Fréttablaðið - 29.02.2020, Page 36

Fréttablaðið - 29.02.2020, Page 36
Daði og Gagnamagnið freista þess að komast til Júrólands í annað sinn en tóku fyrst þátt í Söngvakeppninni 2017. Hin ísraelska Dana International tók tvisvar þátt í Eurovision. Hún sigraði í fyrra skiptið en í seinna skiptið náði hún ekki upp úr undankeppninni. Ef fólk reynir sig einu sinni við Eurovision þá er engin leið að hætta, segir máltækið. Eða ekki. Allavega eru þeir þó nokkrir tónlistarmennirnir sem hafa reynt aftur og aftur að komast í aðal- keppnina og leggja ýmislegt á sig. Nærtækasta dæmið þessa dagana eru Daði og Gagnamagnið sem, eftir að hafa naumlega misst af tækifærinu til að komast í aðal- keppnina fyrir þremur árum, eru nú önnum kafin við að reyna aftur og við hin bæði sjáum, vitum og skiljum. Og eftirtaldir listamenn líka sem eiga það sameiginlegt að hafa reynt sig við Evrópusöngva- keppnina oftar en einu sinni með mjög misjöfnum árangri. Gríska sjarmatröllið, sjónvarps- stjarnan, leikarinn og söngvarinn Sakis Rouvas náði þriðja sæti í keppninni árið 2004 með hittar- anum Shake it. Hann smitaðist illa af Júróveirunni og sneri aftur fimm árum síðar með lagið This is our night sem náði sjöunda sæti. Dana International vann aðal- keppnina með eftirminnilegum hætti árið 1998 með laginu Diva. Hún hafði reynt sig áður í undan- keppninni í heimalandi sínu árið 1995. Hún fylgdi sigrinum eftir tíu árum seinna sem höfundur lagsins Fire in your eyes sem náði níunda Eitt lag enn, einu sinni enn Þegar Eurovision á í hlut eru margir kallaðir og fáir útvaldir. Nokkrir eru síðan útvaldir aftur og aftur og fá að fara til Júrólands sáldrandi tilheyrandi brjáli. Hér eru nokkrir sem farið hafa aftur. Selma Björnsdóttir fór tvisvar út fyrir Íslands hönd í Eurovision. Brynhildur Björnsdóttir brynhildur@frettabladid.is sætinu. Tveimur árum síðar steig hún svo aftur á svið með lagið Ding dong sem náði ekki upp úr undankeppni. Frægasta afkvæmi Eurovision fyrr og síðar er auðvitað ABBA. Hljómsveitin sigraði keppnina árið 1974 með laginu Waterloo sem aflaði henni heimsfrægðar fram á þennan dag. Margir vita að árið áður, 1973 tók ABBA þátt í Melodifestivalen, hinni stórbrotnu undankeppni Svía, með lagið Ring ring og lenti þá í þriðja sæti. Færri vita hins vegar að lag úr smiðju Björns og Bennys keppti fyrir hönd Noregs árið 1981, þegar ABBA var enn starfandi. Lagið hét Never in my life og var f lutt af Finn Kalvik. Lagið náði þeim ágæta árangri að verma neðsta sæti keppninnar með engin stig og ABBA hefur ekki tekið þátt í Eurovision síðan. Hjartaknúsarinn Sir Cliff Richard lagði tvisvar á Júrómiðin, í fyrra skiptið árið 1968 með hið hressilega Congratulations sem tapaði naumlega fyrir spænska framlaginu. Árið 1973 sneri hann svo aftur með lagið Power to all our friends sem náði þriðja sætinu. Eduard Romanyuta frá Úkraínu trúir ekki á tap! Hann reyndi fjórum sinnum að komast gegnum síuna í heimalandi sínu Úkraínu en hafði aldrei erindi sem erfiði. Árið 2015, þegar Úkraína tók ekki þátt í keppninni, vippaði hann sér til nágrannanna í Moldavíu og hlaut náð til að keppa fyrir þeirra hönd. Sólmyrkvahjartagyðjan Bonnie Tyler birtist öllum að óvörum með framlag Englands árið 2013, full sjálfstrausts með lagið Believe in me sem lenti í 19. sæti. Það var ekki í fyrsta sinn sem hún var orðuð við þátttöku, hún var beðin af breskum yfirvöldum að taka þátt í keppninni árið 1985 þegar hún var heimsfræg á toppnum en hafnaði því þá, enda keppnin þá ekki komin allan hringinn