Fréttablaðið - 29.02.2020, Side 22

Fréttablaðið - 29.02.2020, Side 22
Birgi Jónssy ni hefur tekist að koma Íslands-pósti á réttan kjöl eftir t au mlau st t ap u m margra ára skeið og þó hefur hann ekki setið í forstjórastólnum nema í tæpt ár. Hann hefur á þeim tíu mánuðum sem hann hefur haldið um stjórnar- taumana staðið í erfiðri og viðamik- illi tiltekt. Til að forða fyrirtækinu frá hruni hefur hann þurft að segja upp fast að 150 manns, fækka í framkvæmdastjórn, sameina deildir og flytja fólk til í stjórnenda- stöðum. Hann flutti starfsemina í ódýrara og minna húsnæði og seldi öll dótturfyrirtæki í eigu Íslands- pósts. Prentsmiðjan Samskipti er á lokametrum í söluferli, Gagna- geymslan ehf. og hlutur Póstsins í Frakt f lutningsmiðlun ehf. Allur óþarfi hefur verið skorinn niður, sölu sælgætis og gjafavöru hætt á pósthúsum og fókusinn settur á kjarnastarfsemina. Birgir tekur á móti blaðamanni og leiðir hann um nýju vistarver- urnar við Höfðabakka. „Við vorum í of dýru húsnæði. Þetta er gjör- breytt vinnuaðstaða frá því sem áður var, það er greiðara aðgengi að stjórnendum. Þeir voru svolítið lokaðir af. Við höfum opnað rýmið en pössum þó upp á það að fólk hafi vinnufrið,“ segir Birgir og bendir á lokuð vinnuherbergi, notaleg sófa- horn og fundarklefa fyrir starfsfólk. Forstjóraskrifstofan á Græna hattinum „Skrifstofur og fundarherbergi eru nefnd eftir félagsheimilum og tón- leikastöðum. Mín skrifstofa er að sjálfsögðu kölluð Græni hatturinn því það er uppáhaldstónleikastað- urinn minn,“ segir Birgir en margir Íslendingar og þá sérstaklega aðdá- endur þungarokks þekkja hann sem trommara þungarokkssveitarinnar Dimmu sem hann spilaði með í nærri átta ár. Það er ekki langt síðan hann til- kynnti aðdáendum sveitarinnar að hann væri hættur að tromma fyrir sveitina. Um það bil eitt og hálft ár. Eiginkona Birgis er Lísa Ólafsdóttir sem á og rekur Madison ilmhús í miðborg Reykjavíkur og saman eiga þau fjóra stráka á aldrinum 17-26 ára. Birgir segir fjölskyldulífið hafa togað í sig. „Ég brann bara út, mér fannst þetta ekki lengur skemmtilegt eða gefandi. Ég var alltaf að spila, hafði ekki góðan tíma til að vera með fjöl- skyldu og vinum. Um miðja viku var ég ekki eins og aðrir að hugsa til helgarinnar og hvað ég gæti gert með Lísu heldur hvar ég væri að spila. Og ef vinir mínir buðu mér í brúðkaup, þá vissi ég oftast fyrir fram að ég kæmist ekki. Og það fannst mér alltaf leitt. En þetta var mikið ævintýri, ég var fyrst og fremst í þessu fyrir vinskapinn. Við vorum gamlir karlar að spila saman þungarokk, þetta átti aldrei að verða svona stórt. Við erum búin að gera svo ótrúlega margt saman, eiginlega allt sem er hægt að gera í íslenskri tónlist. Spila með Sinfón- íuhljómsveitinni, spila á Þjóðhátíð og Aldrei fór ég suður. Ég var sáttur við að kveðja. Að sama skapi er ég rosalega stoltur af þeim.“ Segir bara já við Bubba Eurovision? Þig hefur ekkert langað að vera með? „Nei, ég er sáttur við að kveðja. Ég held auðvitað með þeim í Söngva- keppninni. Ég held þeir vinni og að þeir taki keppnina úti líka. Stefán Jakobsson er okkar besti söngvari og það er ekkert réttlæti fyrr en hann er orðinn heimsfrægur,“ segir Birgir. Og á maður ekki von á því að þú spilir aftur? „Nei, ég hef ekki sérstaka löngun til þess. Allavega ekki eins mikið. Ég spila bara núna ef Bubbi hringir. Það er bara hann sem ég myndi segja já við,“ segir Birgir og hlær og útskýrir að maður segi ekki nei við kónginn. Hann sest í stól á skrifstofunni sinni, Græna hattinum. Sem er ekki hefðbundin forstjóraskrifstofa, rétt eins og það er augljóst að hann sjálfur er langt í frá hefðbundinn stjórnandi. Hér hanga ekki risa- stór málverk og engan íburð er að finna. Hann er frjálslega klæddur og setur sig ekki í stellingar. Síminn kvakar eins og lítill fugl nokkrum sinnum meðan á viðtalinu stendur. „Skilaboð,“ afsakar hann. „En það má bíða.“ Þegar síminn hringir er það svo auðvitað trommutaktur. Hvað annað? Erfitt en nauðsynlegt Það hlýtur að hafa verið sérstaklega erfitt að segja svona mörgu fólki upp starfi sínu? Hvernig leið þér í því verkefni og hvernig er andinn í fyrir- tækinu eftir þessar aðgerðir? „Uppsagnirnar voru sársauka- ÉG BIÐ FÓLK AÐ SLEPPA ÞVÍ AÐ NÖLDRA HEIMA YFIR VINNUNNI OG NÖLDRA FREKAR Í MÉR. Flökkuforstjórinn Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts og fyrrverandi trommari Dimmu, er langt í frá hefðbundinn stjórnandi. Hann segir frá starfinu og af hverju hann hefur engan áhuga á að taka þátt í Eurovision. „Ég spila bara núna ef Bubbi hringir. Það er bara hann sem ég myndi segja já við,“ segir Birgir og hlær og útskýrir að maður segi ekkert nei við kónginn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Birgir og eiginkona hans Lísa. Þau eiga fjóra stráka saman. Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is Framhald á síðu 24  2 9 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R22 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.