Fréttablaðið - 29.02.2020, Side 32

Fréttablaðið - 29.02.2020, Side 32
Sigurbjörn Aðalsteinsson og Kristín Gísladóttir hafa búið og starfað í Los Angeles í meira en tuttugu ár. Kristín fór þangað á undan Sigur- birni og stundaði nám í leiklist og leikstjórn. Áður en Sigurbjörn hélt vestur um haf vann hann við kvik- myndagerð á Íslandi í nokkur ár, að loknu námi í London. Hann rifjar upp titla á eigin sjónvarpsmyndum, Ókunn duf l, Camera Obscura og Ráðagóða stelpan. „Flest sem við höfum fengist við í Los Angeles tengist kvikmynda- gerð á einn eða annan hátt. Það er skemmtilegt líf og vinnan getur verið spennandi en við ákváðum samt fyrir nokkrum árum að söðla um og helga okkur því sem okkur finnst sjálfum skemmtilegast að gera, bókaskrifum og ferðalögum,“ lýsir Sigurbjörn. Hann segir þau líka svo heppin að geta tekið ýmsa kvikmyndatengda vinnu, eins og klippiverkefni, með sér í ferðalögin. „Ef tök eru á dveljum við fjóra til sex mánuði á hverju ári að heiman. Við gistum í þrjár til sex vikur á hverjum stað, tökum vinnuna með okkur og njótum þess að skjóta rótum um stund, hvort sem það er í rauðviðarskógi í Norður-Kali- forníu, á vínekru í Mexíkó, heims- borg í Vestur-Evrópu, eða á strönd í Suður-Tyrklandi. Hvar sem við erum, þá verður eldhúsið þar sem við dveljum að þungamiðju heim- ilisins. Við fýrum upp í eldavélinni og svo er stokkið af stað inn í tak- markalausar lendur ímyndunar- aflsins.“ Leyndardómur sokkahvarfa Nýlega vörðu þau Sigurbjörn og Kristín þremur mánuðum hér á Íslandi við ritstörf. Sigurbjörn lagði meðal annars lokahönd á bók númer tvö í bókaröðinni The Sock. Or, Steven Ph. Bearlyman's Advent- ure in Parallel Dimensions. Hún nefnist Arrival og kemur kemur út nú í lok í febrúar hjá Amazon. Þar fæst líka fyrsta bókin, Journey. Sigurbjörn segir hugmyndina að The Sock hafa fæðst fyrir nokkrum árum þegar hann hafi ákveðið að koma skipulagi á sokkaskúffuna sína, það hafi gengið svo illa að í verklok hafi hann staðið uppi með tuttugu og einn stakan sokk. „Í kjöl- farið á þessum hremmingum voru teknar tvær ákvarðanir á heimil- inu. Annars vegar að kaupa bara svarta sokka handa mér og alla eins. Hins vegar að leggjast í bóka- skrif um þann djúpa leyndardóm sem liggur að baki sokkahvörfum. „Bæði þessi verkefni eru í fullum gangi, enn í dag. Ég á bara svarta sokka og bók númer tvö í sokka- seríunni er að líta dagsins ljós – en þær eiga að verða sjö. Farið er um víðan völl í bók- unum og hoppað fram og til baka milli tímabila og vídda, að sögn Sigurbjörns. „Meginsagan gerist í nútímanum í Los Angeles og fjallar um hinn seinheppna Stephen Ph. Bearlyman sem tapar forláta sokk í þurrkara, skríður inn í hann og endar með því að uppgötva sam- hliða vídd. Inn í þá sögu spinnst svo saga um dularfullan verkfræðing sem starfaði í þurrkaradeild þvotta- vélaframleiðanda á áttunda áratug síðustu aldar,“ lýsir hann og segir að upphafið að sokka bisnessinum öllum sé rakinn til Júlíusar Sesars sem hafi ekki aðeins hrint af stað alls kyns atburðum í mannskyns- sögunni heldur líka verið haldinn þráhyggju gagnvart sjö sokkum sem gerðir voru löngu fyrir hans tíð. Hver bók endar í spennuhnút „Bækurnar í ritröðinni eru í styttri kantinum og hver bók endar í spennuhnút sem er leystur í þeirri næstu. Kaf lar eru stuttir og atburðarásin hröð, þar er „spenna, ofsi og húmor“, eins og lesandi sem hafði samband við mig um daginn, orðaði það,“ lýsir Sigurbjörn. Hann segir móttökur The Sock hafa verið frábærar og því verði þau Kristín að halda sig að verki. „Ef við ætlum að fá lesandann með okkur í svona tíma- og víddaflakk er betra að ekki líði of langt á milli bóka.