Fréttablaðið - 05.02.2020, Síða 11
Frá degi til dags
Halldór
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRAR: Davíð Stefánsson david@frettabladid.is, Jón Þórisson jon@frettabladid.is,
MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is
LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Háværar
deilur um
niður-
stöðuna sem
stjórn RÚV
kynnti í
síðustu viku
benda fyrst
og fremst
til þess
að innan
stjórnarinn-
ar vantaði
eitthvað upp
á grund-
vallarþekk-
ingu á eðli
fjölmiðla.
Reykjavíkur-
borg þarf að
vera leiðandi
í því samtali
til að tryggja
hagsmuni
borgarbúa
allra.
Sunna Karen
Sigurþórsdóttir
sunna@frettabladid.is
Vegna nálægðar okkar hvers við annað og vegna þess hve samofin sveitarfélög eru lífi og starfi okkar sem búum á höfuðborgarsvæðinu
þurfum við að reka verkefni saman í gegnum byggða-
samlög. Í rekstri þessara félaga eigum við ekki að láta
stjórnmál leiða okkur áfram, heldur góða stjórnar-
hætti.
Nýlega hafa komið fram alvarlegar ábendingar
Innri endurskoðunar Reykjavíkur, vegna gas- og jarð-
gerðarstöðvar Sorpu. Vegna þeirra er mikilvægt að
hefja strax endurskoðun stofnsamninga og eigenda-
stefnu allra byggðasamlaga á höfuðborgarsvæðinu
hjá landshlutasamtökunum okkar, Samtökum
sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH). Á síðasta
aðalfundi SSH hvatti ég til slíkrar endurskoðunar
sem myndi leiða til betri stjórnarhátta og eftirlitsum-
hverfis og benti meðal annars á að núverandi fyrir-
komulag ýtir undir óstöðugleika og áhættu. Stöðugar
breytingar á stjórnum gerir það til dæmis að verkum
að þekking og innsýn stjórnar er takmörkuð en völd
starfsmanna aukast á kostnað stjórnar.
Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í gær, í þver-
pólitískri sátt, að beina því til SSH að farið verði yfir
skipulag og stjórnarhætti allra byggðasamlaganna.
Tryggja þarf hagsmuni og aðkomu þeirra sveitarfélaga
sem eiga aðild að byggðasamlögunum og bera ábyrgð
á rekstri þeirra. Í endurskoðun á stofnsamningum og
eigendastefnu þarf einnig að skerpa hlutverk, umboð
og ábyrgð stjórna byggðasamlaganna. Nú þegar er
verið að móta nýja eigandastefnu Reykjavíkurborgar
og nýja eigendastefnu í stjórn Faxaflóahafna, í þver-
pólitísku samstarfi og getur sú vinna verið ákveðinn
grunnur fyrir byggðasamlögin.
Í mörg horn er að líta, eins og hvort setja þurfi skýrar
hæfisreglur um þá sem kosnir eru til stjórnarstarfa, líkt
og Innri endurskoðun leggur til. Einnig er sjálfsagt að
horfa til lýðræðislegs umboðs, í samræmi við ábend-
ingar Innri endurskoðunar, og skoða hlut stjórnar-
manna Reykjavíkurborgar í samræmi við íbúafjölda og
meirihlutaeign. Reykjavíkurborg þarf að vera leiðandi
í því samtali til að tryggja hagsmuni borgarbúa allra.
Meira gagnsæi og ábyrgð
Þórdís Lóa
Þórhallsdóttir
oddviti Viðreisn-
ar og formaður
borgarráðs
Þekking á fjölmiðlum og fjölmiðlun er eitthvað sem ætla mætti að ætti að vega þungt hjá þeim sem fær það hlutverk að ráða í stöðu útvarps-stjóra. Stjórn RÚV stóð því frammi fyrir vanda-sömu verkefni þegar velja þurfti úr hópi fjölda
hæfra umsækjenda sem ætlast er til að búi yfir víðtækri
reynslu og ekki síður þeim eiginleika að geta skapað
traust utan um þá sameign þjóðarinnar sem stofnunin
vissulega er.
Háværar deilur um niðurstöðuna sem stjórn RÚV
kynnti í síðustu viku benda fyrst og fremst til þess að
innan stjórnarinnar vantaði eitthvað upp á grund-
vallarþekkingu á eðli fjölmiðla. Stjórnin varpaði skugga
á ráðningarferlið og þá sjálfa sig um leið og hún tók
einhliða ákvörðun um að ganga þvert á reglur stofnunar-
innar um hið svokallaða gagnsæi sem hún kennir sig við.
