Fréttablaðið - 08.02.2020, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 08.02.2020, Blaðsíða 78
Velgengni Hildar kemur ekki á óvart Mamma Hildar Guðnadóttur segir hana aldrei gefast upp og að velgengnin komi því ekki á óvart. Sama gildir um vini tónskáldsins sem getur mölbrotið blað í kvikmyndasögunni á sunnudagskvöld. Emmy, Grammy og BAFTA, sigurför Hildar Guðnadóttur getur náð hámarki á Óskarnum. NORDICPHOTOS/GETTY NÆRMYND Hildur Guðnadóttir Fædd: 4. september 1982 Menntun: Sellóleikari og próf í tón- smíðum frá Listaháskóla Íslands Starf: Tónskáld Ingveldur Guðrún Ólafsdóttir tónlistarkona og mamma „Hildur ólst upp hjá foreldrum sem voru bæði í tónlistarnámi og mátti frá fæðingu hlusta á æfingar þeirra, fara með á æfingartónleika og jafnvel bara með í skólann,“ segir Ingveldur Guðrún Ólafs- dóttir, tónlistarkona og mamma Hildar, um krókinn sem beygðist heldur betur snemma. „Þegar við komum heim úr námi fékk hún ekki inni í leikskóla og ég ákvað að setja hana í tónlistarnám á selló hjá Suzuki-skólanum þegar hún var fjögurra ára þannig að hún hefði eitthvað við að vera. Áhuginn á tónlistarnáminu var mismikill eins og gengur og gerist en það er svo lýsandi fyrir hennar karakter að gefast aldrei upp,“ heldur Ingveldur áfram. „Aðeins einu sinni talaði hún um að hætta en ákvað samt að klára veturinn. Hún hefur alltaf verið gríðarlega markviss, stefnuföst, sjálfstæð og gríðarlega vinnusöm þannig að þessi mikla velgengni kemur mér því ekki á óvart.“ Ingveldur segir óhætt að bæta við að Hildur sé mjög þolinmóð og glaðvær. „Hún var strax frá fyrsta degi einn besti félagsskapur sem hægt er að hugsa sér og er ein besta mamma í heimi,“ segir mamman. „Það má kannski bæta hóg- værðinni við. Hún hefur alltaf verið gríðarlega hógvær og var aldrei barnið sem kallaði á athygli en hún fékk mikla athygli fyrir prúðmennsku og kurteisi.“ Ingibjörg Birgisdóttir hönnuður og vinkona Hildar „Við Hildur kynntumst í mennta- skóla en urðum bestu vinkonur í um tvítugt. Við bjuggum saman í lítilli íbúð í eitt og hálft ár áður en hún flutti til Berlínar og hún er ein þægilegasta sambýlismann- eskja sem hægt er að hugsa sér. Hún útbýr fyrir þig beyglur með osti og bönunum á meðan hún syngur með Sade og reytir af sér fimmaurabrandara. Þótt það skíni kannski ekki í gegnum tónlistina hennar er hún alveg ótrúlega björt og glaðvær persóna og hefur mest smitandi hlátur sem til er, fyrir utan mömmu hennar kannski. Hún er mikill vinur vina sinna og er alltaf til staðar sama hve mikið gengur á í hennar lífi. Hún er líka mikill peppari og það er fátt betra en að heyra í Hildi þegar kona er óviss eða óörugg um eitthvað. Fyrir utan fjölskylduna hefur tónlistin skipað stærstan sess í hennar lífi. Þegar við bjuggum saman æfði hún sig tímum saman á sellóið og var alltaf að grúska í einhverjum nýstárlegum leiðum til að koma tónlist sinni á fram- færi. Ég man að einu sinni kom hún heim með faxtæki sem henni hafði áskotn ast og stóð alltaf til að breyta því þannig að hún gæti notað það í tónlistarsköpun sinni. Þetta tæki bjó með okkur þangar til við fluttum út. Hún er mesti vinnuþjarkur sem ég þekki og árangur hennar er af- rakstur mikillar vinnu. Hún hefur líka alltaf