Fréttablaðið - 29.02.2020, Síða 24
fullar aðgerðir, erfiðar en nauð-
synlegar. Ég hafði hins vegar sterkt
umboð. Starfsmenn, stjórnendur
og stjórnin voru á einu máli um að
þetta væru nauðsynlegar breyting-
ar. Og þótt þetta hafi verið erfitt eru
svona ákvarðanir auðveldari þegar
fyrirtæki rekur sig í strand eins og
Íslandspóstur gerði. Þegar fyrirtæki
á ekki fyrir launum eins og staðan
var, þá þarf ekki að útskýra það
frekar. Þetta er að auki ekki fyrir-
tæki sem er í gróðarekstri heldur
mikilvægt þjónustufyrirtæki sem
þurfti að koma á sjálf bæran grund-
völl. Ég verð að taka fram að þessar
breytingar hefðu alltaf orðið. Þær
urðu ekki vegna þess að einhver
karl eins og ég með excel-skjal
mætti á svæðið. Það er verið að
reyna að laga vanda sem allir vissu
í nokkur ár að væri óumflýjanlegt
verkefni að ráðast í.“
Biður fólk að nöldra í sér
Hvað með fyrirtækjamenninguna,
hvernig tókst þú á við hana?
„Verkefnið er tvíþætt, ég þurfti
að snúa rekstrinum í jákvætt horf.
Fyrirtæki eins og Íslandspóstur er
frekar mannfrekt, launahlutfallið er
70 prósent og það lá því strax fyrir
að það væri hægt að forða fyrirtæk-
inu úr miklum taprekstri með nið-
urskurði og það var mikið af góðu
fólki sem var látið fara. Við gátum
fækkað um nær 150 manns án þess
að það bitnaði á þjónustunni. En
það var fleira sem þurfti að gera og
varðaði fyrirtækjamenninguna.
Hér ríkti sá andi að þetta væri ríkis-
stofnun. Við ákváðum strax í upp-
hafi að leggja mikla áherslu á leið-
togaþjálfun og erum með frábært
mannauðsteymi. Allir sem hafa
mannaforráð fara á leiðtoganám-
skeið. Þá hef ég reynt eftir fremsta
megni að útskýra vel fyrir fólki hver
staðan er á hverjum tíma og hika
ekki við að biðja um hugmyndir
til að leysa vandamálin. Ég er allt-
af að kalla eftir hugmyndum frá
starfsfólki; bréf berum, bílstjórum.
Frá þeim koma dýrmætustu hug-
myndirnar sem hafa sparað okkur
hundruð milljóna.
Ég er búinn að fara nokkrum
sinnum í gegnum svona krefjandi
breytingar og viðsnúninga og hef
lært að þetta er mjög mikilvægt.
Að virða hugmyndir fólks og skoð-
anir. Ég bið fólk að sleppa því að
nöldra heima yfir vinnunni og
nöldra frekar í mér. Ég tryggi ekki
að ég geti lagað allt það sem er að, en
lofa að ég skoði það,“ segir Birgir og
nefnir dæmi. „Bílstjóri spurði mig
að því hvers vegna þeir væru úti að
keyra á milli fyrirtækja klukkan 10
þegar það kæmu engir pakkar fyrr
en klukkan 14,“ segir Birgir og segir
að auðvitað hafi þurft að leysa þá
óskilvirkni þegar í stað.
Meðvirkni skaðleg
Birgir segir mörgum stjórnendum
standa fyrir þrifum að takast á við
meðvirkni í fyrirtækjum.
„Meðvirkni á vinnustöðum er
eitthvað sem allir þekkja. Ég tengdi
áður fyrr meðvirkni eingöngu
við alkóhólisma. En þú getur hins
vegar verið meðvirkur með fólki
í alls konar aðstæðum og stutt við
vondar ákvarðanir og vinnumenn-
ingu. Ég held að allir þekki þetta,
það verða til óformlegir samningar
á milli fólks og það staðnar allt.
Það er engin meðvirkni hérna.
Við erum með skýr skilaboð um
það sem við fylgjum eftir í þjálfun
starfsfólks. Við tölum um topphegð-
un og botnhegðun. Og við viljum
vera í toppnum, ekki í botninum,
eða leðjunni, þar sem allt situr fast.
Þetta er lykillinn að velgengni,
hvort sem það er á vinnustaðnum
eða lífinu almennt.“
Tilbúinn að dreifa áfengi
Birgir er stoltur af starfsfólki sínu.
Hann, ásamt f leiri stjórnendum
hjá Íslandspósti, var tilnefndur til
verðlauna Stjórnvísis. „Hér voru
tilnefndir starfsmenn sem hafa
unnið baki brotnu í kjölfar mik-
illa uppsagna. Vanalega logar allt
Aftast á sviðinu, þar vill Birgir vera. Í starfi stjórnanda og á sviðinu.
Með félögum sínum í Dimmu.
„Við vorum
gamlir karlar
að spila saman
þungarokk,
þetta átti aldrei
að verða svona
stórt.“
í illdeilum í fyrirtækjum sem eru
í svona miklum breytingum, en
hér var meira að segja yfirmaður
póstmiðstöðvarinnar á Stórhöfða
tilnefndur af starfsfólki sínu sem
stjórnandi ársins. Vinnustöð þar
sem mjög stór hluti uppsagnanna
átti sér stað. Fólkið er með okkur í
liði í þessu erfiða verkefni. Af þessu
er ég stoltur.“
Á næstunni mun Áslaug Arna Sig-
urbjörnsdóttir dómsmálaráðherra
leggja fram frumvarp sem heimilar
kaup á áfengi í netverslunum hér á
landi án aðkomu Áfengis- og tób-
aksverslunar ríkisins. Birgir fylgist
grannt með og er tilbúinn með
lausn á dreifingu á áfengi.
„Við erum að fylgjast með þeirri
þróun og þessu frumvarpi. Fyrir
okkur er þetta tvíþætt, dreifing
á lyfjum og svo áfengi. Þróun á
dreifingu lyfja er komin lengra og
er reyndar lögleg. Þetta er sami
dreifingarfasinn, við notum raf-
rænar undirskriftir og getum séð
til þess að sá aðili sem skráir sig inn
á rafrænu netverslunina með sínum
skilríkjum sé sá sami og tekur á
móti sendingunni. Það er hægt að
viðhafa mikið öryggi í sendingum,“
segir Birgir og segir Íslandspóst nú
þegar dreifa miklu af lyfjum til
sjúkrastofnana.
ÞESSI MÝTA UM AÐ ÞÚ
EIGIR HELST AÐ VINNA
10-12 TÍMA Á DAG OG
SVARA PÓSTI FRÁ MORGNI
TIL KVÖLDS ER SKAÐLEG.
EF MAÐUR GETUR EKKI
GEFIÐ SÉR TÍMA TIL AÐ
SITJA MEÐ FÓLKI OG TALA
VIÐ ÞAÐ, ÞÁ ER ÞETTA
ALLT TIL LÍTILS.
Framhald af síðu 22
Framhald á síðu 26
2 9 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R24 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð