Fréttablaðið - 08.02.2020, Blaðsíða 74
Davis verður flott sem forsetafrú.
Óskarsverðlaunahafinn Viola Davis hefur verið valin til að leika Michelle
Obama í nýrri þáttaröð sem nefn-
ist First Ladies. Hún er sú fyrsta
sem tilkynnt er með hlutverk í
þáttunum. Leikkonan, sem er 54
ára, vakti athygli í kvikmynd-
unum Fences og The Help, auk
þess sem hún hefur átt stórleik í
þáttunum How To Get Away With
Murder. Það þykir spennandi að
vita hvaða leikkonur munu leika
Eleanor Roosevelt og Betty Ford.
Viola birti á Instagram myndir
af sér og Michelle með þeim
orðum að hún gæti ekki verið
stoltari en nú. Viola hefur unnið
til fjölda verðlauna, fyrir utan
Óskarsverðlaun hefur hún fengið
Emmy- og tvenn Tony-verðlaun.
Viola er fædd í Bandaríkjunum og
útskrifaðist frá Juilliard-skólanum
1993.
Þættirnir eru þegar farnir að
vekja forvitni, enda oft mikið
drama í kringum forsetafrúrnar í
Bandaríkjunum.
Viola Davis leikur
Michelle Obama
Skyggnst
verður inn í
heim íslenskra
kvenna og karl-
manna á 18. og
19. öld í Þjóðar-
bókhlöðunni
í dag. NORDICP-
HOTOS/GETTY
Í dag fer fram málþing undir yfirskriftinni „Framkoma karl-manna á átjándu og nítjándu
öld gagnvart konum“ í Þjóðarbók-
hlöðunni. Í viðburðarlýsingu segir
að Félag um átjándu aldar fræði
standi að baki viðburðinum og
flutt verði fjögur erindi. Þau sem
flytja erindi eru þau Eva Hulda
Halldórsdóttir, dósent í sagn-
fræði, Már Jónsson, einnig dósent
í sagnfræði, Sigurgeir Guðjónsson,
doktor í sagnfræði og sjálfstætt
starfandi fræðimaður, og Dalrún
J. Eygerðardóttir, doktorsnemi í
sagnfræði.
Viðburðurinn verður í dag í Þjóðar-
bókhlöðunni, í fyrirlestrarsal á
2. hæð, frá kl. 13.30–16.15. Boðið
verður upp á kaffi og konfekt í hléi.
Raunir kvenna á öldum áður
Ut messan er með sýningu í Hörpu í dag og er sýningar-svæðið opið frá klukkan
10-17. Það verður ýmislegt að
skoða. Helstu tæknifyrirtæki og
skólar sýna nýjustu tæknina. Alls
kyns getraunir, keppnir og leiki
verða í gangi og gjafir í boði fyrir
gesti og gangandi. Á milli klukkan
13 og 14 verður spurningakeppni
fyrir alla fjölskylduna en Vilhelm
Anton Jónsson stýrir keppninni.
Þá verður haldin netöryggiskeppni
ungmenna. Hægt verður að ganga
inn í sýndarveruleikaheim sem
líkist landslaginu á mars og einn-
ig er hægt að kafa að skipsflaki í
sýndarveruleikaheimi. Þá verður
hægt að prófa ýmsa tölvuleiki,
prófa skjálftamæli, fræðast um
sjálfvirknivæðingu, kynna sér
bjórgerð, láta vellíðan fossa yfir
sig í leyniherbergi og margt margt
f leira. Dagskrána er hægt að skoða
á utmessan.is.
Sýndarheimur í
Hörpu í dag
Í Hörpu verður að stíga inn í sýndar-
veruleika. NORDICPHOTOS/GETTY
Nú þykkri og bragðmeiri
grillsósur frá Hunt’s
10 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 8 . F E B R ÚA R 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R