Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.02.2020, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 29.02.2020, Qupperneq 18
2 9 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R18 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð GOLF Viktor Hovland braut blað í sögu norska golfsambandsins um síðustu helgi þegar hann varð fyrsti Norðmaðurinn til að sigra á móti á PGA-mótaröðinni, innan við ári eftir að hann gerðist atvinnu- kylfingur. Hovland setti niður tíu metra pútt fyrir sigur á Coco Beach golfvellinum, sem kom í veg fyrir að hann þyrfti að fara í bráðabana gegn Josh Teater, og tryggði sér um leið keppnisrétt út árið 2022 og 540.000 dollara sem eru tæplega 70 milljónir íslenskra króna. Þá skaust Viktor upp um 42 sæti á styrkleika- lista heimsins í golfi og er í 60. sæti, tíu sætum frá því að öðlast þátt- tökurétt á Masters-mótinu í apríl. Viktor fór að leika golf ellefu ára þegar pabbi hans bjó í Bandaríkj- unum og snemma varð ljóst að kylf- ingurinn var bráðefnilegur. Fimm árum seinna stóð Viktor uppi sem norskur meistari í höggleik. Árið 2015 ákvað Viktor að leika fyrir hönd Oklahoma State háskólans í golfi, sem er sami skóli og Rickie Fowler lék með. Með sigri á Opna bandaríska meistaramóti áhuga- kylfinga árið 2018 öðlaðist Viktor þátttökurétt sem áhugakylfingur á þremur risamótum ári seinna, Masters-mótinu, Opna bandaríska og Opna breska meistaramótinu. Stærra svið virtist ekki truf la Viktor sem lék með Brooks Koepka og Francesco Molinari á fyrsta degi á Opna bandaríska og lenti í tólfta sæti á mótinu. Kom hann í hús á besta skori áhugakylfings í sögunni og bætti með því 59 ára gamalt met Jack Nicklaus. Á sama tíma afrekaði hann að verða fyrsti kylfingurinn í 21 ár sem lék best allra áhugakylf- inga á Masters-mótinu og Opna bandaríska á sama ári. Það var því ljóst í hvað stefndi og ákvað norski kylfingurinn að gerast atvinnukylfingur eftir Opna banda- ríska meistaramótið. Ping var strax tilbúið að semja við hinn bráðefni- lega Viktor og náði hann að vinna sér inn þátttökurétt á PGA-móta- röðinni á yfirstandandi tímabili með góðum árangri á næststerk- ustu mótaröð Bandaríkjanna það sem eftir lifði ársins. Tímabilið til þessa hefur verið kaf laskipt eins og eðlilegt er hjá yngri kylfingum. Tvisvar hafði Viktor endað meðal tíu efstu áður en kom að mótinu í Púertó Ríkó um helgina. Hann sýndi hvað stutt er í fallið þegar hann fékk þrefaldan skolla á elleftu braut um síðustu helgi, sem hleypti öðrum kylfing- um inn í mótið og var hreinskilinn þegar hann ræddi mistök sín eftir mótið. „Ég er ömurlegur í innáhögg- um. Það sást bersýnilega þarna, ég kemst of oft upp með það, en ég þarf að æfa þessi högg og gera betur.“ Erfið veðurskilyrði gerðu kylf- ingum erfitt fyrir á lokaholunum en Viktor sýndi stáltaugar og land- aði fyrsta titlinum með því að setja niður erfitt pútt í tólfta mótinu sem hann tók þátt í sem atvinnu- kylfingur. Spurningin er nú, hvert er næsta skref kylfingsins? Þessi bráðefni- legi kylfingur hefur ekki farið leynt með áhuga sinn að komast í Ryder- liðið í haust og ef hann heldur rétt á spöðunum er kominn nýr kylfingur í fremstu röð frá Skandinavíu, sem hefur horft upp á sænska og danska kylfinga skara fram úr þeim norsku undanfarin ár. Fyrst þarf Viktor hins vegar að rjúfa álög, ef svo má segja. Will Gray, fjölmiðlamaður á Golf Channel, vakti athygli á því að í ell- efu ára sögu mótsins í Púertó Ríkó hefur engum kylfingi sem hefur unnið mótið, tekist að vinna mót annarsstaðar í PGA-mótaröðinni. Michael Bradley sem vann fyrsta mótið náði að endurtaka leikinn í Púertó Ríkó, en engum hefur tekist að vinna annað mót. kristinnpall@frettabladid.is SPORT Norskur kylfingur með stáltaugar Viktor Hovland vann sitt fyrsta mót á PGA-mótaröðinni um helgina þegar hinn 22 ára gamli Norðmaður vann Puerto Rico Open. Hann skaust fram á sjónarsviðið sem áhugakylfingur á risamótunum í fyrra og er fyrsti Norðmaðurinn sem vinnur mót á PGA. Viktor Hovland sáttur eftir að hafa sett niður tíu metra pútt fyrir sigurinn í Púertó Ríkó. Hann varð um leið fyrsti Norðmaðurinn til að vinna mót á PGA-mótaröðinni. MYND/GETTY Öðlingur sem hlustar mikið á þungarokk „Ég spilaði með honum í Jac- ques Leglise og mætti honum nokkrum sinnum þegar ég var að spila fyrir Kent State og hann var að spila með Oklahoma State í bandaríska háskólagolfinu. Hann er alveg hrikalega almennilegur strákur, svakalega hógvær og góður maður fyrst og fremst,“ sagði Gísli Sveinbergsson, kylf- ingur úr GK, sem lék með Viktori Hovland í úrvalsliði Evrópu gegn úrvalsliði Bretlands í Jacques Leglise-mótinu, aðspurður hvernig væri að spila með Norð- manninum. „Fyrst og fremst er hann auð- vitað frábær kylfingur. Það er auðvitað svolítið auðvelt að segja það eftir á en maður sá alveg hversu framarlega hann var og það er gaman að sjá stökkið sem hann hefur tekið á fyrsta ári sínu á PGA-mótaröðinni. Það lýsir honum vel, honum kemur vel við alla og laus við stjörnustæla eins og sumir eru með á þessu stigi íþróttarinnar og það hefur hjálpað honum að að- lagast mótaröðinni betur.“ Aðspurður hversu langt hann gæti náð sagðist Gísli eiga von á því að Viktor verði í fremstu röð næstu árin. „Ég held að hann geti farið eins langt og hann vill. Ég fylg- ist vel með honum, hann er varla búinn að stoppa síðan hann hætti í há- skólaliðinu hjá Oklahoma State og vonandi heldur hann áfram á sömu vegferð. Hann er kominn í 60. sæti á heimslistanum og það kæmi manni ekkert á óvart ef hann yrði í Ryder-liðinu í haust.“ Gísli segir Viktor ekki fara leynt með tónlistaráhuga sinn. „Það sem ekki margir vita er að hann er mikill þungarokks aðdá- andi. Það er akkúrat öfugt við karakt- erinn hans inni á vellinum og sýnir hvað hann leynir á sér.“ Viktor var aðeins sextán ára þegar hann vann norska meistaramótið í höggleik.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.