Fréttablaðið - 29.02.2020, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 29.02.2020, Blaðsíða 6
B irt m eð fyrirvara um m ynd- og textabrengl Þetta flytur sig ekki sjálft! Sixt langtímaleiga einfaldar reksturinn ÞjónustuskoðanirTryggingar og gjöld Hefðbundið viðhaldDekk og dekkjaskipti Kynntu þér kosti langtímaleigu á sixtlangtímaleiga.is eða hafðu samband við viðskiptastjóra Sixt í síma 540 2222 eða á vidskiptastjori@sixt.is. (Atvinnubílar á langtímaleigu koma hreyfingu á hlutina) Innifalið í langtímaleigu: Verð frá: 63.900 kr. á mán án vsk. Verð með vsk. frá: 79.236 kr. á mánuði. Pantaðu bílinn á sixtlangtimaleiga.is. Dregið úr hættu á COVID-19 kórónuveirusmiti n Gæta vel að hreinlæti, þvo hendur reglulega með sápu og nota handspritt. Forðast snert- ingu við augu, nef og munn. n Hósta og hnerra í krepptan olnboga eða í pappír þegar um kvefeinkenni er að ræða. n Forðist náið samneyti við ein- staklinga með hósta og almenn kvefeinkenni. n Sýna aðgát í umgengni við algenga snertifleti á fjölförnum stöðum, s.s. handrið, lyftu- hnappa, snertiskjái, greiðslu- posa og hurðarhúna. n Heilsa frekar með brosi en handabandi eða faðmlagi. n Eldið vel kjöt og egg. Forðist að koma nærri lifandi dýrum á markaðstorgum. HEILBRIGÐISMÁL „Við erum búin að vera að fylgjast með þróun þessa faraldurs frá því fyrstu fregnir af honum bárust og erum ágætlega undirbúin,“ segir Katrín Jakobs- dóttir forsætisráðherra um þau tíðindi að COVID-19 kórónaveiran sé komin til Íslands. Fyrsta tilfellið af COVID-19 veir- unni hérlendis var staðfest í gær. Um er að ræða karlmann á fimm- tugsaldri sem hafði dvalið á skíða- svæði á Norður-Ítalíu. Samkvæmt upplýsingum frá Embætti land- læknis er maðurinn ekki alvarlega veikur. Maðurinn kom til landsins síðast- liðinn laugardag en svæðið þar sem hann dvaldi ásamt eiginkonu sinni og dóttur var ekki innan skilgreinds hættusvæðis. Ríkislögreglustjóri ákvað í kjölfar staðfestingar á smit- inu að virkja hættustig almanna- varna í samráði við sóttvarnalækni. Katrín segir það styrkleika íslensku þjóðarinnar hvað hún standi vel saman þegar eitthvað bjáti á. „Ég veit að við munum öll leggja okkar af mörkum til að sporna gegn útbreiðslu faraldurs- ins. Við njótum þess líka að eiga gott fagfólk og trausta innviði og getum tekist á við þetta með sameiginlegu átaki,“ segir Katrín. Almannavarnadeild ríkislög- reglustjóra og sóttvarnalæknir héldu blaðamannafund þar sem farið var yfir stöðuna. Þar sátu landlæknir og fulltrúi Landspítala einnig fyrir svörum. Fram kom að vinna stæði yfir við að rekja ferðir mannsins. Hann er nú í einangrun á smitsjúkdómadeild Landspítalans. Þá var greint frá því að vinnu- staður mannsins og fjölskylda væru komin í einangrun. Sýni sem tekið var úr eiginkonu mannsins í gær reyndist neikvætt. Þórólfur Guðnason sóttvarna- læknir sagði á blaðamannafund- inum í gær að það hefði alltaf verið vitað að veiran myndi berast til Íslands. Í leiðbeiningum frá Land- læknisembættinu segir meðal annars að draga megi úr hættu á kóróna veirusmiti með því að gæta vel að hreinlæti. „Við munum skerpa á þessum leið beiningum og síðan verðum við að sjá hvort ein hverjar f leiri leið- beiningar muni koma út. Það má alveg gera ráð fyrir f leiri smitum, hversu mörgum er ómögu legt að segja,“ sagði Þór ólfur og bað fólk að halda ró sinni þrátt fyrir stöðuna. Katrín segir að stjórnvöld séu vel undirbúin. „Ráðuneyti, stofnanir og fyrirtæki hafa unnið viðbragðs- áætlanir verði útbreiðsla farald- ursins hröð. Heilbrigðisyfirvöld hafa haft gott upplýsingaf læði til almennings með leiðbeiningum um varúðarráðstafanir og nú ríður á að við tökum höndum saman og fylgjum þeim leiðbeiningum vel.“ Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í gær að setja á fót sérstakan stýrihóp ráðuneytisstjóra allra ráðuneyta um samfélagsleg og hag- ræn viðbrögð vegna faraldursins. Útbreiðsla hans hefur haft víðtæk áhrif um allan heim, bæði sam- félagslega og efnahagslega. Hluta- bréf hafa hrunið í kauphöllum og samdráttur er þegar farinn að gera verulega vart við sig í ferðaþjónustu. Markaðsvirði allra félaga á aðal- lista Kauphallarinnar lækkaði um 135 milljarða í vikunni eða um tæp 11 prósent. Hlutabréfamarkaðurinn á Íslandi hefur ekki átt verri viku síðan árið 2009. Hlutabréfavísitalan Dow Jones féll um 1,5 prósent í gær eftir met- fall á fimmtudag þegar hún féll um 4,4 prósent og alþjóðlegir markaðir hafa ekki fengið sambærilegan skell síðan í efnahagskreppunni 2008. Í tilkynningu frá ríkisstjórninni segir að áhersla sé lögð á að styrkja samhæfingu stjórnvalda þannig að unnt verði að grípa til viðeigandi ráðstafana á hverjum tíma. adalheidur@frettabladid.is sighvatur@frettabladid.is Katrín segir stjórnvöld vel undirbúin Sóttvarnalæknir, heilbrigðisráðherra, landlæknir, dómsmálaráðherra og yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Forsætisráðherra segir að fylgst hafi verið vel með þróun COVID-19 faraldursins og stjórn- völd séu ágætlega undir- búin nú þegar veiran hafi borist til Íslands. Mikilvægt sé að almenn- ingur fylgi leiðbeining- um viðbragðsaðila. 2 9 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.