Fréttablaðið - 05.02.2020, Page 25

Fréttablaðið - 05.02.2020, Page 25
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Jóhanna Helga Viðarsdóttir Sölumaður auglýsinga: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Ég hef verið að vinna í bók­haldskerfum síðan 1984 þannig að ég hef verið að búa til hugbúnað allt mitt líf. Ég stofn­ aði fyrirtæki þá og bjó til mörg bókhaldskerfi, lítil sem stór, og svo seldi ég Microsoft fyrirtækið mitt,“ segir Erik sem komst þar með á lista yfir milljarðamæringa. Skrifað í skýin „Síðar þegar tölvuský komu fram á sjónarsviðið voru það fyrst um sinn bara lítil sprotafyrirtæki sem gerðu bókhaldskerfi sem skýja­ lausn, stærri fyrirtækin voru ekki byrjuð í þeim. Svo ég ákvað árið 2014 að skrifa nýtt bókhaldskerfi fyrir millistór fyrirtæki, sem eru svipuð fyrirtæki og ég þjónaði í gamla daga, með þremur eða fleiri starfsmönnum og með aðeins flóknari þarfir en einungis fjár­ hagsbókhald. Það sem vakti athygli mína var að skýjalausnir voru eiginlega bara fyrir bókhald, en ekki aðra þætti viðskiptalausna, það var engin birgðastýring til dæmis eða framleiðsla, þetta var í raun ekkert annað en fjárhagsbókhald og nóg af því fyrir á markaðnum,“ útskýrir Erik. „Svo að ég tók ákvörðun um að miða hærra og úr varð Uniconta. Ég byrjaði á því árið 2014 og fyrsta útgáfan kom út árið 2016. Það var um það leyti sem Ingvaldur frá Íslandi heyrði af þessu verkefni mínu og kom til Danmerkur og við ákváðum að búa líka til íslenska útgáfu sem var sett á laggirnar árið 2017. Síðan þá höfum við verið að þróa kerfið, vinna að markaðs­ setningu og stækka viðskiptavina­ hópinn.“ Tæknin löngum heillað Strax í æsku mátti greina áhuga­ svið Eriks. „Þegar ég var barn var ekki mikið um upplýsingatækni (IT) en ég hafði mikinn áhuga á raftækjum. Ég man eftir að hafa búið til mitt eigið hljóðkerfi, með magnara og kraftmiklum hátölur­ um. Og útvarp og allan pakkann. Þarna sat maður tímunum saman með með þessar litlu einingar að setja þær saman og byggja dót,“ rifjar hann upp. „Svo tók ég tímabil þar sem ég var mikið að vinna í vespum (e. moped), sem maður gat keypt 15 ára og hámarkshraðinn var 30 km. Það var hægt að breyta þeim svo að þær kæmust mun hraðar en það var ólöglegt. Okkur var alveg sama svo við breyttum þeim og fórum miklu hraðar,“ segir Erik og hlær. „En ég hef alltaf haft mikinn áhuga á tækni, hvort sem það er hugbúnaður eða vélar, eins og áður fyrr. Ég endaði svo á að fara í verkfræði, fór svo fljótlega út í hugbúnað og eftir útskrift stofnaði ég einfaldlega mitt eigið fyrirtæki, þannig að segja má að ég hafi verið í hugbúnaði allt mitt líf.“ Fyrst og fremst frumkvöðull Erik bjó í Bandaríkjunum á seinni hluta tíunda áratugarins þar sem hann starfaði fyrir hugbúnaðar­ risann Microsoft. Hann segir dvöl­ ina hafa verið ánægjulega. „Það var fullkomið að búa þar. Ég bjó á frábærum stað í Seattle og vann í tæp tvö ár fyrir Microsoft. Það var auðvitað mjög fróðlegt að vera innanborðs í svona stóru tækni­ fyrirtæki. En á hinn bóginn, ef þú ert vanur því að reka þitt eigið fyrirtæki, sem er minna og þar sem þú tekur þínar eigin ákvarðanir, þá getur verið dálítið erfitt að starfa í stóru fyrirtæki vegna þess að þú getur ekki gert það sem þig langar til að gera.