Fréttablaðið - 29.02.2020, Síða 96

Fréttablaðið - 29.02.2020, Síða 96
ÉG FÆ SJÁLF MIKIÐ ÚT ÚR ÞVÍ AÐ SKRIFA BÆKUR UM NÚTÍMAFÓLK, SEM GLÍMIR VIÐ ALLS KYNS VIÐ- FANGSEFNI SAMTÍMANS, OG ALLTAF SMÝGUR EINHVER HÚMOR INN Í SÖGURNAR, ÁN ÞESS AÐ ÉG ÁKVEÐI ÞAÐ BEINLÍNIS. Andlitslausa konan er fimmta bók Jónínu Leósdóttur um eftir-launaþegann Eddu sem býr í vesturbæ R e y k j a v í k u r o g glímir við flókin sakamál. Um efni bókarinnar segir Jónína: „Í þetta sinn ákvað ég að kippa Eddu aðeins út fyrir hennar venju- lega radíus í vesturbæ Reykjavíkur og hefja leikinn á Þingvöllum. Hún fær boð um að vera viðstödd brúðkaup í litlu kirkjunni þar á gamlársdag en reyndar munaði litlu að hún af þakkaði því boðið barst í tölvupósti og með dónalega stuttum fyrirvara, fannst henni. En þar sem ömmustelpan, Dagný Edda, fær það verkefni að taka myndir í brúðkaupinu getur Edda ekki verið þekkt fyrir annað en að mæta. Það spillir heldur ekki fyrir að Finnur, nágranni hennar, samþykkir að fara með henni. Á Þingvöllum er hræðilegur glæpur framinn fyrir allra augum og Edda gerist auðvitað sjálfskip- aður stjórnandi á vettvangi þar til lögregla og sjúkralið mæta á stað- inn. Hún sleppir þó ekki tökum á málinu heldur blandar sér áfram Hræðilegur glæpur framin á Þingvöllum Jónína Leósdóttir sendir frá sér fimmtu bók sína um eftirlaunaþegann Eddu. Þar er meðal annars kíkt inn í heim stjórnmálanna. Síðasta bókin í seríunni, allavega í bili. Er að þreifa sig áfram með aðrar persónur. Helst vildi ég skrifa fram á grafarbakkann, segir rithöfundurinn Jónína Leósdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is í rannsóknina á þessu voðaverki, eins og hennar er von og vísa. Þegar ömmustelpan flækist inn í alvarlega atburðarás í tengslum við áramótapartí á Seltjarnarnesi brett- ir Edda einnig upp ermar, enda eru skilin á milli hjálpsemi og afskipta- semi ekki alltaf skýr hjá henni. Svo munar hana ekkert um að vaka yfir sjúklingi á Landspítalanum og hafa ofan af fyrir pakistönskum gesti úr brúðkaupinu sem talar takmarkaða ensku. Hún er, sem sagt, sjálfri sér lík, blessunin.“ Kíkt inn í heim stjórnmálanna Þarna er meðal annars fjallað um veislu sem forsætisráðherra ætlar að halda á Þingvöllum. Er pólitískur þráður í bókinni þar sem þú ert að nýta innsýn þína í stjórnmálin? „Upphaf lega ætlaði ég bara að nota Þingvallabæinn sem eitt af sögusviðum bókarinnar en alls ekki blanda stjórnmálamanni í sögu- þráðinn. Í kjölfar glæpsins tekur Edda húsið eiginlega yfir af sinni alkunnu röggsemi en til þess að hún kæmist þangað inn þurfti eitt- hvert fólk með lyklavöld að vera á staðnum. Allt í einu var ég svo búin að slá upp áramótagleðskap sem dregur pólitískan dilk á eftir sér. Þessi þáttur f léttunnar þróaðist nánast óvart og af praktískum ástæðum en ég hafði lúmskt gaman af að láta Eddu kíkja aðeins inn í heim stjórnmálanna og þetta hús sem fáir hafa tækifæri til að skoða. Og fyrst hún var komin inn á gafl í Þingvallabænum varð ég að láta hana hitta ráðherrahjónin.“ Þetta er fimmta bókin um Eddu, koma ekki örugglega f leiri bækur um hana? „Ég stefndi alltaf á að hafa bæk- urnar fimm og þetta er sú síðasta í bili. Viðtökurnar hafa að vísu verið framar öllum vonum svo það er hugsanlegt að við Edda tökum aftur upp þráðinn síðar. En í augna- blikinu erum við í hvíld hvor frá annarri.“ Eru f leiri bækur frá þér um eitt- hvað allt annað í farvatninu? „Já, núna er ég að þreifa mig áfram með aðrar persónur. Mér líður hins vegar vel á þeirri hillu, sem ég hef verið á með Eddu, þannig að ég held mig trúlega á svipuðum slóðum. Ég fæ sjálf mikið út úr því að skrifa bækur um nútímafólk, sem glímir við alls kyns viðfangsefni samtím- ans, og alltaf smýgur einhver húmor inn í sögurnar, án þess að ég ákveði það beinlínis.“ Vill skrifa fram á grafarbakkann Ég vil ekki hljóma of dramatísk en ætla samt að spyrja hvort þú gætir hugsað þér lífið án þess að skrifa? „Nei, ég fæ hroll við tilhugsun- ina. Helst vildi ég skrifa fram á grafarbakkann, hvort sem hann er nú skammt eða langt undan. Ég geri mér þó grein fyrir því að bæði líkamleg og andleg heilsa getur sett strik í þann reikning. Mamma mín fékk til dæmis heilabilun og ég get varla ímyndað mér nokkuð erfiðara en að enda lífið þannig. Ég er mjög meðvituð um að allt veltur á heilsunni og að ég á dásam- legum sjúkraþjálfara mikið að þakka. Það er nefnilega ekkert gott fyrir líkamann að sitja við skriftir sjö daga vikunnar og sjúkraþjálf- unin er mér lífsnauðsyn. Flesta daga geng ég líka þrjá kílómetra á bretti, þótt ég beri það kannski ekki með mér, og ég hef verið grænmetisæta í yfir þrjátíu ár. Vonandi næ ég því að skrifa margar bækur til viðbótar við þær átján sem þegar eru komnar á prent.“ FLUG OG GISTING Á HÓTEL BRANDAN MEÐ MORGUNVERÐI Gisting á Hótel Brandan sem er glænýtt 4 stjörnu umhverfisvænt hótel í Tórshavn. Smyril Line · Fornubúðir 5 · 220 Hafnarfjörður · S: 470-2803 · booking@smyrilline.is · www.smyrilline.is í tveggja manna herbergi fyrir einstakling í tveggja manna herbergi ISK 72.790 ISK 98.290 á mann á mann TAKTU FLUGIÐ TIL FÆREYJA 8 -11. maÍ. Flug og hótelgisting í 3 nætur 2 9 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R48 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.