Reglum var breytt eftir hentisemi og ákvæði í per-
sónuverndaryfirlýsingu RÚV fellt úr gildi þegar aðrir
fjölmiðlar bentu á að það gengi í berhögg við stefnu RÚV
að birta ekki nöfn umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra.
Vinnubrögð sem ekki geta talist nokkrum fjölmiðli
sæmandi enda er það hreinlega ein frumskylda fjölmiðla
að veita hinu opinbera aðhald og ganga á eftir því að það
fari að lögum.
Fjörutíu og einn sótti um starf útvarpsstjóra. Valið
stóð að endingu á milli tveggja karlmanna en frum-
kvöðlastarf annars þeirra á samfélagsmiðlum gerði
hann að lokum fremstan meðal jafningja. Sá hafði stýrt
lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um árabil og var
megintilgangur þessa frumkvöðlastarfs að bæta ímynd
lögreglunnar með breytingum á upplýsingagjöf hennar
til fjölmiðla og þar með almennings. Slitið var á sam-
skipti við fjölmiðla og lögreglan sá í framhaldinu um
að segja fréttir af sjálfri sér í gegnum samfélagsmiðla.
„Við gerðum kröfu um samfélagsmál og það er mikið
samfélagsmál að stjórna Facebook,“ sagði Kári Jónasson,
stjórnarformaður RÚV, í samtali við RÚV.
Ummæli stjórnarformannsins sæta nokkurri furðu
enda munu þessar breytingar á upplýsingagjöf lög-
reglunnar seint teljast heillaspor í heimi fjölmiðla, og
hafa blaðamenn allar götur síðan barist fyrir bættum
samskiptum við lögregluna. Sömuleiðis telst það ekki
til fréttamennsku að segja fréttir af sjálfum sér – og er
raunar skýrt brot á siðareglum blaðamanna. Það ætti
stjórn RÚV, fjölmiðils í almannaþágu, að vita og virða.
Þar fyrir utan heyrist hvergi neitt ákall um frekari virkni
RÚV á samfélagsmiðlum.
Hér er ekki efast um hæfi nýs útvarpsstjóra heldur
stjórnar RÚV því framganga hennar hefur litlu skilað
öðru en auknu vantrausti á stofnunina. Það mun reynast
stjórninni erfitt að uppfylla hlutverk sitt ef hvorki traust
né grundvallarþekking er til staðar. Á tímamótum sem
þessum ætti að endurskoða og skilgreina hlutverk fjöl-
miðilsins og það er verkefni sem nýr stjórnandi ætti að
taka föstum tökum. Vonandi farnast nýjum útvarps-
stjóra vel í starfi.
Stjórn í
eigin skugga
Endurritun
Gunnar Smári gerir atlögu að
endurritun sögunnar þegar
hann segir Þjóðarsáttarsamn-
ingana hafa markað upphaf
mesta niðurlægingarskeiðs
verkalýðshreyfingarinnar og
lengi á eftir hafi hreyfingin í
engu sinnt kröfum verkafólks.
Við hin teljum flest það til gæfu
að tekin hafi verið upp skynsam-
legri vinnubrögð við kjarasamn-
inga. 1980-1989 hækkuðu laun
um 1.300% en verðlag um tæp
1.500%. Kaupmáttur minnkaði,
fyrirtækin urðu örmagna, póli-
tíkin ráðalaus og verðbólgan lék
verst þá fátæku. Því er skiljan-
legt að mörgum fyrrverandi
verkalýðsforkólfum sárni.
Hreppurinn
Samkvæmisleikur minnstu
sveitarfélaganna, hreppanna,
byrjar hægt enda hrepparar
ósáttir við þvingað hjónaband
við kaupstaði. Allir þurfa að vera
komnir í hjónasæng árið 2026
ella ráðin tekin af þeim. Sá fjöl-
mennasti, Hrunamannahreppur,
telur 800 sálir, vel undir marki
ráðherrans. Verður þá enginn
hreppur eftir. Enginn hrepps-
stjóri, hrepparígur eða hrepps-
ómagar. Það er óneitanlega leitt
að missa orðið úr tungunni. Eins
og þegar við misstum amtið árið
1904. Í f ljótu bragði virðist ein
leið til að bjarga hreppnum. Að
sameina höfuðborgarsvæðið í
einn Reykjavíkurhrepp.
kristinnhaukur@frettabladid.is
5 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R10 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN