Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.02.2020, Qupperneq 94

Fréttablaðið - 29.02.2020, Qupperneq 94
MEÐ AUKINNI LÍFS- REYNSLU OG ÞROSKA ER ÉG ALLTAF AÐ SJÁ EITTHVAÐ NÝTT, BÆÐI Í KVEÐSKAPNUM OG TÓNLISTINNI.Kristinn Sigmunds-son f lytur Vetrar-ferðina eftir Franz Schubert við undir-leik Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur í Salnum í dag, laugardag, 29. febrúar, klukkan 15.00. Vetrarferðin er með því síðasta sem Schubert samdi og er talin vera eitt mesta stórvirki ljóðasöngsins. Kristinn segist ekki hafa tölu á því hversu oft hann hafi sungið Vetrarferðina. „Fyrsti konsertinn þar sem ég söng hana alla var árið 1987,“ segir hann. Spurður hvað sé svo heillandi við verkið segir hann: „Vetrarferðin stendur mér mjög nærri, hún er eins og sálarspegill. Það er ekkert sem ég hef fengist við sem hefur leitað jafn mikið á mig eða er jafn nálægt mér. Í fyrsta skipti sem ég söng Vetrar- ferðina, löngu áður en ég gerði mér grein fyrir að ég væri allt of ungur til að geta það, þá hugsaði ég með mér: Jæja, þá er ég búinn að þessu. Nú sný ég mér að öðru verkefni. Svo leitaði Vetrarferðin á og hefur gert með reglulegu millibili.“ Sér alltaf eitthvað nýtt Spurður hvort skilningur hans á á textanum og tónlistinni og um leið túlkun hans sjálfs hafi breyst mikið í áranna rás segir Kristinn: „Með aukinni lífsreynslu og þroska er ég alltaf að sjá eitthvað nýtt, bæði í kveðskapnum og tónlistinni. Túlk- unin er hverju sinni svo nátengd sál- arlífinu og því hvernig manni líður að hún er aldrei eins. Jafnvel þótt ég syngi Vetrarferðina dag eftir dag þá gæti ég ekki tryggt að túlkunin yrði sú sama á morgun. Þetta gerir verkið mjög spennandi.“ Kristinn flutti Vetrarferðina síð- ast árið 2011 í Eldborgarsal Hörpu með Víkingi Heiðari Ólafssyni og f lutningur þeirra var magnaður. Vetrarferðina flutti hann fyrst með Jónasi Ingimundarsyni í Austur- bæjarbíói. „Við Jónas f luttum hana margoft, bæði hér heima og í útlöndum, meðal annars á Spáni og Þýskalandi. Nú flyt ég hana með Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur, það er ekki í kot vísað þar. Ég hlakka til, held að þetta verði gaman,“ segir Kristinn. Mozart í Los Angeles Kristinn kennir í Listaháskólanum og segist ekki syngja mikið opinber- lega hér heima. Hann syngur samt í Sálumessu Verdis með Söngsveit- inni Fílharmóníu um miðjan mars og 26. apríl syngur hann svo Vetrar- ferðina í Hofi á Akureyri. Í apríllok heldur hann til Los Angeles þar sem hann syngur í Brúðkaupi Fígarós. „Ég er alltaf að læra eitthvað nýtt. Núna er ég að læra óperu frá árinu 1919 eftir Alex- ander Zemlinsky, sem heitir Dverg- urinn, Der Zwerg. Ég syng hana á Enescu-listahátíðinni í Búkarest.“ Spurður hvort hann stefni að því að syngja fram í andlátið segir Kristinn: „Já, því ekki það? Ég held ekki kjafti fyrr en það verður þagg- að niður í mér.“ Eins og sálarspegill Kristinn Sigmundsson og Anna Guðný Guðmundsdóttir flytja Vetrarferð Schu- berts í Salnum í dag. Kristinn mun syngja í óperum í Los Angeles og Búkarest. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Ég er alltaf að læra eitthvað nýtt, segir Kristinn sem senn fer til Los Angeles. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Á netuppboði Gallerís Foldar og Bókarinnar er boðinn upp um helmingur merks einkabókasafns Norðmannsins dr. Ivars Orgland. Hann kom upphaf- lega til Íslands sem sendikennari og varði áratugum í að ef la menn- ingartengsl Íslands og Noregs. Hann þýddi íslensk verk, einkum á nýnorsku, skáldsögur jafnt sem ljóð frá öllum öldum Íslands- byggðar og vann mikið og merki- legt starf við kynningu á íslenskri menningu. Þá hélt hann fjölda fyrirlestra um Ísland í Noregi. Ivar gaf einnig út ljóð sem hann orti sjálfur, ýmis safnrit, orðabækur og kennslubækur. Ivar Orgland lést fyrir þó nokkr- um árum en Ari Gísli Bragason, eigandi Bókarinnar ehf., keypti nýlega einkabókasafn hans af fjöl- skyldu hans í Ósló, það er að segja þann hluta sem tengist Íslandi. Nú er um helmingur bókasafnsins, eða um 50 bækur, boðinn upp en hinn helmingurinn verður boðinn upp síðar á árinu í samstarfi við Gallerí Fold. Langflestar bækurnar eru árit- aðar af höfundum þeirra og nánast allar frumútgáfur. Af einstökum höfundum má nefna verk eftir Stein Steinarr en á uppboðinu eru allar hans bækur, bundnar í tvær bækur í rauðu skinnbandi. Bók Dags Sigurðar- sonar Hlutabréf í sólarlaginu er á uppboðinu. Þar er einnig að finna bækur Þorsteins frá Hamri Tannfé handa nýjum heimi, 1. útgáfa, og Í svörtum kuf li, 1. útgáfa, auk ann- arra bóka eftir Þorstein. Sömuleiðis eru þarna fyrstu bækur Jóhanns Hjálmarssonar. Einnig er þarna að finna ljóða- bækur Hugrúnar, allar áritaðar. Einnig áritaðar bækur eftir Snorra Hjartarson. Þá eru tvær bækur eftir Davíð Stefánsson á uppboðinu, báðar áritaðar, en Davíð áritaði ekki margar af bókunum sínum. Þarna er einnig fyrsta bók Nínu Bjarkar Árnadóttur, árituð. Fyrsta bók Ingi- bjargar Haraldsdóttur er sömuleiðis á uppboðinu og f leiri frumútgáfur eftir konur. Bækurnar 50 verða til sýnis meðan uppboðið stendur í Gallerí Fold en netuppboðinu lýkur þann 8. mars. Slóðin er www.uppbod.is. Frumútgáfur úr einkabókasafni á netuppboði Þorsteinn frá Hamri, skáld, en bækur eftir hann eru meðal þeirra sem eru á netuppboði. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK 2 9 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R46 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.