“ Reynslan var þó bæði dýrmæt og lærdómsrík. „Það sem ég lærði um sjálfan mig var að ég er miklu meiri frumkvöðull, ég er hrifinn af minni fyrirtækjum þar sem þú ert með hugmynd og kýlir á hana. Þannig að ég stoppaði stutt og fór og stofnaði aftur mitt eigið fyrir­ tæki.“ Straumhvörf í hugbúnaði „Þegar ég byrjaði árið 1984 snerist allt um að selja einhverja diska og að dreifa hugbúnaði á því formi. Svo seldi maður uppfærslur sem voru settar upp hjá viðskipta­ vinum. Svona var hugbúnaður seldur alveg til ársins 2000 en upp úr aldamótum fór iðnaðurinn smám saman að breytast,“ skýrir Erik frá. „Þá ákváðu einhverjir að hætta að nota diska og selja þá aðgang að gagnaþjónum í gegnum hýsi­ þjónustu og þá fékkstu aðgang í gegnum vafra eða önnur forrit, svo borgarðu bara mánaðargjaldið. Hægt og rólega breyttist hug­ búnaðarbransinn úr því að kaupa og selja diska með hugbúnaði yfir í það að tengja viðskiptavini við áskriftir. Kostirnir við þetta eru að viðskiptavinirnir þurfa ekki að skuldbinda sig eða borga háar upphæðir fyrirfram, né hugsa um vélbúnað eða uppfærslur. Þetta olli miklum breytingum í bransanum vegna þess að núna þurfti ekki bara að dreifa einhverjum diskum eða niðurhali, núna var farið að hýsa og keyra hugbúnað,“ segir Erik. „Ef þú vildir, fyrir 10­20 árum, eiga þinn eigin hugbúnað, þá þurftirðu að setja upp eigin net­ þjón, fara út að kaupa hann og fá sérstakt fólk til þess að setja hann upp. Núna er internetið svo öflugt þannig að, líkt og við erum að gera hjá Uniconta, þú getur bara farið á netið og skráð þig sjálfur og þá er þetta komið og þú getur byrjað að nota það. Ef þú ert með olíukyndingu í húsinu þínu þarftu að hringja í einhvern til að fylgjast með en ef þú ert með hitalagnir, eins og á Íslandi, þá þarftu ekki að gera neitt, bara skrúfa frá heita eða kalda vatninu,“ segir Erik hlæj­ andi. „En hér í Danmörku erum við ekki með það neðanjarðar, núna notum við skilvirkari leiðir en ég man að heima hjá ömmu minni var kynt með olíu og stundum þurfti einhver að koma og gera við. Núna í nýju íbúðinni minni í Kaupmannahöfn þarf enginn að koma, ég er bara með hitara og kveiki og slekk á. Þetta er dálítið eins með hugbúnaðinn.“ Notendavænt og nútímalegt Erik segir bókhaldskerfi Uni­ conta sniðið að þörfum viðskipta­ vinarins. „Annan hvern mánuð til dæmis uppfærum við netþjónana með kerfisuppfærslum og við­ bótum, svo þú færð sjálfkrafa aðgang að nýjum möguleikum og þarft ekki að hugsa neitt annað en einfaldlega bara að nota hug­ búnaðinn. Áður fyrr þurftirðu að hugsa: Hver er að taka afrit, hve­ nær er netþjónninn fullur, hvenær ætti ég að uppfæra? Þú þurftir að viðhalda öllu sjálfur. Núna vilja mörg fyrirtæki nota svona bókhaldskerfi en vera bara notendur, ekki sjá um viðhald heldur bara nota og borga ein­ hverjum fyrir að sjá um allt hitt. Þegar þú borgar áskriftargjaldið borgarðu fyrir notkun á hug­ búnaðinum, en líka fyrir umsjón okkar með netþjónunum ásamt afritun og uppfærslum. Þetta er svo auðvelt fyrir viðskiptavininn og notendavænt.