háttsemi sinni gerst brotlegt við reglugerð frá árinu 2009. Engu að síður vill lögreglustjórinn ekki hefja saksókn með vísan til 146. greinar laga um meðferð sakamála, þar eð umfang málsins sé ekki í samræmi við þá refsingu sem vænta má og að almannahagsmunir krefj­ ist ekki málshöfðunar. Eins og Fréttablaðið greindi frá í desember hefur lögreglustjórinn í tvígang horfið frá rannsókn og vísað til þess að MAST færi með eftirlitið. Ríkissaksóknari, sem telur Hval hf. hafa brotið lög, hefur ógilt þær ákvarðanir og falið lögreglu­ stjóranum að rannsaka málið á ný. Málið hófst í ágúst árið 2018 þegar náttúruverndarsamtökin Jarðarvinir kærðu Hval fyrir að hafa gerst brotlegan á umræddu tímabili, en síðan hefur reglugerðinni verið breytt. Jarðarvinir hyggjast kæra úrskurð lögreglustjórans enn á ný og krefjast þess að saksókn verði hafin. – khg Lögreglustjórinn telur Hval brotlegan Mál Hvals gengur á milli Ríkissaksóknara og lögreglu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Hvalur hf. var kærður fyrir að hafa verkað hval- kjöt árin 2013 til 2015 án yfirbyggingar. 5 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.