frá því að vera töff og yfir í að verða það aftur. Við Íslendingar erum náttúr- lega með fámennari þjóðum sem taka þátt í Eurovision, þannig að það liggur í hlutarins eðli að fleiri en einn og fleiri en tveir tónlistar- menn hafa farið oftar en einu sinni og oftar en tvisvar í aðalkeppnina. Hér þýðir ekkert að telja upp bakraddir eða lagahöfunda því það yrði allt of langur listi heldur verður eingöngu fjallað um þá keppendur sem hafa farið sem aðalfulltrúar Íslands oftar en einu sinni. Fyrstan skal frægan telja rauð- hærða rokkarann Eirík Hauksson sem var hluti af okkar fyrsta framlagi, Gleðibankanum, ásamt félögum sínum í Icy tríóinu sem lenti í 16. sæti eins og alþjóð mun gjörkunnugt. Meira en tuttugu árum síðar lét hann tilleiðast aftur og tók þátt fyrir okkar hönd með laginu Valentine lost, eða Ég les í lófa þínum eins og það hét á íslensku og sýndi að hann hafði engu gleymt þó lagið færi ekki upp úr forkeppninni. Sigga Beinteins ber óskoraðan titilinn Júródrottning Íslands en hún fór hvorki meira né minna en þrisvar sem aðalkeppandi fyrir Íslands hönd. Fyrst þegar þau Grétar Örvarsson náðu hvorki meira né minna en fjórða sæti með hinni hressu sveiflu Eitt lag enn og næst þegar hún, ásamt Sig- rúnu Evu Ármannsdóttur, náði að bræða bæði landann og útlend- inginn með laginu Nei eða já sem hampaði sjöunda sætinu árið 1992. Árið 1994 stóð hún svo ein fremst á sviðinu og söng lagið Nætur sem hreppti 12. sætið. Selma Björnsdóttir skaut Íslend- ingum ljúfsáran skelk í bringu, þegar hún söng okkur næstum því til sigurs árið 1999 og flutti lagið All out of luck svo vel, að aðeins sautján stig skildu hana og sænska sigurvegarann að. Sex árum síðar hélt hún aftur til keppni með lagið If I had your love en af einhverjum ástæðum fór það lag ekki upp úr forkeppninni. Jónsi í allskonar fötum fór einn til keppni árið 2004 með lagið Heaven sem sem lenti í 19. sæti og var svo meðreiðarsveinn Gretu Salóme árið 2012 og fór þá í 20. sætið. Greta fór svo ein árið 2016 með lagið Hear them calling en náði ekki upp úr forkeppninni. Hvernig Daða og Gagnamagninu gengur í kvöld er alls óvitað þegar þetta er skrifað en eitt er víst að alltaf verður ákaflega gaman þá. Sigga Beinteins er Júródrottning Ís- lands og hefur keppt úti í þrígang. Ég er búin að nota Active JOINTS í nokkra mánuði og er mjög ánægð með árangurinn og hvernig mér líður í líkam- anum af því að nota það. Áður en ég byrjaði á Active JOINTS var ég búin að vera mörg ár á öðru fæðubótarefni sem er eingöngu fyrir liðina. Ég er ekki með bjúg lengur. Ég hef engin óþægindi eða eymsli í liðunum en það var vandamál hjá mér áður. Ég get reynt vel á mig meira því ég finn ekki eins mikið fyrir líkamlegu álagi eins og ég gerði áður sem er frábær munur. Hrönn Ægisdóttir ■ Virkar vel á liðina, eykur liðleika ■ Vinnur vel á viðkvæmum og aumum liðum ■ Styrkir beinin, byggir upp bein og bandvef ■ Eykur orku og þrek og styttir tímann í endurheimt ■ Öflugt andoxunarefni, góð vörn fyrir frumur líkamans ■ Styrkir meltinguna og kemur jafnvægi á hana ■ Nærandi fyrir húðina, hárið og blóðrásina Mjög ánægð með árangurinn og virknina af Active JOINTS Active JOINTS inniheldur eingöngu íslensk hráefni með staðfesta verkun. Kalkþörungar, smáþörungar, GeoSilica, Birki, C&D3 vítamín. Fæst í öllum apótekum, Heilsuhúsinu, Hagkaup, Fjarðarkaup og á eylif.is 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 9 . F E B R ÚA R 2 0 2 0 L AU G A R DAG U REUROVISION
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.