“ Þá er kerfið einstaklega öruggt. „Fólk hugsar gjarnan að þetta hljóti að vera öruggt vegna þess að þetta er í skýinu, sem það auðvitað er. Það er stöðugt eftirlit með kerf­ inu, það er sett upp af sérfræðing­ um og við fylgjum ítrustu öryggis­ reglum. Við erum með allan rétta búnaðinn til þess að tryggja öryggi og þetta er í gagnaveri sem er undir stöðugu eftirliti. Öryggið snýr líka að gögnunum, að þau séu afrituð á hverjum degi, og svo erum við með vinnslu sem afritar allt sem er skráð inn yfir daginn þar sem fylgst er með öllum breytingunum sem gerðar eru,“ segir Erik. „Svo er öryggiskerfið keyrt áfram með varaaflgjafa svo þú tapir ekki gögnum. Sjáðu til, ef þú ert með þúsund fyrirtæki og hvert þeirra er með sinn eigin net­ þjón, getur margt hæglega farið úrskeiðis á öllum þessum stöðum. Við erum bara með einn netþjón, eina uppsetningu, og erum með sérfræðinga sem sjá um að setja þetta upp á réttan hátt svo það sé öruggt. En eins og með allt annað. Ef lykilorðið sem þú notar er of stutt eða eitthvað svoleiðis er hægt að hakka þig, bara rétt eins og með heimabankann eða hvar sem þú þarft að skrá þig inn – ef einhver stelur lykilorðinu þínu getur við­ komandi komist inn. Þú verður að nota örugg lykilorð. Löng og almennileg lykilorð.“ Við bjóðum upp á ýmislegt, eins og takmörkun á IP­tölum, ef fyrirtæki vill koma í veg fyrir að hægt sé að skrá sig inn utan fyrir­ tækisins geta þau komið í veg fyrir það og einungis samþykkt aðgang frá tilteknum IP­tölum.“ Velgengnin röð afreka Þegar Erik er spurður að því hvert sé hans helsta afrek á ferlinum stendur ekki á svörum. „Að ná að vera í bransanum öll þessi ár. Þetta er ekki beinlínis eitt afrek, heldur frekar röð afreka, að mér hafi tekist, öll þessi 35 ár í hugbúnaðar­ heiminum, að koma sífellt auga á nýja tækni, nýjar stefnur, og að búa þannig til hugbúnað sem mætir nýjustu kröfum viðskiptavina. Að vera með puttann á púlsinum allan þennan tíma. Annars sérðu hugbúnaðarfyrirtæki spretta upp og svo hverfa, hvert á fætur öðru. Vegna þess að þau eru með hug­ mynd, ná ákveðnu hámarki og fara svo af markaðnum. Það sem mér hefur tekist að gera alla tíð er að fylgjast vel með nýjungum. Ég hef heyrt það margoft,“ segir Erik og skellir upp úr þegar hann er spurður að því hvort hann geri sér grein fyrir því að hann sé talinn goðsögn í hugbúnaðar­ heiminum. „Ég flyt líka oft ræður, fæ margar spurningar og er borinn saman við þann sem er á undan en það er allt í lagi, ég hef verið í þessum bransa alla mína ævi og er vissulega sérfræðingur og goð­ sögn vegna þess að margir byrja í bransanum og fara út jafnóðum en mér hefur tekist að halda mér á toppnum. Jafnvel þó að ég hafi sett á laggirnar kerfi árið 1984 sem naut velgengni þá get ég gert það sama núna 30 árum síðar og aftur gengið vel, það er eitthvað sem fólk tekur eftir og hugsar með sér: Vá, þér tókst þetta aftur, jafnvel svona mörgum árum seinna, að búa til nýjan hugbúnað og að fá fólk til að nota hann.“ Erik Damgaard segir mikilvægt fyrir frum- kvöðla í hugbúnaðar- heiminum að vera vakandi fyrir tækni- nýjungum. Þetta er ekki beinlínis eitt afrek, heldur frekar röð afreka, að mér hafi tekist, í öll þessi 35 ár í hugbúnaðar- heiminum, að koma sífellt auga á nýja tækni, nýjar stefnur, og að búa þannig til hugbúnað sem mætir nýjustu kröfum viðskiptavina. 2 KYNNINGARBLAÐ 5 . F E B R ÚA R 2 0 2 0 M I ÐV I KU DAG U RUT MESSAN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.