Fréttablaðið - 08.02.2020, Blaðsíða 90

Fréttablaðið - 08.02.2020, Blaðsíða 90
Lítið eitt um Halldór Halldór lauk framhaldsnámi á píanó vorið 2009 samhliða framhaldsnámi sínu og er með BA-próf frá Listaháskóla Íslands og MM-gráðu frá Man- hattan School of Music. Hann hefur komið fram sem einleikari eða hluti af hópum. Hefur starfað með Ensemble intercontemporain, Orchester philharmonique de Radio France, Radio-Sinfonieorches- ter Stuttgart, Sinfóníuhljóm- sveit Íslands, Oslo Sinfonietta og Tríói Reykjavíkur, svo aðeins fáir séu nefndir. Fyrsta hljómplatan mín er í vinnslu, hún heitir Stara og á henni eru klassísk verk sem ég hef verið að búa til síð-ustu árin,“ segir ísfirski píanóleikarinn og tónskáldið Hall- dór Smárason. „Þetta eru kammer- stykki að mestu leyti og eru þarna í f lutningi Strokkvartettsins Sigga og f leiri hljóðfæraleikara. Meðal annars spila tvær dömur úr Elektra Ensemble með og gítarleikarinn Gunnlaugur Björnsson leikur sóló- stykki sem ég samdi fyrir hann þegar við vorum báðir að læra úti í New York.“ Platan var tekin upp á Ísafirði á liðnu sumri og á að koma út í júní. „Ég komst í kynni við bandaríska útgáfufyrirtækið Sono Luminus sem hefur verið að gefa út Sin- fóníuhljómsveit Íslands, Daníel Bjarnason, Önnu Þorvalds, Sæunni Þorsteins og f leiri Íslendinga, og auðvitað marga alþjóðlega lista- menn. Fyrirtækið var tilbúið að gefa efnið mitt út og ég plataði alla vestur á Ísafjörð til að taka upp plötuna, fannst við hæfi að taka upp mína fyrstu plötu heima. Þar er æðislegur salur sem heitir Hamr- ar og er í Tónlistarskólanum, þar er líka frábær f lygill og hljómburður sem hentaði þessari músík sérlega vel,“ lýsir Halldór. Það sem er sérstakt við útgáfu- fyrirtækið Sono Luminus er að það sérhæfir sig í annarri upp- tökutækni en oft er notuð, að sögn Halldórs. „Stara er því tekin upp í hringóma hljóðkerfi þannig að fólk með slík kerfi geti hlustað á plötuna og notið tónlistarinnar til fulls. Við vorum með fullt af míkrófónum sem við röðuðum hljóðfæraleikurunum kringum. Það gefur tónlistinni skemmtileg litbrigði.“ Hömrum var breytt í stúdíó í f jóra daga. „Tæknifólkið í Sono Luminus kom frá Virginíu, hljóð- færaleikararnir komu að sunnan og sumir að utan,“ segir Halldór. „Það var mikið átak að láta þetta gerast en ótrúlega þýðingarmikið fyrir mig og nú er ég að reyna að reka smiðshöggið og klára fjármögnun- ina í gegnum Karolina Fund.“ Hann segir hægt að leggja verkefninu lið með ýmsum hætti,með því til dæmis að kaupa plötuna eða mynd- listarverk sem hann og bandaríski málarinn Bert Yarborough unnu í sameiningu. Miðar séu í boði á útgáfutónleika í Reykjavík og á Ísa- firði, einnig sé hægt að panta tón- listaratriði í veislu eða kaupa sig inn á stofutónleika heima hjá honum. „Ég ætla að bjóða fólki heim, Thelma, kona mín, ber fram kaffi og kruðerí og ég leik á f lygilinn. Ég á enn eftir að ákveða hvað ég f lyt, það bíður betri tíma.