Fréttablaðið - 08.02.2020, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 08.02.2020, Blaðsíða 2
Ég stunda mikið jóga og veit ekki hvar ég væri í þessu öllu ef ég hefði ekki þá hækju. Hildur Guðnadóttir Fjölskyldur drengjanna vilja koma á framfæri þakklæti fyrir þann stuðn- ing sem þau hafa fengið í samfélaginu. Veður Suðaustan 15-23 og rigning sunnan- og vestanlands. Suðaust- an 8-15 norðanlands og þurrt að kalla. Hiti 5 til 10 stig. Lægir í nótt og kólnar. SJÁ SÍÐU 40 Brennið þið vitar Guli innsiglingarvitinn við Sæbraut í Reykjavík var vígður við hátíðlega athöfn í gærkvöld. Hann leysti af hólmi innsiglingarvitann sem var í turni Sjómannaskólans frá árinu 1945. Sá þjónaði hlutverki sínu þar til háhýsi nútímans við Borgartún og Hátún tóku að skyggja á geislana. Karlakórinn Fóstbræður og Karlakór Reykjavíkur komu saman og sungu meðal annar ljóðlínur skáldsins Brennið þið, vitar. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Ný og kraftmikil blanda fyrir þá sem þjást af lið- verkjum og brjóskeyðingu. Betri heilsa SAMGÖNGUMÁL Tæplega átta pró­ senta samdráttur varð í umferð á Hringveginum í nýliðnum janúar­ mánuði miðað við síðasta ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vega­ gerðinni. Þar segir að þennan samdrátt megi líklega að stórum hluta rekja til veðurfars, sem var afar slæmt í mánuðinum. Dróst umferð saman í öllum landshlutum en mest á Vesturlandi þar sem samdráttur var tæp 17 pró­ sent. Á Norðurlandi dróst umferð saman um tæplega 16 prósent og um tæp 11 prósent á Suðurlandi. Öllu minni samdráttur varð á Austurlandi, eða 3,5 prósent, og á höfuðborgarsvæðinu þar sem hann var tæp fjögur prósent. Tölur Vegagerðarinnar byggja á talningu á sextán lykilstöðum á Hringveginum. Alls fóru tæplega 58 þúsund bílar um þessa staði á dag í janúar en á síðasta ári voru þeir tæplega 66 þúsund. – sar Veðrið í janúar dró úr umferð HAFNARFJÖRÐUR Annar af tveimur drengjum sem fluttir voru á bráða­ mót töku Land spítalans eftir að hafa fallið í Hafnar fjarðar höfn þann 17. janúar síðast liðinn er kominn heim. Hinn hefur nú verið fluttur á Barna­ spítala Hringsins. Þetta stað festir Rósa Kristjáns­ dóttir, djákni á Land spítalanum, í sam tali við Frétta blaðið, en hún gerir það fyrir hönd fjöl skyldna drengjanna. Þrír drengir voru í bílnum sem féll ofan í höfnina. Einn á grunn skóla­ aldri og tveir á fram halds skóla aldri. Fimm kafarar frá sér að gerða deild Land helgis gæslunnar voru kall­ aðir út. Voru tveir drengjanna f luttir á gjör gæslu og sá þriðji á al menna deild. Þann 25. janúar var svo annar drengurinn fluttur af gjör gæslu og á al menna deild, og er sá kominn heim núna. Rósa tekur fram að fjöl skyldur drengjanna vilji koma á fram færi þakk læti. Þau hafi verið studd af sam fé laginu og trúa því að það haldi á fram að hjálpa þeim. – oæg Annar kominn heim af spítala Einn drengjanna sem lenti í höfn- inni er nú á Barnaspítala Hringsins. SAMFÉLAG „Mér líður bara nokkuð vel. Sit hérna í sólinni að drekka kaffi og sonur minn er að busla í sundlauginni þannig að ég gæti eiginlega ekki haft það betra,“ segir Hildur Guðnadóttir tónskáld. Hildur var stödd í Los Angeles þegar Fréttablaðið náði tali af henni, en þar fara Óskarsverðlaunin fram á morgun. Hildur er tilnefnd til verðlaunanna fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker. Hún hefur nú þegar hlotið fjölda verðlauna fyrir tónlist sína í bæði Joker og sjónvar psþáttunum Chernobyl, meðal annars Golden Globe, Emmy, Grammy og BAFTA. „Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt en líka mikil vinna,“ segir Hildur. „Óskarinn er óvenju snemma í ár svo þetta er svolítil kremja af því að ég er bæði í sjón­ varps­ og kvikmyndaflokknum, svo ég er eiginlega í tvöföldum skammti af verðlaunaaf hendingum,“ segir hún. „Það er dásamleg orka í fólki hérna og ég var í mat með þeim sem eru tilnefndir fyrir tónlist og leikurunum í gær og maður gerir sér í hugarlund að það sé svo mikil samkeppni á milli fólks en það er það alls ekki, fólk er svo áhuga­ samt og stuðningsríkt og talar fal­ lega saman. Ég er bara búin að eiga yndislegan tíma með öllu þessu fólki,“ segir Hildur. Hún segist spennt fyrir Óskarn­ um og að hún sé nú þegar búin að ákveða í hverju hún ætlar að vera. „En á ég nokkuð að segja þér það? Verður þetta ekki að koma á óvart?“ segir Hildur og hlær. Aðspurð hvort hún sé stressuð yfir Óskarnum og stjörnufansinum sem honum fylgir, segir Hildur að svo sé ekki. „Ég er nú bara frekar róleg og ég held að ég sé ekki alveg búin að átta mig á þessu öllu saman. Þetta er búið að vera svo mikið og gerðist ótrúlega hratt,“ segir Hildur og bætir því við að hún hafi alla tíð unnið markvisst að því að vera með fæturna á jörðinni. „Ég stunda mikið jóga og veit ekki hvar ég væri í þessu öllu ef ég hefði ekki þá hækju,“ segir hún. Eftir Óskarsverðlaunin ætlar Hildur heim til Berlínar og slaka á með fjölskyldunni. Ég hlakka til að komast aftur í hversdagslíf og hafra­ graut. Hamingjan felst nefnilega í hafragrautnum,“ segir hún. Hildur segist þó ekki þurfa að hafa áhyggjur af því að pússa arin­ hilluna til að raða þar verðlaunun­ um því að öll séu þau geymd inni í herbergi Kára, sonar hennar. „Þau eru öll bara við hliðina á teiknimyndasögunum hans, þar var lego en það er ekki pláss fyrir það lengur,“ segir hún hlæjandi. „Hann missti Emmy­inn í gólfið um daginn en það skiptir engu máli. Þetta er svona kona sem er að teygja sig upp í loft en okkar Emmy teygir sig aðeins til hliðar, tekur svona hliðarteygju, þetta er bara enn skemmtilegra og gerir hana per­ sónulega,“ segir Hildur að lokum og skilar kærri kveðju heim til Íslands. birnadrofn@frettabladid.is Hildur segir hamingju felast í hafragrautnum Hildur Guðnadóttir er tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir tónlist sína í kvik- myndinni Joker. Hún er nú stödd í Los Angeles með fjölskyldunni og nýtur þess að slaka á fyrir verðlaunahátíðina sem fram fer aðfaranótt mánudags. Hildur með Emmy-styttuna sem sonurinn missti. NORDICPHOTOS/GETTY 8 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.