Fréttablaðið - 08.02.2020, Blaðsíða 30
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og
umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit-
stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna
Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@
frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s.
550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf
Ábyrgðarmaður:
Jóhanna Helga Viðarsdóttir
Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli
Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@
frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is,
s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103,
Anton Sveinn segist hafa lært að hann sé svo miklu meira en íþróttin sem hann iðkar og er því hættur að taka því inn á sig ef illa gengur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Ég ræð ekki hversu
hratt aðrir synda
né í hvaða sætum þeir
lenda. Ég ræð bara
hversu hratt ég syndi.
Þar liggja mín markmið
og ég hef mjög háleit
markmið um að standa
mig vel. Ég mun ekkert
gefa eftir.
Framhald af forsíðu ➛
hugsa til baka og ylja sér við minn-
ingarnar þegar maður tók þátt í
sundsýningum til að sýna mömmu
og pabba hvað maður hafði lært
í sundi en klessti á bakkann og
línuna en hafði stórgaman af því
öllu í stað þess að stressa sig yfir
tímatökum eða tæknimistökum,“
segir Anton, sem æfði líka fótbolta,
frjálsar íþróttir og tafl á upp-
vaxtarárunum.
„Ég var í öllu sem mér þótti
skemmtilegt en sundið varð
alltaf ofan á. Pabbi, sem var mikið í
frjálsum á sínum tíma, hefur alltaf
hvatt mig til að vera í íþróttum.
Ég hef keppnisskapið frá bæði
honum og mömmu og það er hart
tekist á þegar spilað er heima og
ekkert gefið eftir, hvort sem það
eru borðspil eða Hornafjarðar-
Manni,“ segir Anton, sem nýtur
hverrar stundar í faðmi foreldra
sinna og tveggja systkina þegar
hann kemur heim til Íslands.
„Ég sakna fjölskyldunnar mikið
þegar ég er úti og hún mun alltaf
kalla á mig heim. Við njótum þess
að vera saman og ég reyni að vera
eins mikið með mínum nánustu
og ég get. Það hefur fengið meira
vægi með auknum aldri og þroska:
maður áttar sig á hvað er mikil-
vægast í lífinu.“
Fékk upp í kok af sundinu
Anton Sveinn býr nú í
Bandaríkjun um þar sem hann
undirbýr sig fyrir þátttöku í
Ólympíuleikunum en enn sem
komið er er hann eini Íslendingur-
inn sem kominn er með þátttöku-
rétt á leikunum sem fara fram í
Tókýó í sumar.
„Sundferillinn hefur verið eins
og annað í lífinu, maður tekur
eitt skref í einu. Mér fannst ég
taka risavaxið skref þegar ég varð
aldursflokkameistari í fyrsta
sinn og enn stærra skref þegar ég
varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn.
Svo setur maður markið hærra
og þegar ég fór að æfa með Jackie
Pellerin, þáver andi yfirþjálfara í
Ægi, hvatti hann mig til að setja
mér háleit markmið því þá ætti ég
möguleika á að komast á Ólympíu-
leikana. Mér fannst það ekki endi-
lega raunhæft en það er magnað
hvað getur gerst þegar maður setur
traust sitt á aðra og treystir því að
útkoman verði góð. Ég hafði tvö
tímabil til að æfa mig og trúði ekki
að ég ætti möguleika því þetta
var langsótt þegar maður skoðar
tímana mína á þessum tíma. En
sem betur fer urðu góðar bætingar
og ég náði á mína fyrstu Ólympíu-
leika árið 2012. Það gaf mér sjálfs-
traust og ég fann að ég var á réttum
stað,“ segir Anton Sveinn.
Hann segist þakklátur fyrir
tækifærin sem honum hafa
hlotnast í gegnum sundið.
„Ég var heppinn að fá skólastyrk
til náms við háskólann í Alabama,
sem er mjög góður sundskóli. Þar
lærði ég upp lýsingatæknifræði og
eftir útskrift réði ég mig til starfa
við fyrirtækja ráðgjöf á tæknisviði
Ernst &Young í Boston. Það var
áhugaverð reynsla og gaf mér góða
innsýn í bandaríska vinnumark-
aðinn, sem er á svo miklu stærri
skala en hér heima, og vikulega var
flogið með mann í verkefni með
stórum ráðgjafarteymum víðs
vegar um Bandaríkin,“ upplýsir
Anton Sveinn, sem eftir sjö mánuði
í starfi upplifði mikla togstreitu
gagnvart sundinu.
