Fréttablaðið - 05.02.2020, Page 14

Fréttablaðið - 05.02.2020, Page 14
Við stefnum á að halda áfram á þeirri vegferð og byggja alla umræðu á gögnum og bestu þekkingu sem völ er á hverju sinni. SALA FASTEIGNA SÍÐAN 1957 Grensásvegur 11 Sími 588 9090 www.eignamidlun.is Um er að ræða fullbúinn veitingastað með öllum helstu tækjum, staðsettur í Lava Center á Hvolsvelli. Um 160 þúsund manns fóru um miðstöðina 2019 og því miklir möguleikar fyrir veitingarekstur, verslun og kaffihús á staðnum. ÓSKAÐ ER EFTIR REKSTRARAÐILA FYRIR VEITINGASAL Í LAVA CENTER Frekari upplýsingar veitir Guðlaugur I. Guðlaugsson, löggiltur fasteignasali, í síma 864 5464 / gudlaugur@eignamidlun.is Landsvirkjun hélt á dögunum opinn morgunverðarfund, þar sem fjallað var um raforku- verð og samkeppnishæfni Íslands, auk nýjustu strauma á norrænum raforkumörkuðum. Ásamt erinda okkar kynnti sérfræðingur alþjóð- lega greiningarfyrirtækisins CRU vandaða greiningu á stöðu álmark- aða á heimsvísu og samkeppnis- hæfni íslensks áliðnaðar. Af hálfu Samtaka iðnaðarins hefur komið fram gagnrýni á þær upp- lýsingar sem komu fram um sam- keppnisstöðu íslenska orkugeirans og þeirra stórnotenda sem hér starfa á alþjóðlegum mörkuðum. Samkeppnishæfni raforkuverðs Raforkusamningar Landsvirkjunar eru gerðir á viðskiptalegum for- sendum. Það þýðir að verð í þeim þarf að vera yfir kostnaðarverði fyrirtækisins og samkeppnishæft fyrir viðskiptavini okkar, en stór- notendur á Íslandi starfa almennt á hörðum alþjóðlegum samkeppnis- markaði. Viðskiptagreining Landsvirkj- unar vaktar samkeppnishæfni fyr- irtækisins og stöðu á samkeppnis- mörkuðum reglulega. Í því felst m.a. að skoða raforkumarkaði og samkeppnisstöðu okkar viðskipta- vina á þeim mörkuðum þar sem þeir starfa. Við mat á samkeppnis- hæfni er stuðst við ýmis gögn, t.d. opinber gögn um verðþróun á upp- boðsmörkuðum í Evrópu (mikil- vægt að miða ekki við punktstöðu þar sem raforkuverð getur sveiflast mikið erlendis), skýrslur erlendra greiningaraðila og samtöl við ráð- gjafa. Við leggjum áherslu á að skoða málin heildrænt, byggja á raunverulegum gögnum og horfa ekki til jaðartilfella sem eiga ekki við um markaðinn í heild. Dæmi um þetta er samanburður á raforkukostnaði lítilla stórnotenda á Norðurlöndunum. Evrópska hag- stofan, Eurostat, birtir slík gögn og eru nýjustu aðgengilegu gögnin í dag fyrir árið 2018. Sé meðalkostn- aður stórnotenda sem nota 10-20 MW borinn saman við þau verð sem Landsvirkjun býður í nýjum samningum í dag og gjaldskrá Landsnets fyrir flutning kemur í ljós að raforkukostnaðurinn er lægstur á Íslandi. Raforkuverð var 20-30% lægra á Íslandi en hinum Norður- löndunum og f lutningskostnaður um helmingi lægri á Íslandi en í Danmörku og Finnlandi, en sam- bærilegur við Svíþjóð og Noreg. Opinber gjöld eru svo lægst á Íslandi og í Noregi. Séu sambærileg gögn skoðuð fyrir almennan markað, þ.e. heimili og fyrirtæki, þá kemur í ljós að raforkukostnaður á Íslandi var í öllum tilfellum lægstur. Áskoranir og opinber inngrip á mörkuðum Landsvirkjun fylgist grannt með stöðu alþjóðlegra samkeppnis- markaða Íslands. Allt bendir til þess að raforkuverð á Íslandi sé samkeppnishæft á viðskiptalegum forsendum. Við leitumst ávallt við að horfa á heildarmynd samkeppn- innar en ekki sértilfella og raforku- sölu sem ekki fer fram á markaðs- forsendum. Undanfarið hafa sérstakir þættir haft áhrif á raforkumarkaði á Norð- urlöndunum sem rýra tímabundið samkeppnisstöðu raforkusölu til stórnotenda á Íslandi. Dæmi um það eru beinir ríkisstyrkir stjórn- valda, t.d. í Noregi, til vissra stór- notenda til að lækka raforkukostn- að þeirra. Árið 2019 námu þessir ríkisstyrkir rúmlega 20 milljörðum íslenskra króna í Noregi. Annað dæmi eru niðurgreiðslur til vindorkuvera sem selja niður- greidda raforku í mörgum tilfellum til stórnotenda. Stjórnvöld víða um heim hafa ráðstafað gríðarlegum fjármunum til þessara styrkja, en Alþjóðaorkumálastofnunin áætlar að árlegir styrkir til vindorku- verkefna í heiminum séu um 6.000 milljarðar íslenskra króna. Það er rúmlega tvöföld landsframleiðsla Íslands. Á Íslandi eru engar opinberar niðurgreiðslur til nýrra eða eldri raforkuverkefna. Því má segja að þessi inngrip erlendra stjórnvalda á frjálsa markaði hafi óbein áhrif á íslenska markaðinn og veiki