Fréttablaðið - 08.02.2020, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 08.02.2020, Blaðsíða 72
Breski leikarinn Henry Cavill varð meðal annars þekktur fyrir túlkun sína á Super- man en hefur eignast marga nýja aðdáendur eftir að þættirnir The Witcher komu út á Netflix fyrir jólin. Þar leikur Cavill aðalpersón- una, Geralt frá Rivia. Margir hafa veitt því athygli að í þáttunum er Cavill í sérlega góðu formi, en hann segir að það sé einfaldlega nauðsynlegur hluti af starfinu. Mörgum leikurum er illa við að tala um hvernig þeir halda sér í formi, hugsanlega vegna þess að aðferðirnar sem þeir beita eru ekki endilega á færi venjulegs fólks því þær krefjast svo mikils tíma og kostnaðar. En Henry Cavill er ekki einn þeirra. Cavill segist líta á líkamsræktina sem hluta af starfi sínu. „Ég þarf að líta út á ákveðinn hátt, ég þarf að vera við góða heilsu og líkaminn þarf að geta gert ákveðna hluti í langan tíma, án þess að gefa sig, þannig að ég þarf að æfa,“ segir hann. Það er kannski ekki furða að maðurinn sem lék sjálfan Super- man sé ekki feiminn við lóðin, en hann hefur lagt á sig mikla vinnu til að finna út úr því hvers konar æfingar og mataræði henta sér. Hann vinnur líka með þjálfar- anum Dave Rienzi, sem er líka styrktarþjálfari Dwayne Johnson, en Rienzi og Cavill hafa unnið saman frá því að Cavill tók við hlutverki Superman. En Cavill var ekki alltaf í góðu formi. Hann sóttist eftir hlut- verki ofurspæjarans James Bond þegar Pierce Brosnan hætti en var hafnað af því að hann var talinn of þybbinn fyrir hlutverkið. Þarf að þola áhættuleik Cavill segir að hann taki þolæf- Líkamsrækt er hluti af starfinu Leikarinn Henry Cavill hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína sem Geralt í Netflix-þátt- unum The Witcher, meðal annars fyrir að vera í sérlega góðu formi. Cavill segir það hluta af starfinu. Breski leikarinn Henry Cavill er með sama styrktarþjálfara og Dwayne Johnson og segir að líkamsrækt sé einfaldlega nauðsynlegur hluti af starfinu og að án hennar gæti hann ekki sinnt þeim hlutverkum sem hann tekur að sér. Þá hefði hann ekki rétt útlit og gæti ekki leikið í áhættuatriðum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Henry Cavill vakti mikla athygli fyrir frammistöðu sína í hlutverki Geralt frá Rivia í Netflix-þáttunum The Witcher, sem komu út fyrir jól. MYND/NETFLIX Cavill stundar fyrst og fremst vaxtarræktaræfingar því þær þreyta hann ekki of mikið, enda þolir hann 16–17 stunda vinnudaga. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr@frettabladid.is ingu áður en hann borðar á morgnana og hann lætur 4–6 tíma líða frá máltíð áður hann æfir, svo meltingarkerfið sé ekki lengur að vinna úr mat. Hann tók svo vel á því hvenær sem hann gat troðið inn æfingum á meðan hann var í tökum. „Þetta eru venjulegar vaxtar- ræktaræfingar, því þær eru ekki of krefjandi fyrir taugakerfið,“ segir Cavill. „Ég komst að því að þegar ég tók æfingar sem kröfðust meiri sprengikrafts, eins og Crossfit, þá var ég svo þreyttur að ég varð uppgefinn um hádegisbil. En vaxtarræktaræfingar skila öllu sem ég þarf að ná útlitslega séð og gera líkamann í stakk búinn til að þola áhættuleik án þess að verða algjörlega búinn á því.“ Það eru ekki allir Superman „Þegar ég var að taka upp fyrstu þáttaröð af The Witcher var ég að vinna 16–17 tíma á dag, stundum meira,“ segir Cavill. „Ég vaknaði klukkan hálf þrjú á nóttunni til að fara í vinnuna. Ég fór fyrst í rætkina og svo í hár og förðun í tvo tíma og það var eini tíminn sem ég hafði til að læra línurnar mínar.“ Cavill segir að litlar breytingar á mataræði hafi hjálpað honum í gegnum þessa stífu dagskrá. Cavill borðar aðallega egg, steik, kjúkling, kartöf lur og brúnt pasta og segir að rósmarínvatn hafi hjálpað honum að verða skýr- ari í hausnum þegar hann var búinn að vera að vinna sex daga vikunnar í sjö mánuði og vildi bara að vinnunni væri lokið. Hann bendir líka á að það séu ekki allir Superman og það sé í góðu lagi. „Það sem er mikilvæg- ast að muna er að þú ert þú,“ segir Cavill. „Allir hafa ólíka genasam- setingu, allir eru á ólíkum stað í hreysti eða þjálfun og með ólíkt mataræði. Þannig að fólk á að gera sitt og bara passa að hver einasta æfing sé eins erfið og maður getur haft hana.“ Aðeins 5 verð 2000.- 3000.- 4000.- 5000.- 6000.- str. 36-56 Útsölubuxur kr. 3.900 Bæjarlind 6 • S. 554 7030 Við erum á Facebook ALGJÖRT VERÐHRUN Á ÚTSÖLUVÖRUM 8 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 8 . F E B R ÚA R 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.