„Þessi tími reyndi mikið á til-
finninga- og sálarlíf mitt. Ég hafði
árin á undan æft og keppt fyrir
háskólaliðið, þar sem var mikil
pressa að ná sem bestum árangri
fyrir liðið, en smám saman týndi
ég ástinni á sundinu og var síð asta
árið óhamingjusamur í sundinu
og kominn með upp í kok af því. Ég
taldi mig því tilbúinn til að hætta í
sundinu, en það liðu ekki nema sjö
mánuðir þangað til mig var farið
að kitla að byrja aftur,“ segir Anton
Sveinn, sem eftir tvö ár í starfi hjá
Ernst & Young ákvað að gefa upp
vinnudrauminn í bili og eltast við
sunddrauminn.
Einblínir á hamingjuna
Eftir sjö mánaða sundpásu ákvað
Anton Sveinn að hefja sundæfing-
ar að nýju en nú fyrir sjálfan sig.
„Undir eins fann ég hvernig
ég virki lega naut þess að æfa og
keppa á svona háu sviði. Ég vann
langa vinnudaga sem voru ekki til
þess gerðir að ná hámarksárangri
í íþróttum en samt bætti ég mig
meira og komst inn á Ólympíu-
leikana. Það þótti mér óraun-
hæft í byrjun en með þessum
nýju áherslum; að hafa gaman af
sundinu, njóta þess að synda og
líta á það sem forréttindi, hefur
árangurinn fylgt í kjölfarið.
Árangur sem fylgir því að einblína
á hamingju, ánægju og það að hafa
gaman af í stað þess að einblína á
það eitt að ná góðum árangri og að
þá komi hamingjan. Ég er að átta
mig á þessu frekar seint á sund-
ferlinum en ég er mjög glaður að
geta horft á þetta svona í dag,“ segir
Anton Sveinn.
Hann varð 26 ára í desember.
„Fyrir tíu, fimmtán árum hefði
ég þótt orðinn gamall en þetta
hefur breyst mikið á undanförnum
árum og sundmenn sem keppa á
stórmótum í dag og ná þar sínum
besta árangri eru að verða æ eldri.
Þetta snýst ekki um aldur heldur
hvenær maður er í sínu besta
líkamsformi og ég hef aldrei verið
í betra líkamsformi en nú. Ég veit
að ég á helling inni í bankanum og
er spenntur að taka það út,“ segir
Anton Sveinn, sem gerir sér vonir
um að ná eins langt og hann kemst
á Ólympíuleikunum.
„Um leið og maður fer að setja
sér markmið um að ná ákveðnum
sætum setur maður markmiðin
í hendur annarra. Ég ræð ekki
hversu hratt aðrir synda né í hvaða
sætum þeir lenda. Ég ræð bara
hversu hratt ég mun synda, þar
liggja mín markmið og ég hef mjög
háleit markmið um að standa
mig vel. Svo verðum við bara að
sjá hversu langt þau munu fleyta
mér þegar kemur að því að keppa.
Ólympíuleikarnir eru stærsta
íþróttakeppni heims, sam keppnin
þar er gífurlega hörð og ekkert
er gefið eftir og það mun ég ekki
heldur gera,“ segir Anton Sveinn,
hvergi banginn að takast á við þá
bestu.
„Í gamla daga leið mér þannig að
ég hefði engan séns í að keppa við
þessa risa en viðhorfsbreytingin
sem hefur orðið hjá mér í sundinu
hefur breytt þessu. Ég lít svo á að
ég sé að keppa á móti sjálfum mér
og hef gaman af. Það eru auð-
vitað forréttindi að keppa á móti
bestu sundmönnum heims og ég
mun virkilega njóta þess að fá að
taka þátt. Af öllum þeim mótum
sem ég hef farið á man ég aldrei
eftir tímunum sem ég synti á eða
í hvaða sæti ég lenti; ég man bara
hvað var gaman á mótinu. Þetta
viðhorf tekur af mér alla pressu,
lætur mig synda mitt sund og njóta
þess í botn því um leið og athyglin
fer á einhvern annan getur virki-
lega eitthvað farið úrskeiðis,“ segir
Anton Sveinn.
Hann er stoltur af því að synda
fyrir Íslands hönd.
„Ég vil vitaskuld ná eins langt
og ég mögulega get fyrir þjóð
mína. Það eru forréttindi að vera
sendiboði Íslands og draumurinn
að geta sungið þjóðsönginn á verð-
launapöllunum.“
Mikilvægast að hafa gaman
Anton Sveinn hefur lítinn
tíma fyrir önnur áhugamál en
sundið. Hann býr nú í Blacksburg á
háskólasvæðinu við Virginia Tech-
háskólann þar sem sundþjálfarinn
hans æfir skólaliðið og nokkra
atvinnusundmenn.
