Fréttablaðið - 29.02.2020, Qupperneq 106
3. mars – fræðsluerindi
Að missa barn á meðgöngu
og í/eftir fæðingu
Hefst kl. 20:00
Bjarney Hrafnberg Hilmarsdóttir ljósmóðir
og Díana Ósk Óskarsdóttir sjúkrahúsprestur
flytja erindið.
Þær segja einnig frá hópastarfi
sem Landspítalinn býður uppá.
Allir velkomnir
Lífsgæðasetur St. Jó. Suðurgötu 41, Hafnarfirði.
Athugið að gengið er inn Hringbrautarmegin.
Sími: 551-4141. Netfang: sorgarmidstod@sorgarmidstod.is
Untitled-5 1 25.2.2020 12:07:01
Eurovison-stemningin verður hækkuð upp í 11 í úrslitunum í kvöld en auk laganna fimm sem keppa mun Hatari, sigurvegari síðasta árs,
troða upp, auk norsku sveitarinnar
Keiino, sem hlaut f lest símaat-
kvæði áhorfenda í Eurovision í
fyrra, heiðra samkomuna með söng
sínum.
Kosninga f y r irkomu lag ið er
óbreytt frá síðasta ári. Alþjóðleg
dómnefnd vegur helming á móti
símakosningu almennings í fyrri
hluta, en þegar tvö stigahæstu
lögin mætast í einvígi gilda ein-
göngu símaatkvæði almennings.
Atkvæðin sem lögin fengu í fyrri
kosningunni fylgja lögunum áfram
í einvígið, þannig að þeir sem flytja
stigahæsta lag kvöldsins munu
standa uppi sem sigurvegarar.
Græn viðvörun
„Þá er komið að þessu. Stóra stund-
in. Það missir enginn af þessu. Upp-
selt er í Höllina, vinahópar hittast,
Vogaídýfur í lítratali á sófaborðum
landsmanna, börnin dansa og
Skylmingaþrællinn horfir á keppn-
ina með Jarlinum í annarri heims-
álfu. Það er gaman og það á að vera
gaman. Eurovision er skemmtiefni,“
segir Styrmir Örn Hansson plötu-
snúður og varpar fram alvarlegri
spurningu:
„Eigum við að prufa að senda
í aðalkeppnina skemmtilegt lag
svona einu sinni? Daði Freyr og
Gagnamögnin eru ekki bara góðar
manneskjur heldur einnig fram-
bærilegir skemmtikraftar sem
yrðu landi og þjóð til sóma. Daði
er með einlægan sjarma sem grípur
þig bókstaflega á fyrstu sekúndu í
nærmynd.
Svo taka neogagnamagnakrútt-
inn við með samhæfðan dans, lát-
laus í takt. Öll græn, sem er mjög
móðins í dag. Það er græn viðvörun
á laugardagskvöldið, því við höfum
fengið nóg af dimmum viðvör-
unum. Höfum gaman.“
Ískrandi spenna
Þá er komið að stóru stundinni sem
við Júróvisjónnördar bíðum eftir
Ískrandi spenna
löðrandi í Vogaídýfu
Stóra stundin rennur upp í kvöld þegar í ljós kemur hverjum
hlotnast sú hverfula gæfa að flytja framlag Íslands í Eurovision.
Sérfræðingar Fréttablaðsins spá einvígi Ivu og Gagnamagnsins.
Hvað segja krakkarnir?
Ísold og Helga
Meet me halfway
Lag: Birgir Steinn Stefánsson og
Ragnar Már Jónsson
900-9901
Daði og Gagnamagnið
Think about things
Lag: Daði Freyr
900-9902
Nína
Echo
Lag: Þórhallur Halldórsson og
Sanna Martinez
900-9903
Iva
Oculis Videre
Lag: Iva Marín Adrichem og
Richard Cameron
900-9904
Dimma
Almyrkvi
Lag: Dimma
900-9905
Daði með Gagnamagnið og Iva komu sterk út úr seinni undanúrslitunum og skjátlist álitsgjöfum Fréttablaðsins,
börnum sem fullorðnum, ekki, stendur valið fyrst og fremst á milli Daðavagnsins og Oculis Videre. MYND/KALLI LÚ
ískrandi af spenningi ár hvert,“
segir sagnfræðingurinn Markús
Þórhallsson, staðfastur en þó
opinn fyrir öllu. „Það hefur ekkert
breyst að ég er eldheitur aðdáandi
Ivu og Oculis Videre. Ég er sann-
færður um að þetta undursamlega
og dulmagnaða lag með þessari
ungu, framúrskarandi söngkonu
geti orðið glæstur fulltrúi okkar í
Rotter dam. Mig langar sem sé til
þess að Iva hafi sigur!
