Fréttablaðið - 05.02.2020, Síða 26
Jóhann Örn B. Benediktsson er ráðgjafi hjá Cubus sem sérhæfir sig í ráðgjöf í viðskiptagreind og áætlanagerð. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Það getur reynst bæði tíma-frekt og kostnaðarsamt að ná utan um rekstrargögn
fyrirtækja til að veita stjórnendum
nauðsynlega yfirsýn yfir rekstur-
inn. Þróun og uppsetning gagna-
flæðis, með flóknum samþætting-
arverkfærum, krefst oft mikillar
sérþekkingar og sú algenga aðferð
að safna saman gögnum með
því að afrita þau handvirkt beint
úr kerfum er bæði tímafrek og
skapar villuhættu. Því hefur mörg
lítil og meðalstór fyrirtæki skort
möguleika á einföldu aðgengi að
upplýsingum um sinn rekstur,“
segir Jóhann Örn B. Benediktsson,
ráðgjafi hjá Cubus.
Nú sé hins vegar gerð bragarbót
á því.
„ Með Jet Global er loksins komin
einföld lausn sem veitir beint
aðgengi að gögnum í bókhalds-
kerfinu með notendavænum verk-
færum sem einfalda greiningar- og
skýrslugerð. Lausnir Jet Global
henta öllum stærðum fyrirtækja
en Jet býður upp á mismunandi
einingar, allt frá viðbótum í Excel
yfir í miðlægt vöruhús gagna með
tilbúnum greiningarmódelum,“
upplýsir Jóhann.
Jet Global fyrir lítil
og meðalstór fyrirtæki
Lausnirnar frá Jet Global hafa
notið mikillar velgengni um allan
heim, sérstaklega í Microsoft
Dynamics-heiminum og nú hefur
fjöldi fyrirtækja á Íslandi bæst í
þann hóp.
„Cubus hefur verið samstarfs-
aðili Jet Global frá árinu 2015 og
býður upp á notendavænar lausnir
fyrir skýrslugerð, greiningar og
áætlanagerð. Jet Reports-skýrslu-
gerðarkerfið þeirra kom út árið
2005 og er nú í notkun í um 15
þúsund fyrirtækjum í 94 löndum,“
upplýsir Jóhann. „Fyrir rúmu ári
kynntu þeir svo áætlanatólið Jet
Budgets, sem einfaldar áætlana-
gerðarferlið og hefur náð miklum
vinsældum á stuttum tíma.“
Óþarfi að útiloka Excel
Jóhann segir þekkt að mörg fyrir-
tæki hafi eytt miklum tíma í að
reyna að komast hjá Excel vegna
þess að útgáfu- og aðgangsstýring-
ar Excel hafi reynst stjórnendum
mikill höfuðverkur.
„Í Excel eru á hverjum degi
vistaðar margar útgáfur af sama
skjalinu og erfitt að halda utan um
hver nýjasta útgáfan er, noti f leiri
en einn sama skjalið. Jet Reports
er hins vegar viðbót í Excel og því
fer öll vinnsla gagna og skýrslu-
gerð fram í gegnum Excel en
skjalið uppfærist í miðlægum
gagnagrunni, þar sem allir sem
vinna með það geta verið vissir
um að nýjasta útgáfan sé ávallt
tiltæk. Þar að auki er mjög góð
aðgangsstýring á gögnunum. Þessi
tilhögun eyðir þörfinni fyrir að
vista skýrslur á vinnutölvunni, þar
sem gögnin eru vistuð miðlægt og
eru aðgengileg hvenær og hvar sem
er,“ segir Jóhann og bætir við: „Með
því að nýta eiginleika Jet Reports
er því hægt að útiloka flest vanda-
mál sem stjórnendur upplifa með
notkun Excel, án þess að þurfa að
læra á nýtt viðmót.“
Aldrei aftur copy/paste
Viðskipta- og fjárhagsmódel,
sem þegar hafa verið smíðuð hjá
fyrirtækjum, nýtast áfram og með
Jet Reports verða módelin lifandi
með beinni tengingu við fjárhags-
kerfið. Menn geta því verið vissir
um að vinna alltaf með nýjustu
tölur og afritunaræfingar með
„copy/paste“ eða leit að tölum í
gagnagrunni er ekki lengur þörf.
„Við heyrum gjarnan á mörgum
stjórnendum að þeir séu þreyttir
á því að afrita gögn úr bókhalds-
kerfinu í hvert skipti sem þeir fara
í skýrslu- eða áætlanagerð. Alltaf
þegar uppfæra þarf skýrslu þarf að
sækja nýjustu tölur úr bókhalds-
kerfinu og bæta þeim við skjalið
en með því að tengja skjalið við
gagnagrunninn verður sú endur-
tekna vinna úr sögunni. Einungis
þarf að setja upp tenginguna einu
sinni og þá verður skjalið alltaf
lifandi,“ upplýsir Jóhann.
Áætlanakerfi með
notendavænu viðmóti
Jet Budgets er frábær viðbót við Jet
Reports og er viðmótið með ein-
faldasta móti, en aðeins örskamma
stund tekur að læra á lausnina.