„Ég æfi ellefu sinnum í viku, þar
af átta til níu sinnum í lauginni og
svo lyftingar þrisvar í viku. Eftir
að ég tók það skref að helga líf mitt
sundinu hef ég áttað mig á hversu
gífurlega mikilvægur andlegi hlut-
inn er og endurheimt. Þetta snýst
ekki bara um tímann sem eytt er í
lauginni heldur líka hvernig maður
notar tímann þegar maður er ekki
í lauginni. Að maður undirbúi sig
andlega, sé alltaf tilbúinn í næstu
æfingu, gefi sig 100 prósent, auki
gæðin á hverri æfingu og endur-
hlaðist. Allt er það stærra batterí
en ég gerði mér grein fyrir áður en
ég fór út í það,“ segir Anton Sveinn,
sem sinnir andlegu hliðinni hjá
íþróttasálfræðingnum Hafrúnu
Kristjánsdóttur.
„Hafrún hefur kennt mér mikið
á lífið og hvernig ég á að haga
mér í þess um aðstæðum. Það er
skemmtilegt lærdómsferli.“
Fyrirmynd Antons Sveins í
sundinu var Örn Arnarson í gamla
daga en nú er það þjálfarinn hans,
Spánverjinn Sergio Lopez.
„Sergio er sannkallaður læri-
faðir og hefur kennt mér svo
miklu meira en sund, líka um lífið
og það allra mikilvægasta, að hafa
gaman af sundinu. Hann vann
sjálfur til verðlauna á Ólympíu-
leikunum og hefur þjálfað marga
Ólympíumeistara í sundi, er
gífurlega reynslumikill og algjört
náttúrubarn í sundi. Það eru for-
réttindi að fá að vera á bakkanum
með Sergio og meðtaka viskuna
sem hann útdeilir þar,“ segir
Anton Sveinn.
Planið er að fara í MBA-meist-
aranám innan tveggja ára í Banda-
ríkjunum en framtíðina sér Anton
Sveinn á Íslandi.
„Ég lít á mig sem afreksmann í
íþrótt um frekar en atvinnumann
því að vera atvinnumaður er fyrir
mér að þiggja laun fyrir en það er
ekki þannig. Sundinu fylgir mikill
fórnarkostnaður því ég gæti verið í
fullri vinnu og unnið mér inn rétt-
indi í lífeyris- og eftirlauna sjóðum
en það sýnir hvað sundið er mér
mikilvægt og ég er ekki tilbúinn
að gefa sundferilinn á bátinn þrátt
fyrir að erfiða fjárhagslega. Ég fæ
afreksstyrki í gegnum Íþrótta- og
Ólympíusamband Íslands til að
mæta kostnaði en gæti þetta ekki
án þess stuðnings,“ segir Anton
Sveinn.
Hann segist hættur að taka það
inn á sig ef illa gengur.
„Það er auðvitað eðlilegt að vera
ósáttur ef maður uppsker ekki eins
og maður sáði eftir mikinn tíma,
orku og áreynslu en ég get ekki
dæmt mig eða búið til persónulegt
álit eftir því hvernig mér gengur í
sundinu. Ég hef þvert á móti lært
að þegar gengur bæði vel og illa að
ég er svo miklu meira en íþróttin
sem ég iðka. Ég er sonur, bróðir,
vinur og svo margt f leira sem hefur
meira vægi í lífinu.“
Einhleypur eins og er
Í frítímum þykir Antoni Sveini best
að vera með fjölskyldu og vinum,
slaka á og hafa það skemmtilegt.
„Ég hef gaman af því að detta í
góða sjónvarpsþætti og er mikill
aðdáandi Breaking Bad. Ég heillast
líka af óraunverulegum heimi
ævintýra og drama og horfði sem
límdur á Game of Thrones, eða
allt þar til þeir ákváðu að klúðra
öllu í lok síðustu seríunnar,“ upp-
lýsir Anton Sveinn, sem fer líka
rakleiðis á KFC þegar hann kemur
heim til Íslands.
„Það er bara staðreynd að það er
ekki til betri KFC-staður í heim-
inum en KFC á Íslandi. Ég hef búið
og ferðast vítt og breitt um Banda-
ríkin og upp lifað þvílík vonbrigði
því gæðin eru ekki þau sömu. Því
kem ég ekki heim án þess að koma
við á KFC og leyfi mér það hressi-
lega með fötu af hot wings og fötu
af kjúklingalundum; það er ekki
til neitt betra,“ segir Anton Sveinn
og hlær.
Hann er einhleypur.
„Já, eins og er. Það er erfitt að
púsla öllu saman þegar svona
mikill tími fer í sundið og því lítill
tími afgangs fyrir ástina.“
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 8 . F E B R ÚA R 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R