“ Halldór f lutti með fjölskyldu sína austur í Hveragerði fyrir ári og upplýsir að þar líði henni vel. Þar séu yndislegar gönguleiðir og lítið mál að skreppa í skokkferð upp í fjall. Hann sé einmitt nýkominn úr einni slíkri. Svo sé hann með frábæra vinnuaðstöðu heima, þaðan njóti hann útsýnis og fái innblástur. „Hveragerði hefur lengi verið listamannabær, það er ein- hver andi yfir honum sem er fullur af sköpunarkrafti. Hér er líka svo gott bæjarlíf og auðvelt að kynn- ast fólki. Þetta er bara eins og fyrir vestan, maður fer út í búð, þekkir f lest andlitin og fólk horfir í augun á manni. Það er bæjarbragur sem við kunnum að meta,“ segir hann ánægður og heldur áfram að lýsa aðstæðum fjölskyldunnar. „Konan mín er í mastersnámi í heilbrigðis- vísindum og að vinna í Birtu, endurhæfingarstöð á Selfossi. Við eigum tvo stráka sem geta hlaupið hér milli húsa og leikskólinn er í bakgarðinum, liggur við. Svo er tengdó í sömu götu svo við höfum gott bakland,“ segir Halldór og fullyrðir að lífsgæðin hafi aukist til muna við að f lytja austur fyrir fjall.“ Plataði alla vestur á firði að taka upp plötu Þeir sem hafa sótt tónleika Sætabrauðsdrengjanna vita hver píanóleikarinn Halldór Smárason er. Hann hefur reyndar víða spilað og svo er hann líka tónskáld. Nú er plata með verkum hans í vændum. Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is Halldór var með verk á tónleikum í Iðnó á Myrkum músíkdögum og þar er myndin tekin. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI KVIKMYNDIR The Gentlemen Leikstjórn: Guy Ritchie Leikarar: Matthew McConaughey, Charlie Hunnam, Michelle Dockery, Hugh Grant, Colin Farrell Guy Ritchie olnbogaði sig inn í kvikmyndaheiminn með mynd- inni Lock, Stock & Two Smoking Barrels og innsiglaði síðar hug- takið „Guy Ritchie-mynd“ með Snatch. Myndirnar tvær, og síðar RocknRolla, eru keimlíkar sögur af undirheimum Bretlands, troðfullar af litríkum persónum, eftirminni- legum frösum, örri klippingu og söguþræði í gríðarlegri f lækju sem leysist þó alltaf einhvern veginn að lokum. Inn á milli hefur Ritchie dútlað við alls konar mis- góðar myndir sem f lokkast ekki sem „Guy Ritchie-myndir“. The Gentlemen virtist því spennandi enda hefur hún öll einkenni hins klassíska stíls Ritchie. Myndin segir frá bandaríska eiturlyfjakónginum Mickey Pear- son sem rekur gríðarlega arðbært maríjúanaveldi í undirheimum Bretlands. Fullsaddur af grasbraski hefur Pearson ákveðið að selja veldið og kúpla sig út úr glæpalíf- erninu, en kúplingin er stirð og vegurinn að heiðvirðu lífi er torfær. Við tekur skrautleg atburðarás þar sem gráðugir eiginhagsmunaseggir reyna að maka krókinn og óvitandi grey dragast tilviljanakennt inn í ruglið. Öll helstu stílbrögð Ritchie eru á sínum stað en þó virðist eitthvað vanta. Leikaravalið er stórbrotið og skara Colin Farrell og Hugh Grant fram úr í sínum hlutverkum, en persónurnar á heilt litið eru ekki jafn eftirminnilegar og í eldri myndum leikstjórans. Atburða- rásin er ekki jafn hröð og f lækjan hvorki jafn f lókin né áhugaverð. Nokkur atriði stinga líka í stúf við glettið andrúmsloft myndarinnar og fara allt of langt í að reyna að dekkja myndina. Þær virka frekar eins og að hella bleki í kaffibollann frekar en að sleppa mjólkinni. The Gentlemen kemst því ekki alveg með tærnar þar sem hinar myndirnar hafa hælana. Það er þó ekki þar með sagt að myndin sé léleg – þvert á móti er hún góð og bíóferðarinnar vel þess virði. Það er einungis í samanburði við hinar myndir Ritchie sem hún virðist dauf. Arnar Tómas Valgeirsson NIÐURSTAÐA: Fínasta skemmtun sem er þó ansi flöt í samanburði við bestu myndir Ritchie. Allt-í-læ Guy 8 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R42 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.