Fréttablaðið - 08.02.2020, Blaðsíða 18
Gio Reyna
Aldur: 17 ára
Daniel Maldini
Aldur: 18 ára
Erling Braut Håland
Aldur: 19 ára
Federico Chiesa
Aldur: 22 ára
Justin Kluivert
Aldur: 20 ára
Marcus Thuram
Aldur: 22 ára
Claudio Reyna
Aldur: 46 ára
Paolo Maldini
Aldur: 51 árs
Alf-Inge Håland
Aldur: 47 ára
Enrico Chiesa
Aldur: 49 ára
Patrick Kluivert
Aldur: 43 ára
Lilian Thuram
Aldur: 48 ára
Gio Reyna stimplaði sig inn í Evrópuboltann með stórkost-
legu marki á þriðjudag. Hann varð þar með yngsti marka-
skorari þýska bikarsins. Hann er sonur Claudio Reyna sem
spilaði yfir 100 landsleiki með bandaríska landsliðinu og lék
í Þýskalandi, Skotlandi og Englandi á sínum ferli. Móðir hans,
Danielle Egan, var einnig landsliðskona í fótbolta en hann er
skírður í höfuðið á samherja Claudio hjá Glasgow Rangers,
Giovanni van Bronckhorst.
Enn einn úr Maldini-fjölskyldunni þreytti frumraun sína
með AC Milan í vikunni þegar Daniel kom inn á undir lokin í
viðureign AC Milan og Hellas Verona. Snáðinn er 18 ára, sonur
Paolo, sem er sonur Cesare. Þeir feðgar varpa ansi stórum
skugga á guttann, enda unnu þeir deildina alls ellefu sinnum
og Paolo vann Meistaradeildina fimm sinnum. Daniel spilar
reyndar framar á vellinum en faðir hans og afi því þeir voru
báðir varnarmenn en Daniel er miðjumaður.
Sonurinn getur ekki reimað á sig takkaskó án þess að skora.
Erling Braut er auðvitað orðinn stórstjarna með Dortmund en
pabbi hans, Alf-Inge, var góður í fótbolta. Hann spilaði með
Bryne og sjálfur Brian Clough keypti hann til Nottingham
Forest. Félagaskiptin tóku reyndar um eitt ár og urðu George
Graham að falli en hann stakk háum fjárhæðum í vasann af
félagaskiptum norskra leikmanna.
Enrico Chiesa var magnaður markaskorari á Ítalíu og vann
UEFA-bikarinn með Parma árið 1999 þar sem hann endaði
markahæstur með átta mörk. Þá spilaði hann á HM og EM með
Ítalíu. Sonurinn er núna tekinn við keflinu hjá Fiorentina og er
kominn með 18 mörk í 117 leikjum. Hann hefur verið í ítalska
landsliðinu síðan 2018 og var sterklega orðaður við Juventus
í sumar. Hann fór þó hvergi heldur hélt tryggð við Fiorentina
– svona í bili minnsta kosti.
Það hefur verið vitað í töluverðan tíma að Justin væri gífurlegt
efni. Líkt og faðir hans ólst hann upp hjá Ajax og var ekki lengi
að láta ljós sitt skína. Á fyrsta heila tímabilinu sínu skoraði hann
10 mörk og lagði upp önnur fimm. Roma keypti piltinn þar sem
hann er í og við byrjunarliðið. Karl faðir hans skoraði marg-
frægt sigurmark Ajax gegn AC Milan árið 1995 og varð stór-
stjarna á einni nóttu. Hann stýrir nú yngri f lokkum Barcelona.
Þegar Borussia M’gladbach tyllti sér á toppinn í Þýskalandi
um stund í desember skoraði Thuram eitt marka félagsins.
Hann er auðvitað sonur eins besta varnarmanns allra tíma,
Lilian, sem vann nánast allt sem hægt er að vinna innan vallar.
Marcus er á hinum enda vallarins og eftir að hafa verið tvö
ár hjá Guingamp var hann keyptur í fyrra til Þýskalands á 11
milljónir punda. Hann hefur komið að 11 mörkum í 20 leikjum
og er á samningi hjá Mino Raiola.
Boltafeðgar úti um allan heim
Í vikunni kom enn einn Maldini-inn inn á fyrir AC Milan og sonur Claudio Reyna varð yngsti markaskorari þýsku bikarkeppninnar.
Það getur verið erfitt að feta í fótspor föður síns en sumir unglingar eru á góðri leið með að verða jafnvel betri en þeir gömlu góðu.
FÓTBOLTI Að mati laga- og leik-
reglnanefndar KSÍ er framsetning á
tillögu Skagamanna um fjölgun liða
í efstu tveimur deildunum ófull-
komin og þarfnast frekari skoð-
unar. Nefndin bendir einnig á að
fjölmörg atriði þurfi að skoða sam-
hliða eða áður en tillagan er tekin
til umfjöllunar. Til dæmis ákvæði
leyfisreglugerðar KSÍ, kostnaðar-
mat breytinga, ákvæði reglugerðar
um knattspyrnumót, ákvæði reglu-
gerðar um knattspyrnuleikvanga og
fleira.
Tillögunni er ætlað að taka gildi
á næsta ári og efast nefndin um að
unnt sé að hrinda lagabreytingar-
tillögunni, sem fyrirfram er vitað
að veruleg óvissa ríkir um, eins og
segir í fundargerð nefndarinnar, í
framkvæmd innan tímarammans
eða yfirleitt. Nefndin telur að til-
lagan feli jafnvel í sér ómöguleika
að framkvæma og sé ekki rétt að
festa í lög KSÍ.
„Mikilvægt er að undanfari slíkr-
ar lagabreytingartillögu sé vandað-
ur undirbúningur þannig að tryggt
er að unnt sé að hrinda ákvæðinu
í framkvæmd sé vilji til þess, m.a.
með hliðsjón af skipulagi knatt-
spyrnumála og þeim reglugerðum
sem um það gilda. Sú undirbúnings-
vinna liggur ekki fyrir,“ segir í fund-
argerðinni sem Skagamaðurinn
Gísli Gíslason veitir formennsku og
Tillaga Skagamanna ómöguleg í framkvæmd
Úr leik Skagamanna í Pepsi-deildinni í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Haukur Hinriksson, lögfræðingur
KSÍ er í. Nefndin leggur til að til-
lagan verði ekki samþykkt í fundar-
gerð frá 4. febrúar. – bb
Mikilvægt er að
undanfari slíkrar
lagabreytingartillögu sé
vandaður undirbúningur
þannig að tryggt er að unnt
sé að hrinda ákvæðinu í
framkvæmd.
Úr fundargerð laga-
og leikjanefndar KSÍ
8 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R18 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SPORT