Fréttablaðið - 08.02.2020, Side 18

Fréttablaðið - 08.02.2020, Side 18
Gio Reyna Aldur: 17 ára Daniel Maldini Aldur: 18 ára Erling Braut Håland Aldur: 19 ára Federico Chiesa Aldur: 22 ára Justin Kluivert Aldur: 20 ára Marcus Thuram Aldur: 22 ára Claudio Reyna Aldur: 46 ára Paolo Maldini Aldur: 51 árs Alf-Inge Håland Aldur: 47 ára Enrico Chiesa Aldur: 49 ára Patrick Kluivert Aldur: 43 ára Lilian Thuram Aldur: 48 ára Gio Reyna stimplaði sig inn í Evrópuboltann með stórkost- legu marki á þriðjudag. Hann varð þar með yngsti marka- skorari þýska bikarsins. Hann er sonur Claudio Reyna sem spilaði yfir 100 landsleiki með bandaríska landsliðinu og lék í Þýskalandi, Skotlandi og Englandi á sínum ferli. Móðir hans, Danielle Egan, var einnig landsliðskona í fótbolta en hann er skírður í höfuðið á samherja Claudio hjá Glasgow Rangers, Giovanni van Bronckhorst. Enn einn úr Maldini-fjölskyldunni þreytti frumraun sína með AC Milan í vikunni þegar Daniel kom inn á undir lokin í viðureign AC Milan og Hellas Verona. Snáðinn er 18 ára, sonur Paolo, sem er sonur Cesare. Þeir feðgar varpa ansi stórum skugga á guttann, enda unnu þeir deildina alls ellefu sinnum og Paolo vann Meistaradeildina fimm sinnum. Daniel spilar reyndar framar á vellinum en faðir hans og afi því þeir voru báðir varnarmenn en Daniel er miðjumaður. Sonurinn getur ekki reimað á sig takkaskó án þess að skora. Erling Braut er auðvitað orðinn stórstjarna með Dortmund en pabbi hans, Alf-Inge, var góður í fótbolta. Hann spilaði með Bryne og sjálfur Brian Clough keypti hann til Nottingham Forest. Félagaskiptin tóku reyndar um eitt ár og urðu George Graham að falli en hann stakk háum fjárhæðum í vasann af félagaskiptum norskra leikmanna. Enrico Chiesa var magnaður markaskorari á Ítalíu og vann UEFA-bikarinn með Parma árið 1999 þar sem hann endaði markahæstur með átta mörk. Þá spilaði hann á HM og EM með Ítalíu. Sonurinn er núna tekinn við keflinu hjá Fiorentina og er kominn með 18 mörk í 117 leikjum. Hann hefur verið í ítalska landsliðinu síðan 2018 og var sterklega orðaður við Juventus í sumar. Hann fór þó hvergi heldur hélt tryggð við Fiorentina – svona í bili minnsta kosti. Það hefur verið vitað í töluverðan tíma að Justin væri gífurlegt efni. Líkt og faðir hans ólst hann upp hjá Ajax og var ekki lengi að láta ljós sitt skína. Á fyrsta heila tímabilinu sínu skoraði hann 10 mörk og lagði upp önnur fimm. Roma keypti piltinn þar sem hann er í og við byrjunarliðið. Karl faðir hans skoraði marg- frægt sigurmark Ajax gegn AC Milan árið 1995 og varð stór- stjarna á einni nóttu. Hann stýrir nú yngri f lokkum Barcelona. Þegar Borussia M’gladbach tyllti sér á toppinn í Þýskalandi um stund í desember skoraði Thuram eitt marka félagsins. Hann er auðvitað sonur eins besta varnarmanns allra tíma, Lilian, sem vann nánast allt sem hægt er að vinna innan vallar. Marcus er á hinum enda vallarins og eftir að hafa verið tvö ár hjá Guingamp var hann keyptur í fyrra til Þýskalands á 11 milljónir punda. Hann hefur komið að 11 mörkum í 20 leikjum og er á samningi hjá Mino Raiola. Boltafeðgar úti um allan heim Í vikunni kom enn einn Maldini-inn inn á fyrir AC Milan og sonur Claudio Reyna varð yngsti markaskorari þýsku bikarkeppninnar. Það getur verið erfitt að feta í fótspor föður síns en sumir unglingar eru á góðri leið með að verða jafnvel betri en þeir gömlu góðu. FÓTBOLTI Að mati laga- og leik- reglnanefndar KSÍ er framsetning á tillögu Skagamanna um fjölgun liða í efstu tveimur deildunum ófull- komin og þarfnast frekari skoð- unar. Nefndin bendir einnig á að fjölmörg atriði þurfi að skoða sam- hliða eða áður en tillagan er tekin til umfjöllunar. Til dæmis ákvæði leyfisreglugerðar KSÍ, kostnaðar- mat breytinga, ákvæði reglugerðar um knattspyrnumót, ákvæði reglu- gerðar um knattspyrnuleikvanga og fleira. Tillögunni er ætlað að taka gildi á næsta ári og efast nefndin um að unnt sé að hrinda lagabreytingar- tillögunni, sem fyrirfram er vitað að veruleg óvissa ríkir um, eins og segir í fundargerð nefndarinnar, í framkvæmd innan tímarammans eða yfirleitt. Nefndin telur að til- lagan feli jafnvel í sér ómöguleika að framkvæma og sé ekki rétt að festa í lög KSÍ. „Mikilvægt er að undanfari slíkr- ar lagabreytingartillögu sé vandað- ur undirbúningur þannig að tryggt er að unnt sé að hrinda ákvæðinu í framkvæmd sé vilji til þess, m.a. með hliðsjón af skipulagi knatt- spyrnumála og þeim reglugerðum sem um það gilda. Sú undirbúnings- vinna liggur ekki fyrir,“ segir í fund- argerðinni sem Skagamaðurinn Gísli Gíslason veitir formennsku og Tillaga Skagamanna ómöguleg í framkvæmd Úr leik Skagamanna í Pepsi-deildinni í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Haukur Hinriksson, lögfræðingur KSÍ er í. Nefndin leggur til að til- lagan verði ekki samþykkt í fundar- gerð frá 4. febrúar. – bb Mikilvægt er að undanfari slíkrar lagabreytingartillögu sé vandaður undirbúningur þannig að tryggt er að unnt sé að hrinda ákvæðinu í framkvæmd. Úr fundargerð laga- og leikjanefndar KSÍ 8 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R18 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.