“ Aðeins er hægt að fá The Sock í vefversluninni Amazon, eins og er, bæði á prenti og stafrænu formi fyrir Kindle-appið, en í náinni framtíð verða bækurnar fáanlegar á netinu og í bókabúðum, að sögn Sigurbjörns. „Við Kristín erum hér á landi meðal annars til að kanna ÉG Á BARA SVARTA SOKKA OG BÓK NÚMER TVÖ Í SOKKASERÍUNNI ER AÐ LÍTA DAGSINS LJÓS – EN ÞÆR EIGA AÐ VERÐA SJÖ. Sigurbjörn Stakir sokkar kveikjan að bókaflokki Hjónin Sigurbjörn Aðalsteinsson og Kristín Gísladóttir eru rithöfundar og kvik- myndagerðarfólk. Meðal verkefna þeirra er spennubókaröð á ensku, The Sock. Hún fjallar um týnda sokka, hversdagslega ráð- gátu sem flestir kannast nú við. Tvær fyrstu bækurnar af sjö. Róm er einn af eftirlætisstöðum Kristínar og Sigurbjörns. Hér eru þau framan við Colosseum. Hjónin nota ýmsan ferðamáta. Hér eru þau á vespu í umferðinni. Kristín og Sigurbjörn komu við í Flórens á ferðum sínum. möguleika á að þýða bókaröðina á íslensku,“ segir hann og tekur fram að þó að hann sé titlaður höf- undur sé The Sock samstarfsverk- efni beggja. Hún hanni kápuna, sé annar af tveimur ritstjórum og eigi mikið af plottinu í sögunni. „Þó að sagan um sokkinn hafi orðið til í kollinum á mér, þá þróaðist hún yfir í núverandi mynd í eldhúsinu hjá okkur í Los Angeles þar sem við látum hugargamminn geisa óbeisl- aðan meðan við eldum.“ Dagbjartur Skuggi elst upp í helli Sigurbjörn segir þó aðalástæðu þess að hann og Kristín komu til landsins í haust vera aðra bók sem þau séu að skrifa, hún eigi að heita Dagbjartur Skuggi og útlagarnir. „Sú bók er um strák sem elst upp í helli á hálendi Íslands með for- eldrum og fjölda systra og bræðra í lok 19. aldar. Við fylgjumst með uppvexti hans og þeim ævintýrum sem hann lendir í þegar hann fer að átta sig á því að fjölskylduað- stæður hans eru kannski ekki alveg normal.“ Sagan um Dagbjart Skugga á sterkar rætur í Íslendingasög- unum, þjóðsögunum og norrænni goðafræði, að sögn Sigurbjörns. „Við höfum bæði áhuga á sögunni, tungumálinu og öllu sem gerir okkur að Íslendingum. Kristín hefur legið yfir goðafræðinni og sem stelpa las hún þjóðsögur Jóns Árnasonar upp til agna. Bókin um Dagbjart Skugga er skrifuð á íslensku, enda er aðalmarkhópur- inn íslenskir krakkar á aldrinum tíu til sextán ára. Við viljum vekja athygli þeirra á hversu spennandi sagnaarfur okkar er.“ Í nóvember dvöldu Sigurbjörn og Kristín í Snorrastofu í Reykholti við skriftir og rannsóknir á efni tengdu Dagbjarti Skugga og útlög- unum. „Aðstæðurnar í Reykholti eru einstakar, heljarinnar bókar- safn og starfsfólk sem þekkir sögu þjóðarinnar betur en margur,“ segir Sigurbjörn. „Þá má ekki gleyma þætti Snorra Sturlusonar sem lagði grundvöllinn að menningu okkar með því að skrifa Heimskringlu í Reykholti. Andi hans svífur þykkur yfir vötnum þar.“ Sigurbjörn og Kristín hittu krakkana í borgfirsku skólunum að Kleppjárnsreykjum og Varma- landi. „Við lásum fyrir krakkana úr bókinni um Dagbjart Skugga og fengum viðbrögð og álit hjá þeim við ýmsu sem við vorum að velta fyrir okkur. Þar vöknuðu spurning- ar sem var bæði gagnlegt og gaman að velta fyrir sér.“ Enn er óráðið hvenær bókin um Dagbjart Skugga kemur út, að sögn Sigurbjörns. „Okkur miðar vel,“ segir hann, „svo hver veit nema að bókin komi út í haust.“ Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is 2 9 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R32 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.