Fréttablaðið - 29.02.2020, Side 76

Fréttablaðið - 29.02.2020, Side 76
Síðumúli 31 - 108 Reykjavik - S: 562-9018 / 898-5618 info@arcticstar.is - www.arcticstar.is SÆBJÚGNAHYLKI FYRIR HEILSUNA Arctic star sæbjúgnahylki innihalda yfir fimmtíu tegundir af næringarefnum, og eru þekkt fyrir: • Hátt próteininnihald og lágt fituinnihald • Að minnka verki í liðum og liðamótum • Að byggja upp brjósk og draga úr tíðni liðskemmda • Að bæta ónæmiskerfið • Að auka blóðflæði • Að koma í veg fyrir æðakölkun • Að auka orku líkamans, stuðla að myndun húðpróteins og insúlins ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA, Framleiðandi er Arctic Star ehf. Allar nánari upplýsingar fást á www.arcticstar.is Arctic Star sæbjúgnahylki Varan fæst í flestum apótekum, heilsubúðum og hagkaupum. Nýjar umbúði r Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Hér áður fyrr breiddust smitandi sjúkdómar ekki eins mikið út um lönd eins og gerist núna. Það tók svarta- dauða, sem hófst í Kína árið 1334, fimmtán ár að komast til Vestur- Evrópu. Í dag tekur það vírusa innan við mánuð að breiðast út til annarra landa. Veira getur farið um heiminn á innan við sólar- hring. Talið er að árið 2018 hafi 4,3 milljarðar manna fengið inflú- ensuna og talið er að sú tala verði 7,8 milljarðar árið 2036. Þess vegna er mikilvægt að gæta mikils hrein- lætis í f lugstöðvum, að því er segir í tímaritinu Risk Analyse. Hreinar hendur eru besta vörnin. Sérstaklega í f lugstöðvum þar sem fólk frá ólíkum heims- hlutum mætist. Margir hlutir á f lugvellinum eru snertir af alls kyns fólki. Má þar nefna innrit- unarkassa þar sem fólk stimplar inn á skjái, kassa sem notaðir eru í öryggishliðum og handföng við klósett og vaska. Þar að auki segir í rannsókninni eru bara um 20 prósent ferðalanga með hreinar hendur sem þýðir að þær hafi verið þvegnar á síðustu 15 sekúndum. Einungis 70 prósent fólks þvær hendur eftir kló- settferð á f lugvöllum. Einungis helmingur þess þvær hendurnar rétt. Með því að auka hreinlæti getum við minnkað hættuna á veirusýkingum um 37 prósent í stærstu f lugstöðvunum. Í annarri rannsókn voru könnuð áhrif handþvottar á bakteríudreifingu. Vísindamenn dreifðu bakteríum á hurðar- handföng. Fyrst prófuðu þeir að snerta handfangið án þess að þvo hendur, síðan eftir handþvott með vatni og loks með vatni og sápu. Umtalsverður munur var á þessu og greinilegt að vatn og sápa skipta miklu máli. Handþvottur skiptir því verulegu máli til að hægja á eða stöðva smitsjúkdóma á f lugvöllum. Þess vegna þarf að brýna fyrir ferðamönnum að þvo hendur sínar reglulega. Það mætti til dæmis nota samfélagsmiðla til að koma þessum skilaboðum á framfæri. Auka vitund fólks og hvetja til hreinlætis. Helstu flugvellir þar sem mann- mergð er mikil og nauðsynlegt að gæta að hreinlæti eru: n Heathrow London, Englandi. n LAX Los Angeles, Bandaríkjunum. n John F. Kennedy New York, Bandaríkjunum. n Charles de Gaulle París, Frakklandi. n Dubai alþjóðaflugvellinum. n Frankfurt alþjóðaflugvellinum. n Hong Kong alþjóðaflugvell- inum. n Peking alþjóðaflugvellinum. n San Francisco alþjóðaflugvell- inum n Schiphol alþjóðaflugvellinum í Hollandi. Þótt þessir stóru flugvellir séu nefndir, á þetta við um þá alla. Mikill fjöldi manna fer um flug- vellina og hættan liggur alltaf í loftinu ef hreinlætis er ekki gætt. Vísindamenn nefndu einnig flug- vellina Narita í Tókýó og Hono- lúlú á Havaí en þeir tengjast oft stórum alþjóðlegum flugvöllum. Í rauninni þyrfti að fjölga þeim stöðum sem fólk getur þvegið sér um hendur á f lugvöllum og setja upp handspritt víðar. Dreifa vírusum í flugstöðvum Eftir því sem fólk er duglegra að þvo hendur sínar í stórum flugstöðvum, þeim mun minni hætta er á sýkingum. Aðgengi að handþvotti ætti að vera gott og handspritt sýnilegt á flugvöllum. Fjöldi fólks snertir svona skjái þar sem fólk tékkar sig inn í flug. Skjárinn gæti verið bakteríudreifandi. MYND/GETTY Beikonvafðar döðlur eru tilvalið snarl í Eurovision partýið. Fylltar með gráðaosti eru þær einstaklega ljúffengar. Beikonvafðar döðlur eru alveg tilvalinn réttur í Eurovision partýið. Það er ekkert mál að undirbúa þær deginum áður og hita þær svo bara rétt áður en þær eru bornar fram. Beikonvafðar döðlur eru hægt að gera í ýmsum útfærslum. Einfaldasta útgáfan er einfaldlega að vefja beikonsneið utan um döðlurnar en það er líka mjög gott að fylla þær með ein- hvers konar osti. Það er til dæmis mjög gott að setja gráðaost inn döðlurnar og jafnvel fólki sem líkar almennt ekki gráðaostur finnst beikonvafðar döðlur fylltar með gráðaosti hið mesta lostæti. Uppskriftin er mjög einföld, og magnið sem er notað fer alveg eftir því hvað maður ætlar að gera mikið af þessu. En það fer ekkert sérstaklega mikið af ostinum í hverja döðlu. n Döðlur (best er að velja stórar og góðar döðlur, en það má alveg nota ódýrustu gerðina líka). n Beikon (reynið að velja langar beikonsneiðar með lítilli fitu). n Gráðaostur (eða annar góður ostur eins og mozzarella, mexíkóostur eða brie). Beikonið er skorið í tvennt, þannig að það verði lengjur sem eru 7-10 cm. Ef nota á ost er skorin smá rauf döðlurnar og smá bút af osti stungið inn. Vefjið beikoninu utan um döðluna og reynið að þrýsta því vel að svo að það haldist utan á. Það má líka nota tannstöngla til að festa það. Döðlurnar eru svo annað hvort steiktar á pönnu eða bakaðar í eldföstu móti við 200-220°C þar til beikonið er orðið stökkt. Gott er að bera döðlurnar fram með sweet chili sósu. Beikonvafðar döðlur 8 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 9 . F E B R ÚA R 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.