verið ótrúlega dugleg við að tileinka sér nýungar og aðferðir og festist því aldrei í sama farinu. Hún er búin að gera svo ótrúlega flotta hluti sem fólk hefur ekki hugmynd um af því að hún hefur ekki fengið það lof sem hún á skilið fyrir vinnu sína. En hún er loksins kominn þangað sem hún á að vera og það verður spennandi að fylgjast með framtíðar verkefnum. Kristín Björk Kristjánsdóttir tónskáld „Hildur er mjög heil og ljósrík vinkona og mér þykir óendanlega vænt um hana,“ segir tónskáldið Kristín Björk Kristjánsdóttir, einnig þekkt sem Kira Kira, um sína gömlu, góðu vinkonu. „Hún passar upp á fólkið sitt, forgangs- raðar því alltaf fram yfir vinnuna og heiðrar falleg lífsgildi í einu og öllu,“ heldur Kristín áfram og telur upp „þakklæti, auðmýkt og góð hláturs köst. Það er aldrei neitt kjaftæði þar á bæ.“ Hans Jóhannsson fiðlusmiður „Ég hef þekkt Hildi síðan hún hékk með dóttur minni á unglingsár- unum, en síðar urðum við góðir félagar gegnum sameiginlega vini og höfum brallað heilmikið saman,“ segir Hans Jóhannsson, fiðlusmiður og faðir Elínar Hans- dóttur, myndlistarkonu og vin- konu Hildar. „Einu sinni létum við rafmagns- sellóið hennar sem ég smíðaði fyrir hana stýra heilum strengja- kvartett rafrænt á tónleikum í Amsterdam,“ segir Hans um sérstakt sex strengja rafmagns- selló sem hann smíðaði fyrir kvik- myndatónskáldið. „Það sem mér finnst einkenna Hildi er ómótstæðileg jákvæðni og hvernig hún er alltaf til í að prófa allar mögulegar tilraunir, með bros á vör, þótt möguleikinn sé fyrir hendi að þær mistakist.“ Fríða Björk Ingvarsdóttir rektor Listaháskóla Íslands Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands, hefur þekkt Hildi jafn lengi og fiðlusmiðurinn eiginmaður hennar, og sendi tón- skáldinu hlýjar kveður á Facebook eftir að hún hlaut BAFTA-verð- launin: „Hjartanlega til hamingju með þessa miklu vegsemd. Við erum svo stolt af þér hér fiðlu- smiðshjónin – það er ekkert meira nærandi heldur en að fylgjast með velgengni gamalla heimaganga barnanna sinna á vegum listar- innar. Svo ekki sé talað um þegar heimsbyggðin stendur á öndinni yfir snillinni!“ „Hildur er fyrst og fremst góður og íhugull listamaður. Hún býr yfir listrænu áræði en jafnframt góðum skilningi á tíðaranda og aðferðafræði, auk vilja til að ganga þvert á hefðbundin listræn mæri,“ segir Fríða Björk í samtali við Fréttablaðið og leggur áherslu á að ferill hennar var löngu orðinn farsæll og áhugaverður „áður en vegferð síðustu missera hófst þannig að hún hefur verið frum- kvöðull og í þeim skilningi einstök fyrirmynd fyrir konur sem vilja hasla sér völl utan hefðbundinna hlutverka í tónlist eða sem hljóð- færaleikarar, ekki bara hér á landi heldur einnig erlendis.“ Söguleg sigurganga Hildar Guðnadóttur getur mjög líklega náð hámarki á Óskarsverðlaunahátíð-inni aðfararnótt mánu-d ag si n s . Í nær my nd Fréttablaðsins af kvikmyndatón- skáldinu ber móður hennar og góðum vinum saman um að eðlis- læg bjartsýni hennar, staðfesta og þolinmæði skili henni nú ríkulegri og verðskuldaðri uppskeru sem kemur þeim sem þekki hana alls ekki á óvart. 8 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R30 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.