Iva og hennar fólk munu fylla
Íslendinga stolti. Um það er engum
blöðum að f letta. Reyndar er ég
þeirrar skoðunar að það eigi við
um öll lög og keppendur þessa árs
og mér finnst söngvakeppnin satt
að segja óvenju fín þetta árið. Þess
vegna er ekkert öruggt í kvöld,“
segir Markús ákafur.
„Gæði laganna nú og af bragðs-
f lytjendur koma í veg fyrir von-
brigði af minni hálfu á borð við
spælinguna árið 1987 þegar hljóm-
sveitin Módel með Lífið er lag, Línu-
dans Ellenar Kristjáns tveimur
árum síðar, Júróvísa Botnleðju
2003 eða Daði með Is this love fyrir
þremur árum, urðu að láta í minni
pokann fyrir öðrum keppendum.
Fleiri lög sem hafa lent í öðru sæti
keppninnar hafa lifað með þjóðinni
sem klassísk popplög, meðan sigur-
vegararnir hafa fallið í skuggann.
Sagan kennir okkur því að til lengri
tíma litið getur gott silfur einfald-
lega verið gulli betra.“
Daðavagninn brunar
„Ég er svoleiðis húrrandi á Daða-
vagninum. Ekki bara af því að lagið
er frábært og atriðið skemmtilegt,“
segir Freyja Steingrímsdóttir stjórn-
málaráðgjafi. „Heldur vegna þess
að ég held það yrði mjög gaman
að senda Daða og Gagnamagnið
út, fylgjast með þeim halda áfram
að heilla fólk upp úr skónum. Hver
held ég að vinni? Daði. Klárt mál.
Annað væri skandall.“
Annað tækifæri
Margrét Erla Maack skemmti-
kraftur er ekki síður áköf um borð
í Daðavagninum: „Daði Freyr gefur
okkur þjóðinni hér annað tækifæri
til að senda hann út og við skulum
ekki klúðra því. Lagið og atriðið eru
ekki bara á Evrópu-, heldur heims-
mælikvarða og hefur nú þegar vakið
athygli út fyrir landsteinana,“ segir
Margrét.
„Ég tengi einstaklega vel við
enska textann sem saminn er til
dóttur hans – Baby – I can't wait
to know what do you think about
things, því ég er alveg á sama stað.
Og mjög ánægð með að ávarps-
liðurinn Baby eigi í alvöru við um
ungbarn. Daði Freyr er frumafl og
ótrúlega hæfileikaríkur og öruggur
á sviði og það væru mistök að senda
hann ekki út. Ég er allavega búin
að leggja fyrir peninga til að kjósa
hann oft, oft, oft,“ segir Margrét
Erla.
toti@frettabladid.is
steingerdur@frettabladid.is
Hatrið lifir
„Lagið í fyrra, ég held ennþá með
því. Það er ennþá best,“ segir
Soffía Ramona Devaney, fimm ára,
og sér enga ástæðu til að hrófla
við úrslitum síðasta árs. „Og svo
vildi ég óska að lagið Draumar
geta ræst myndi keppa því þá
myndum við vinna alveg strax. Þá
myndu allir kunna að syngja það.“
Gagnamagnað hár
„Ég held með Daða Frey. Það er
flott þegar þau blása í hljóðfærin.
Hann er líka með flottasta hárið,“
segir Benjamín Eldjárn Snorrason,
6 ára.
Grínlaus gæsahúð
„Mér finnst þau í Gagnamagninu
svo geggjað flottar týpur og lagið
skemmtilegt og held með þeim,“
segir Ragnheiður Björt, ellefu ára.
„Iva ætti samt að vinna. Ég var í
salnum og þegar hún byrjaði að
syngja þá fékk ég bara gæsahúð.
Ég er ekki að djóka. Ég held að hún
geti náð miklu lengra í Eurovision.“
2 9 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R58 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð