Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.02.2020, Qupperneq 19

Fréttablaðið - 05.02.2020, Qupperneq 19
Það skiptir markað- inn máli hver fjárfestingargeta og eftir- spurn lífeyrissjóðanna er á hverjum tíma. Arnar Ingi Jóns- son, greinandi í hagfræðideild Landsbankans 10.000 20.000 20.000 40.000 30.000 60.000 40.000 80.000 50.000 100.000 60.000 70.000 m. kr. 140.000 120.000 24 .01 20 20 29 .01 20 20 03 .02 20 20 08 .02 20 20 13 .02 20 20 18 .02 20 20 23 .02 20 20 28 .02 20 20 04 .03 20 20 09 .03 20 20 14 .03 20 20 19 .03 20 20 24 .03 20 20 n Greiðsluflæði n Uppsafnað ✿ Greiðsluflæði af skuldabréfum á fyrsta ársfjórðungi ÞAÐ TEKUR AÐEINS UM 30 SEK. AÐ SKIPTA UM POKA Paxxo Longopac flokkunarkerfið er byltingarkennd lausn í sjálærri flokkun. Paxxo er sænskur framleiðandi í fremstu röð á sínu sviði í heiminum. Rekstrarland | Vatnagörðum 10 | 104 Reykjavík | Söluver 515 1100 | rekstrarland.is COMMERZ H: 100 cm B: 107,5 cm D: 44 cm MINI BULLET H: 86 cm B: 38 cm D: 20 cm LONGOSTAND MINI H: 100 cm B: 107,5 cm D: 44 cm 132.230 KR. VERÐ ÁÐUR 188.900 KR. 27.923 KR. VERÐ ÁÐUR 39.890 KR. 9.023 KR. VERÐ ÁÐUR: 12.890 KR. SJÁLFBÆR FLOKKUN SORPS ER KRAFA OPIÐ ALLA VIRKA DAGA KL. 8–1730% AFSLÁTTUR AF STÖNDUM Í FEBRÚAR Ætla má að allt að 120 milljarðar k r ón a r e n n i til f járfesta á s k u l d a b r é f a -markaði vegna af borgana og vaxtagreiðslna af skuldabréfum á fyrstu þremur mánuðum ársins. Stórir gjalddagar, einkum á skuldabréfaflokki Lands- virkjunar og óverðtryggðum ríkis- bréfaflokki, eru fram undan. Því til viðbótar munu á sama tíma renna tugir milljarðar króna, mögulega allt að fimmtíu milljarðar króna, til fjárfesta á hlutabréfa- markaði vegna arðgreiðslna og endurkaupa skráðra félaga. Útlit er fyrir að greiðslur af borg- ana og vaxta af skuldabréfum muni nema umtalsvert hærri fjárhæð í ár en sem nemur fyrirhuguðum skuldabréfaútgáfum samkvæmt þeim áætlunum sem þegar hafa verið gefnar út fyrir árið. Þann- ig má gróflega áætla að allt að 250 milljarðar króna verði greiddir í af borganir og vexti af skuldabréf- um á þessu ári á meðan gert er ráð fyrir skuldabréfaútgáfum fyrir 135 til 155 milljarða króna. Viðmælendur Markaðarins á fjár- málamarkaði benda á að umræddar greiðslur til fjárfesta séu til þess fallnar að blása lífi í hérlenda verð- bréfamarkaði. Fjármunirnir leiti enda að stórum hluta aftur inn á markaðina. Stór hluti greiðslnanna, nærri helmingur, fer til lífeyrissjóðanna og þá má áætla að nokkrir millj- arðar króna renni til erlendra fjár- festa. Afgangurinn, um helmingur fjárhæðarinnar, fer svo til annarra fjárfesta og má þar meðal annars nefna verðbréfasjóði, trygginga- félög og banka. „Lífeyrissjóðirnir hafa vegna stærðar sinnar mikil áhrif á mark- aðinn og því skiptir það markaðinn máli hver fjárfestingargeta og eftir- spurn þeirra er á hverjum tíma. Það á ekki síst við í þeim tilfellum þegar þeir horfa fram á aukið innstreymi, til dæmis vegna stórra af borgana á skuldabréfum,“ segir Arnar Ingi Jónsson, greinandi í hagfræði- deild Landsbankans, í samtali við Markaðinn. Hrafn Steinarsson, sérfræðingur í markaðsviðskiptum Arion banka, segir að fram undan séu þungir gjalddagar á tveimur skuldabréfa- flokkum. Þannig megi búast við því að alls um 120 milljarðar króna falli á gjalddaga á fyrsta ársfjórðungi. Það sé óvenju mikið á einum fjórð- ungi en þurfi þó ekki endilega að Allt að 120 milljarðar fara til fjárfesta Óvenju háar fjárhæðir, um 120 milljarðar, verða greiddar í afborganir og vexti af skuldabréfum á fyrstu þremur mánuðum ársins. Stórir gjalddagar eru fram undan. Nær helmingur greiðslnanna rennur til lífeyrissjóða. Gæti blásið lífi í hérlenda verðbréfamarkaði. Útlit er fyrir að greiðslur afborgana og vaxta af skuldabréfum muni nema umtalsvert hærri fjárhæð á þessu ári en sem nemur fyrirhuguðum skuldabréfaútgáfum, ef miðað er við útgefnar útgáfuáætlanir. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR skipta sköpum fyrir f læði á skulda- bréfamarkaðinum þegar litið er til ársins í heild. Óverðtryggði ríkisbréfaflokkur- inn RIKB 20 0205 fellur í gjalddaga í dag og verða þá greiddir ríflega 62 milljarðar króna með vöxtum til skuldabréfaeigenda. Í seinni hluta mars fellur svo skuldabréfaflokkur Landsvirkjunar, LAND 05 1, í gjald- daga og greiðir orkufyrirtækið þá tæplega 29 milljarða króna til eig- enda skuldabréfsins. Sjóvá er í þeim hópi en fjárfesting tryggingafélags- ins í bréfinu var metin á tæplega fjóra milljarða króna í bókum þess í lok september í fyrra. Er skulda- bréfaeignin langsamlega stærsta einstaka fjárfestingareign Sjóvár eða um ellefu prósent af eignasafni félagsins. Allt í allt má gera ráð fyrir að hátt í 120 milljarðar króna verði greiddir í af borganir og vexti af skuldabréf- um á fyrsta fjórðungi þessa árs. Við bætast svo tugir milljarða króna vegna arðgreiðslna og endurkaupa félaga á hlutabréfamarkaði, eins og áður sagði. Umræddar greiðslur gætu leitt til aukinnar eftirspurnar á skulda- og hlutabréfamarkaði, að sögn við- mælenda Markaðarins, en þeir benda á að þegar séu merki um mikla eftirspurn eftir skuldabréf- um. Til marks um það bárust tilboð upp á alls 25,3 milljarða króna að nafnverði í ríkisbréfaflokkinn RIKB 21 0805 í útboði í síðustu viku og er það hæsta fjárhæð móttekinna til- boða sem borist hafa í útgáfu ríkis- skuldabréfa frá árinu 2010. Svigrúm fyrir fyrirtækjaútgáfu Hrafn segist búast við því að aðstæður til skuldabréfaútgáfu verði hagstæðar í ár. Útgáfa fyrir- tækjabréfa geti notið góðs af því. „Útgáfa sértryggðra skuldabréfa hefur einnig verið að dragast saman síðustu ár og er minni í ár en í fyrra. Það gæti mögulega skapað meiri svigrúm fyrir fyrirtækjaútgáfu,“ nefnir hann. Eins og áður sagði gera útgefnar áætlanir ráð fyrir skuldabréfaút- gáfum upp á allt að 155 milljarða króna í ár. Við þá fjárhæð munu svo bætast útgáfur sveitarfélaga, fast- eignafélaga og annarra fyrirtækja. Aðspurður um áhrif aukins inn- streymis til lífeyrissjóðanna segir Arnar Ingi að spurningin snúist að miklu leyti um hvernig sjóðirnir ráðstafi jafnan því fé sem renni til þeirra. „Hvernig ætla þeir sér til dæmis að haga útlánum sínum til heimila? Hvernig meta þeir stöðu sína á erlendum mörkuðum? Og svo framvegis. Það er ekki endi- lega svo að fjármunir sem renna til þeirra vegna af borgana á skulda- bréfum fari allir inn á hlutabréfa- markaðinn.“ Hvað varðar f læði á hlutabréfa- markaðinum segir Arnar Ingi að fjárfestingar erlendra fjárfesta, svo sem tímasetning þeirra og umfang, skipti miklu máli. „Við höfum séð að þegar þeir koma inn á markað- inn af miklum krafti getur það haft talsverð jákvæð áhrif á virðið á markaðinum.“ Almennt segir Arnar Ingi það for- sendu fyrir heilbrigðum markaði að breiður hópur fjárfesta, stofnana- fjárfesta og einstaklinga, taki þar þátt. Virk skoðanaskipti séu til þess fallin að auka skilvirkni markaðar- ins. kristinningi@frettabladid.is Vinnur gegn markmiðum peningastefnunnar ÍL-sjóður, sem sér um um- sýslu og úrvinnslu eigna og skulda gamla Íbúðalánasjóðs, keypti umtalsverðan hluta af 27 milljarða króna víxlaútgáfu ríkisins í síðustu viku, samkvæmt viðmælendum Markaðarins á fjármálamarkaði. Þeir benda á að útgáfan, en kjörin í henni voru 0,4 prósentustigum yfir markaðsvöxtum, kunni að vera til þess fallin að draga úr áhrifum aðgerða Seðlabankans, sem ákvað síðasta haust að fækka þeim aðilum sem geta átt viðskiptareikning í bankanum, og vinna gegn markmiðum peninga- stefnunnar. Seðlabankastjóri hefur sagt að með því að fækka þeim sem geta átt í viðskiptum við bankann sé verið að reyna að örva hagkerfið og fjármálakerfið. Sjóðurinn er talinn hafa fært umtalsverða fjármuni inn á innlánsreikninga í bönkunum síðasta haust en um mitt síðasta ár námu innlán hans í Seðlabank- anum um 80 milljörðum. Með því að geyma fé sjóðsins í Seðla- bankanum hefur dregið úr virku peningamagni í umferð. RIKB 20 LAND 05 5 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R4 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.