„Áætlanagerðin er sett upp í
gegnum miðlægt vefsvæði sem
er aðgangsstýrt eftir hlutverkum
starfsmanna. Bæði er hægt að slá
inn áætlanatölur í gegnum vef-
viðmótið eða með Excel í gegnum
Jet Reports þar sem hægt er að
keyra út alla liði áætlananna.
„Þegar áætlun er fyllt út í Excel
vistast breytingar sjálfkrafa inn
í kerfið og því er engin þörf á því
að eiga margar útgáfur af skjalinu.
Það eyðir líka þörfinni á því að
fá einn stjórnanda til að móttaka
mörg Excel-skjöl og samþætta
öll skjölin sem sendast frá mis-
munandi starfsmönnum. Þeir
sem koma að áætluninni vista
einungis áætlanatölur sínar á mið-
læga grunninum. Þá fær sá sem
stjórnar áætlanaferlinu meldingu,
þar sem hann getur farið inn og
samþykkt, hafnað eða breytt
tölunum,“ útskýrir Jóhann.
„Jet Budgets er öflug lausn sem
hefur þann eiginleika að geta
tengt áætlanir beint við Excel og
því geta skjöl sem áður hafa verið
nýtt þræðst saman við áætlunina.
Einnig er hægt að setja upp sjálf-
virkar áminningar í gegnum
tölvupóst til starfsmanna sem eiga
eftir að skila inn sínum áætlana-
tölum. Þannig sparast mikil vinna
hjá fjármálastjórum við að reka
á eftir áætlunum við deildar-
eða sviðsstjóra, ef fyrirtækið er
deildaskipt,“ segir Jóhann.
Vöruhús gagna og teningar
með hámarks sjálfvirkni
Þegar umfang og f lækjustig gagna
er komið upp að ákveðnu marki,
og margir notendur þurfa að hafa
greiðan aðgang að rekstrarupp-
lýsingum, getur verið skynsam-
Náðu beinu sambandi
við gögn fyrirtækisins
legt að byggja upp vöruhús gagna.
Þar býður Jet Global upp á Jet
Analytics, frábæra lausn sem nýtir
hámarks sjálfvirkni við uppbygg-
ingu og rekstur vöruhúss gagna og
greiningarteninga.
„Jet Global er í samstarfi við
TimeXtender sem hefur þróað
samnefnda vöruhúsalausn
síðastliðin fjórtán ár og hjálpað
fjölmörgum fyrirtækjum að spara
mikinn tíma og þróunarkostnað,
sem oft hefur reynst þungur baggi
þegar notuð eru hefðbundin
gagnaúrvinnslutól. Með Jet
Analytics er því hægt að fá tilbúin
vöruhús gagna ásamt teningum
fyrir bæði Dynamics Nav og AX og
sem fljótlegt er að setja upp,“ segir
Jóhann.
Hann bætir við að yfir 80 skýrsl-
ur og mælaborð séu tilbúin til
notkunar og fylgi með í kaupum
eða leigu á kerfinu.
„Þannig geta fyrirtæki gengið
beint í greiningarvinnu, hratt
og auðveldlega án mikillar
fyrirhafnar. Einfalt er að setja upp
tengingar við gagnagrunna og ná
þannig saman gögnum úr ólíkum
kerfum á einn stað.“
Námskeið hjá Cubus
Hjá Cubus hefur staðið yfir undir-
búningur við að bjóða nýjum við-
Cubus býður
einfaldar og
notendavænar
lausnir í samstarfi
við Jet Global til
að veita öllum
fyrirtækjum
tækifæri til að
taka gagnadrifnar
ákvarðanir.
skiptavinum að sækja námskeið
hjá ráðgjöfum Cubus í skýrslu- og
áætlanagerð.
„Það er mikið sótt til okkar
varðandi slíka ráðgjöf. Við
munum halda ítarleg námskeið í
notkun lausnanna og einnig gefa
okkar innsýn varðandi „bestu
handtökin“ í þeim málum. Þá
höfum við skipulagt örnámskeið
sem haldin verða í hádeginu,
þar sem boðið verður upp á
hádegismat, og þeim sem vilja
gefinn kostur á að koma og kynna
sér kerfin betur,“ segir Jóhann.
„Nú þegar geta fyrirtæki fengið
prufuaðgang þar sem til dæmis
Jet Reports er sett upp og lausnin
prófuð án allra skuldbindinga.“
Hjá Cubus starfa sérfræðingar
í viðskiptagreind, fjárhagsgrein-
ingum og áætlanagerð með mikla
reynslu og þekkingu úr hugbún-
aðar- og viðskiptageiranum.
Allar nánari upplýsingar á cubus.is
eða hjá starfsmönnum Cubus.
Með Jet Global er
loksins komin
einföld lausn sem veitir
beint aðgengi að gögnum
í bókhaldskerfum með
notendavænum verk-
færum.
KYNNINGARBLAÐ 3 M I ÐV I KU DAG U R 5 . F E B R ÚA R 2 0 2 0 UT MESSAN