Fréttablaðið - 29.02.2020, Blaðsíða 38
Við erum á kafi í
að athuga hvar
hægt er að fá prentaðar
peysur með pixluðum
myndum af okkur
Sandra Guðrún
Guðmundsdóttir
sandragudrun@frettabladid.is
Systurnar eru þær Hrönn Jónsdóttir, alsystur hennar Rannveig Margrét Jónsdóttir og
Kolbrún Jónsdóttir, hálfsystir
þeirra Linda Björk Sæmunds
dóttir og hálfsystur Lindu, Sæunn
Anna Sæmundsdóttir og Dallilja
Sæmundsdóttir. Hrönn, Linda og
Sæunn búa allar í Noregi. Dallilja
og Kolbrún á Íslandi og Rannveig í
Danmörku. Þar sem þær ná ekki að
hittast oft vegna fjarlægðarinnar
á milli þeirra fannst þeim Euro
vision vera tilvalin ástæða til að
hittast allar saman og hafa gaman.
„Fyrstu árin áður en Linda flutti
sjálf til Noregs kom hún alltaf
að heimsækja mig og Sæunni í
kringum Eurovision. Við hitt
umst allar heima hjá Sæunni og
horfðum saman á keppnirnar,“
segir Hrönn.
„Síðan hafa Rannveig, Kolbrún
og Dalla komið og verið með þegar
tækifæri gefst.“
Eurovision vikan er stórhátíð
Hópur systra úr Dalasýslu sem búa í þremur löndum nota Eurovision keppnina sem ástæðu til
að hittast og gera sér glaðan dag saman. Í partýunum er alltaf ákveðið þema og gleðin er mikil.
Hrönn, Kolbrún,
Linda, Rannveig
og Sæunn voru
með pappírs-
blómvendi árið
sem Svala söng
Paper.
Hrönn, Sæunn, Linda og Dallilja
slepptu lausum sínum innri BDSM-
aðdáanda þegar Hatari fór utan.
Þær systur hafa mismikinn
áhuga á Eurovision en Hrönn segir
að þær Linda séu mestu áhuga
manneskjurnar. „Linda hefur í
mörg ár haldið góða glósubók og
gert úttektir á lögunum sem taka
þátt. Ég hef gert það líka þegar
ég hef haft tíma. Hinar systurnar
hlusta líka og horfa á lögin í meiri
eða minni mæli og svo berum við
saman bækur okkar og skröfum
um þetta allt þegar nær dregur
keppni.“ Yfirleitt eru systurnar
mjög ósammála um hvaða lög
eru best og á milli þeirra skapast
oft ansi skemmtilegar umræður
um þátttökuatriðin. „Það hefur
samt ekki enn komið til alvarlegs
ósættis eða handalögmála,“ segir
Hrönn hlæjandi.
Heljarinnar möguleiki
á skemmtun
Hún bætir við að óháð keppninni
sjálfri sé óumdeilanlegt að hún
bjóði upp á heljarinnar mögu
leika á skemmtun. „Hvort heldur
sem maður hefur gaman af tón
list, góðri eða slæmri. Pínlegum
augnablikum, húmor, hallærisleg
heitum, pólítík, landafræði, lita
gleði eða „showi“ og tilstandi með
tilheyrandi gæsahúð af og til.“
Hrönn segir að þó að það sé mik
ill tónlistaráhugi innan fjölskyld
unnar snúist Eurovision áhuginn
mest um samveruna og tilstandið
sem þær systur hafa skapað sjálfar
í kringum keppnina. „Börnunum
okkar og betri helmingum hefur
líka þótt þetta þrælskemmtilegt
og allir hlakka til þessarar hátíðar
ár hvert.“
Úrslitadagurinn er aðalhátíðis
dagurinn hjá systrunum en þær
reyna samt að horfa líka saman á
undanriðlana ef þær geta. „Euro
vision vikan er stórhátíð hjá okkur
og það má kannski segja að við
blóðmjólkum þetta tækifæri til
að hittast, skemmta okkur saman,
borða góðan mat og njóta lífsins.“
Árið 2014 byrjuðu þær að hafa
þema í veisluhöldunum á úrslita
kvöldinu. „Rannveig átti hug
myndina að því að við klæddum
okkur hver í sinn litinn til heiðurs
Pollapönki. Síðan þá höfum við
alltaf verið með eitthvað þema,
oft tengt íslenska atriðinu en þó
ekki alltaf. Það er jú skemmtilegast
að þemað tengist atriði sem er
með á úrslitakvöldinu og það er
ekki hægt að ganga að því vísu að
íslenska lagið komist þangað.“
Hrönn segir að þrátt fyrir að þær
hafi margar búið lengi í Noregi
og norska framlagið því mest
áberandi í kringum þær þá fylgist
þær alltaf með hvaða atriði er sent
frá Íslandi. „Það þarf mikil ömur
legheit til að við höldum ekki með
því framlagi innst inni. Oft vitum
við ekki fyrr en á fimmtudeginum
hvort íslenska lagið verður með á
lokakvöldinu og það setur okkur
svolitlar hömlur í vali á þema. Árið
2015 komst Unbroken ekki áfram
svo við tókum þá ákvörðum að
brúka allar heyrnartól eins og sjá
mátti í slóvenska atriðinu sem var í
miklu uppáhaldi hjá mér það árið.“
Árið 2016 útbjó Rannveig
höfuðskraut handa systrunum
úr hárspöngum, hreingerningar
svömpum, vatnsblöðrum og
gömlum leikföngum til heiðurs
þýska laginu Ghost. Árið 2017
komst Svala ekki áfram með lagið
Paper en Hrönn segir að það hafi
ekki komið systrunum á óvart.
Það ár voru þær allar með pappírs
blómvendi til að apa eftir atriðinu
frá Moldóvu.
„Því miður hafði engin okkar trú
á íslenska framlaginu árið 2018.
Það var blátt áfram eitthvað það
lélegasta sem Ísland hefur boðið
upp á síðan árið 1989. Til að ein
falda málin tókum við snemma á
vordögum ákvörðun um að hafa
bara gullþema það árið. Það hefði
mögulega verið bráðsmellið að
klæða sig í rúllukragaboli, en við
skemmtum okkur konunglega í
gullinu okkar,“ segir Hrönn.
Slepptu innri andkapítalísk-
um BDSM-unnanda lausum
Í fyrra efaðist enginn úr þessum
hressa systrahópi um að Hatari
kæmist áfram á úrslitakvöldið.
Þær voru því pollrólegar í undir
búningnum. „Við nutum okkar
í botn við að sleppa okkar innri
andkapítalíska BDSMunnanda
lausum.“ Hrönn segir að þær systur
hafi f lestar fylgst með undan
keppninni á Íslandi í ár og henni
finnst margt frambærilegt vera í
boði.
„Ég veit ekki hvort ég á að vera
að nefna nein sérstök atriði, en
held að mér sé óhætt að segja
að nokkrar okkar eru nú þegar
búnar að læra ákveðinn dans fyrir
úrslitakvöldið í Hollandi 16. maí
og við erum á kafi í að athuga hvar
hægt er að fá prentaðar peysur
með pixluðum myndum af okkur
sjálfum.“
6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 9 . F E B R ÚA R 2 0 2 0 L AU G A R DAG U REUROVISION