Fréttablaðið - 08.02.2020, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 08.02.2020, Blaðsíða 32
Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Valentínusardeginum, degi elskenda, verður fagnað með alþekktum, rómantískum dægurlögum í Salnum í Kópavogi á föstudag. Lögin eru sérstaklega valin fyrir þessa uppákomu. Ný hljómsveit, Íslenska galasveitin, sem er skipuð níu valinkunnum tónlistarmönnum, leikur undir þegar Þór Breiðfjörð flytur rómantísk lög af hinum svokölluðu „American Songbook“-plötum Rod Stewart, tónlist úr smiðju Frank Sinatra, Perry Como, Nat King Cole, Michael Bublé og Elvis Costello. Öll lögin hafa verið sett í glæsilegar útsetningar af Lilju Eggertsdóttur píanóleikara sem leikur undir. Þetta er níu manna stórsveit, fjórir strengir, djasstríó og blásari auk Þórs. Það er því ekkert til sparað svo kvöldið verði sem notalegast. „Við erum heldur betur að fara í rómantískan leiðangur og verðum á útopnu. Það verður tekið á móti fólki í anddyrinu á ljúfum nótum. Hægt er að fá sér freyðivín og skála fyrir deginum. Það hefur verið draumur hjá okkur lengi að troða upp með stóra hljómsveit, strengi og blásara og flytja öll þessi róman- tísku sönglög,“ segir Þór þegar hann lýsir rómantíkinni í Salnum. „Lilja hefur sett lögin í glænýjar og gullfallegar útsetningar sem munu örugglega falla öllum vel í geð. Þar utan hefjum við tónleik- ana kl. 20.30 þannig að það hentar vel að fara fyrst út að borða með elskunni sinni og leiðast síðan inn í rómantíkina í Salnum. Það er svo sannarlega hægt að gera eitthvað skemmtilegt úr þessu kvöldi,“ segir hann. Þór bætir við að Íslenska gala- sveitin sé komin til að vera og þetta sé fyrsti viðburður hennar. „Okkur langaði til að leyfa gestum að heyra hvað þessi hljómsveit hefur fram að færa. Sjálfur hef ég verið að syngja svona ljúf lög í gegnum árin, til dæmis í kringum jólin. Ég gaf út jólaplötuna „Jól í stofunni“ sem er í svipuðum anda,“ segir hann, en Þór komst í úrslit í jólalagakeppni Rásar 2 nú um jólin með frum- samið lag í „krúner“ stíl. „Núna er tækifæri til að flytja þessi róman- tísku lög sem flottast með stórri hljómsveit. Hver veit nema þetta verði árlegur viðburður. Mér finnst Valentínusardagurinn fallegur, það er gaman að staldra aðeins við með einhverjum sem maður elskar. Ég er samt ekkert stressaður yfir þessum degi, eins og maður sér í amerísk- um bíómyndum. Við Íslendingar erum alveg slakir og reynum bara að njóta. Þetta er frábær dagur til að hugsa um þá sem við elskum og þykir vænt um.“ Þegar Þór er spurður hvort hann sé sjálfur rómantískur, hlær hann og svarar: „Ætli konan mín verði ekki að svara þessu.“ Þór viður- kennir að hann hafi gaman af að syngja rómantísk lög svo líklegast er einhver rómantík í honum. „Ætli það sé ekki einmitt mjög gott að hafa svona Valentínusardag til að minna okkur á að vera saman. Tíminn líður hratt í dagsins önn og nauðsynlegt að lyfta sér upp. Það er líka svo frábært að hafa þennan dag í febrúar þegar fátt er í boði.“ Þór hefur sungið í söngleiknum Evitu í Eldborg og verður upp- setning á honum aftur í lok þessa mánaðar áður en sýningin fer norður. „Ég er að ljúka við að skrifa söngleik sem nefnist Rokkarinn og rótarinn, sem mig langar að koma á svið. Þar að auki er ég að undirbúa sólóplötu svo það eru næg verkefni. Það er æðislegt að vera í tónlist á Íslandi.“ Blússandi rómantík með ástarsöngvum í Salnum Það eru miklir listamenn sem koma fram í Salnum á Valentínusardag. Frá vinstri: Íris Dögg Gísladóttir, fiðla, Sigrún Harðardóttir, fiðla, Lilja Eggertsdóttir, píanó, Ásdís Hildur Runólfsdóttir, víóla, Þór Breiðfjörð, söngur, Catherine Maria Stankiewicz, selló, Snorri Sigurðarson, trompet og flygilhorn, Jón Rafnsson, kontrabassi, og Þorvaldur Halldórsson, trommur. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Þór ætlar að syngja ljúfa söngva fyrir elskendur á Valentínusardaginn. Það hefur verið draumur hjá okkur lengi að troða upp með stóra hljómsveit, strengi og blásara og flytja öll þessi róman- tísku sönglög. Valentínusardagurinn lendir á föstudegi að þessu sinni. Það er sannarlega ástæða til að gleðjast yfir rómantískri tónlist, freyðivíni og konfekti þann dag. Þór Breið- fjörð og einvala lið tónlistarmanna ætla að skapa þá stemningu. Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Verslunin Belladonna NETVERSLUN WWW.BELLADONNA.IS NÝJAR VÖRUR VOR 2020 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 8 . F E B R ÚA R 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.