hlut- fallslega stöðu innlendra orku- fyrirtækja. Þessi stuðningur er þó almennt á undanhaldi, en vindorka er að nálgast það að vera samkeppn- ishæf án ríkisstyrkja og núverandi ríkisstyrkjakerfi stórnotenda í Evrópu rennur út í árslok 2020 og er óvissa um framhald þess í Noregi. Krafa um aukið gegnsæi Við sem störfum á orkumarkaði f innum fyrir auknum kröfum um bætta upplýsingagjöf. Við hjá Landsvirkjun höfum tekið þetta til okkar og bætt upplýsingagjöf og fræðslu, m.a. með opnum fundum um raforkumarkaði og útgáfu skýrslu um viðskipti með raforku á Íslandi, en skýrslan er aðgengileg öllum á heimasíðu okkar, lands- virkjun.is. Við stefnum á að halda áfram á þeirri vegferð og byggja alla umræðu á gögnum og bestu þekk- ingu sem völ er á hverju sinni. Sérstaða íslenskrar orku á alþjóðlegum mörkuðum Sveinbjörn Finnsson sérfræðingur í viðskiptagrein- ingu Valur Ægisson forstöðumaður viðskiptagrein- ingar Leiðari Fréttablaðsins 17. janúar, undir yfirskriftinni „Hóf leg krafa“ ber keim af orðfæri og hugsunarhætti kapítalista, þeirra sem telja rétt að auðmenn hirði arð og þeir einir hafi hagsmuni. Eru ríkisbankarnir á sjálfstýringu? Bankar eru hjarta hagkerfis okkar, dæla blóði um æðar þess. Skiljan- lega svíður auðmönnum sárt að öf lugustu bankar landsins séu árum saman í eigu almennings. Þeim finnst hagnaður Íslandsbanka óeðlilega lítill, var 10,6 milljarðar árið 2018, fer heldur lækkandi. Þó nógur til þess að sjóðurinn okkar, ríkissjóður, fékk 5,3 milljarða í arð af þessum eina banka það ár. Kap- ítalistar hefðu viljað sjá enn meiri arð, og að honum væri sópað ofan í vasa auðmanna sem vita ekki aura sinna tal. En meðan við – almenn- ingur – eigum bankann fer mest af þessum auði í að reka hér mennta-, heilsugæslu- og velferðarkerfi – og veitir ekki af. Ritstjórinn segir að bankarnir „… hafa verið reknir sumpart á sjálfstýringu í of langan tíma, án aðkomu nokkurra virkra eigenda með hagsmuni undir hverju þurfi að breyta og hvað bæta …“ Sem sannur talsmaður kapítalista telur hann Bankarnir okkar Þorvaldur Örn Árnason einn af eig- endum Lands- bankans og Íslandsbanka auðmenn eina vera „virka eigendur“ sem hafi hag af arðbærum rekstri. Hann skilur ekki að samfélagið getur gert hlutina á ábyrgan hátt. Við sem byggjum þetta land getum verið „virkir eigendur“ banka. Við kjósum fulltrúa til að gæta okkar hagsmuna – í rekstri bankanna okkar sem öðru. Ef full- trúar okkar standa sig ekki rekum við þá í næstu kosningum og veljum aðra sem við teljum að muni gæta okkar sameiginlegu hagsmuna betur. Ritstjórinn bendir á að bankarnir hafa verið að segja upp starfsfólki, en það er eðlileg afleiðing stórauk- innar tölvuvæðingar bankastarf- semi, sem sparar vinnuafl. Selja eða eiga áfram? Brennd af bankahruni höfum við, eigendur bankanna, hert öryggis- kröfur, m.a. aukið eigið fé þeirra, þó það minnki ögn arðsemina. Við höfum sett öryggið á oddinn. Við, sem höfum átt bankana frá hruni, höfum sýnt ábyrgari rekstur en kapítalistarnir sem áttu þá árin fyrir hrun og keyrðu í þrot með hamslausri græðgi. En ritstjórinn kvartar undan rekstrarumhverfi bankanna og að arðurinn sé ekki nógur. Hvers vegna? Vegna þess að hann virðist líta á það sem hvert annað náttúrulögmál að bank- arnir verði seldir auðmönnum. Því „ættu stjórnir ríkisbankanna, Íslandsbanka og Landsbankans, að leggja sitt af mörkum við að bæta reksturinn og þrýsta á frekari ráð- stafanir svo arðsemin verði ásætt- anleg í aðdraganda fyrirsjáanlegs söluferlis …“ . Nútíma bankar eru í raun eitt af veitukerfum samfélagsins og eiga að vera undir stjórn okkar, almenn- ings, ekki á valdi gírugra kapítalista sem nota þá í glæfralegar tilraunir til að skara eld að eigin köku. Full- trúarnir sem við kjósum til að stýra þeim standa sig mis vel og eru mis heiðarlegir, en við getum hafnað þeim í næstu kosningum og valið aðra til að takast á við verkefnið. Við höfum undirtökin ef við kunn- um að nýta lýðræðisrétt okkar og samtakamátt. 100 USD/MWst 75 50 25 Ísland Noregur Svíþjóð Finnland Danmörk ✿ Meðalraforkukostanður stórnotenda á Norðurlöndunum árið 2018 n Raforka n Flutningur og dreifing n Opinber gjöld S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 13M I Ð V I K U D A G U R 5 . F E B R Ú A R 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.