Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.02.2020, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 29.02.2020, Qupperneq 40
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Jóhanna Helga Viðarsdóttir Sölumaður auglýsinga: Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103,, Sú staðreynd að íslenska kokkalandsliðið skuli hafa fengið gullverðlaun í báðum keppnisgreinum sínum á Ólympíu leikum landsliða í mat- reiðslu í síðustu viku er algjörlega stórkostleg,“ segir Björn Bragi Bragason, forseti Klúbbs mat- reiðslumeistara sem á og rekur kokkalandsliðið. „Það voru bara þrjár þjóðir sem fengu tvenn gull- verðlaun og að við skulum vera ein þeirra, segir mikið um á hvaða stað við erum komin. Til að gera sigurinn enn sætari þá eru fimm af sjö liðsmönnum okkar undir 23 ára aldri og hefðu því í raun getað keppt í ungliðaflokki. Nú þarf bara að halda áfram og koma Íslandi betur á kortið sem áhugaverðum stað til að upplifa það besta sem gerist í mat. Við eigum einstakt hráefni, vegalengdir hér eru stuttar og við eigum augljóslega frábært fagfólk. Allt þetta er sannarlega góður grunnur til að byggja á.“ Keppnisskapið jókst Fyrir keppnina sagðist Björn Bragi hafa vonast eftir 5.-8. sæti sem hefði verið góður árangur að hans sögn. „Við fengum gullverðlaun fyrir báðar keppnisgreinarnar, „Chefs Table“ og „Restaurant of Nation“. Fyrri keppnisgreinin „Chefs Table“ var haldin í fyrsta sinn þetta árið, sem er auka- áskorun fyrir liðið. Þar er eldaður sjö rétta matseðill fyrir tólf gesti auk þess sem útbúa þarf sýningar- styttu úr súkkulaði. Matseðillinn samanstendur af brauði og ídýfu, fingramat, veganrétti, fiskifati, aðalrétti, eftirrétti og petit four, sem eru litlir kökubitar þar sem hver biti er unninn fyrir sig. Síðan er það liðsins að ákveða hvað boðið er upp á.“ Þegar ljóst var að íslenska liðið fengi gullverðlaun fyrir fyrri keppnisgreinina jókst eðlilega keppnisskapið hjá liðsmönnunum að sögn Björns Braga. „Í seinni keppnisgreininni, „Restaurant of Nation“ er eldaður þriggja rétta matseðill fyrir 110 gesti. Nokkrir diskanna lenda svo hjá dómurum en keppendur vita aldrei hvaða diskar það verða nákvæmlega. Þessi keppnisgrein er líkari því sem kokkar eru að gera dagsdag- lega og hefur hingað til verið okkar sterkasta hlið. Silfur hér hefði verið vonbrigði, en við lönduðum öðru gulli.“ Risastökk fram á við Góður árangur kokkalandsliðsins á Ólympíuleikunum er risastökk fram á við að sögn Björns Braga sem segir liðið lengi hafa nartað í hælana á þeim allra bestu. „Nú Æfingar fyrir stórmót eins og Ólympíuleika taka um 18 mánuði. Íslenska liðið fagnaði vel þegar ljóst varð að það hefði hreppt þriðja sætið. Andinn í hópnum var frábær og liðið vann mjög vel saman. „Ég held að möguleikar fyrir íslenska matreiðslumenn séu mjög miklir,” segir Björn Bragi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR er alveg ljóst að við erum meðal þeirra bestu í heiminum í dag. Það er sérstaklega eftirtektarverður árangur að mörgu leyti. Til dæmis eru meðlimir liðs Singapore, sem lentu í 4. sæti, allir í fullri vinnu við að æfa sig í tólf mánuði fyrir keppni. Okkar fólk er hins vegar í fullri vinnu meðfram æfingum.“ Hann segir næsta skref vera að mynda ungkokkalið, en sú umræða hafi staðið yfir í 20 ár. „Við ætlum að senda ungkokkalið í næstu keppni, sem er að mínu mati eitt mikilvægasta skrefið sem við þurfum að taka til að vera áfram samkeppnishæf á meðal þeirra bestu í heiminum. Um leið verðum við með helmingi stærri hóp sem er að undirbúa sig og æfa fyrir keppnir.“ Smæðin er kostur Framtíðin er því mjög björt að sögn Björns Braga og bara spurn- ing hvernig tækifærin fram undan verða nýtt. „Ég held að möguleikar fyrir íslenska matreiðslumenn séu mjög miklir en einnig má benda á að Norðurlandaþjóðir voru í fjórum af fimm efstu sætunum á Ólympíuleikunum. Matarferða- mennska fer ört vaxandi í heimin- um og gæti skilað miklum tekjum í þjóðarbúið. Íslensk veitingahús eru alla jafna mjög góð og að mínu mati er hlutfall góðra veitingahúsa hærra hér en víðast hvar erlendis. Það að fá ungt og hæfileikaríkt fólk til að keppa í vinnunni sinni er stórkostleg fjárfesting og þannig erum við að búa til enn hæfari ein- staklinga í sínu fagi. Hér á landi er smæðin að vinna með okkur enda er hlutfall kokka sem hafa farið í gegnum keppnisferlið miklu hærra hér á landi en annars staðar.“ Mikill undirbúningur Næsta stórmót hjá kokkalands- liðinu er Heimsmeistaramótið í matreiðslu sem verður haldið í Lúxemborg árið 2022. „Næstu mánuðir fara því í undirbúning og í að setja saman nýtt lið. Best er að fá einhverja endurnýjun því það er gott og hollt að fá inn nýja meðlimi í bland við þá sem hafa reynslu. Eftir sumarið byrja svo æfingar sem standa yfir í um 18 mánuði sem gerir um 10.000 vinnustundir í undirbúning og æfingar. Svona frábær árangur í ár er því sannar- lega engin tilviljun heldur er búið að vinna mikið fyrir honum. Núna í sumar mun svo Sigurjón Bragi Geirsson keppa fyrir Íslands hönd í „Global chef challenge“. Keppnin verður haldin í St. Pétursborg í Rússlandi og koma keppendur frá 20 löndum, en við unnum okkur inn keppnisrétt út af árangri landsliðsins.“ Framhald af forsíðu ➛ Það að fá ungt og hæfileikaríkt fólk til að keppa í vinnunni sinni er stórkostleg fjárfesting og þannig erum við að búa til enn hæfari einstaklinga í sínu fagi. HEILDARLAUSNIR FYRIR HÓTEL OG VEITINGAHÚS 2 KYNNINGARBLAÐ 2 9 . F E B R ÚA R 2 0 2 0 L AU G A R DAG U RKOKKALANDSLIÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.