Fréttablaðið - 03.12.2019, Blaðsíða 2
26%
er hlutfall innflytjenda á
Suðurnesjum.
Veður
Gengur í sunnan 10-18 m/s, en
hvassara í vindstrengjum norðan-
lands í kvöld og nótt. Víða rigning,
en úrkomulítið norðaustantil á
landinu. Hiti 7 til 15 stig síðdegis,
hlýjast fyrir norðan. SJÁ SÍÐU 16
Kuldalegt í Kópavogi
Það var heldur hráslagalegt veður suðvestanlands í gær. Það kom þó ekki í veg fyrir að fólk nýtti sér almenningssamgöngur líkt og sjá má á þessari
mynd sem tekin var fyrir utan bókasafn Kópavogs í Hamraborginni. Búast má við svipuðu veðri í dag en snjókomu á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
LANDBÚNAÐUR Kristófer Orri er
alinn upp á Melstað í Óslandshlíð í
Skagafirði og frá barnsaldri ól hann
með sér draum. „Frá barnsaldri hef
ég verið ákveðinn í að verða bóndi,“
segir hann.
Kristófer Orri beið ekki boðanna
og þegar hann var rétt skriðinn
yfir tvítugt f lutti hann á eyðibýlið
Syðsta-Mó í Flókadal í Fljótum, sem
er um 40 kílómetrum frá æskuslóð-
um hans. „Ég flutti hingað með tólf
ær og fór að gera bæinn upp. Bærinn
var búinn að vera í eyði í sex ár og
því var í mörg horn að líta. Þetta
er búin að vera mikil vinna en afar
skemmtileg.“
Að sögn Kristófers hafi það þó
hjálpað til að finna einstakan hlý-
hug sveitunga sinna og nágranna.
„Það hefur verið alveg stórkostlegt
að finna fyrir svona hlýjum mót-
tökum. Það er greinilegt að fólki
þykir vænt um að einhver ákveði að
byggja upp bæ sem farinn er í eyði.“
Hlýr hugur nágranna náði þó
ákveðnu hámarki síðastliðinn
föstudag þegar nánast öll sveitin
kom hinum unga bónda á óvart
með veglegri gjöf. „Mig grunaði að
eitthvað væri í gangi því einn var
búinn að spyrja mig hvort ég yrði
heima þetta kvöld. Skýringin var sú
að einhverjir nágrannar vildu kíkja
á mig,“ segir hann og bætir við að
hann hefði ekki órað fyrir því sem
átti eftir að gerast.
„Þeir komu hérna á rútu með
kerru aftan í, f lestir fjárbændur í
sveitinni, og færðu mér fullan vagn
af gimbrum að gjöf. Þetta var ótrú-
lega fallegt af þeim,“ segir Kristófer
augljóslega fullur þakklætis. Hann
segir að hópurinn hafi síðan farið
með hinar nýju gimbrar og bætt
þeim við hjörðina sem Kristófer
átti fyrir. „Síðan fengum við okkur
nokkra bauka, spjölluðum og rædd-
um hrútaskrána í þaula.“
Með hjálp nágranna sinna hefur
hinn tvítugi bóndi því náð að
byggja upp rúmlega þrjú hundruð
áa bú á eyðibýli í Fljótum. Óhætt
er að fullyrða að Kristófer hafi haft
mörg járn í eldinum á þessum stutta
tíma því ástin knúði einnig dyra.
Kristófer kynntist stúlku á þess-
um tíma sem er f lutt inn til hans.
„Hún hefur sem betur fer gaman af
búskapnum,“ segir hann.
bjornth@frettabladid.is
Komu fótunum undir
ungan sveitunga sinn
Tvítugur að aldri ákvað Kristófer Orri Hlynsson að standa á eigin fótum.
Hann fór óhefðbundnari leið en aðrir jafnaldrar hans. Hann flutti á eyðibýli
með tólf ær og hóf búskap. Átta mánuðum síðar á hann orðið tæplega 300 fjár.
Kristófer Orri Hlynsson fór að búa á eyðibýli tvítugur að aldri. MYND/AÐSEND
Síðan fengum við
okkur nokkra
bauka, spjölluðum og
ræddum hrútaskrána í
þaula.
Kjóll
8.990 kr.
SAMFÉLAG Innflytjendum hér á landi
hefur fjölgað jafnt og þétt frá árinu
2012. Þá voru átta prósent mann-
fjöldans innflytjendur en í janúar á
þessu ári voru þeir 14,1 prósent, eða
50.272 einstaklingar. Á sama tíma
árið 2018 voru innflytjendur 43.736
eða 12,6 prósent.
Stærstur hluti innf lytjenda á
Íslandi er frá Póllandi. Hinn fyrsta
janúar á þessu ári bjuggu 19.172 Pól-
verjar hér á landi. Það er 38,1 pró-
sent allra innflytjenda. Næststærsti
hópur innflytjenda er frá Litháen,
5,7 prósent og því næst frá Filipps-
eyjum, 3,9 prósent. Þetta kemur
fram á vef Hagstofunnar.
Innflytjendum af annarri kynslóð
fjölgaði einnig á milli áranna 2018 og
2019. Í ár eru þeir 5.263 en voru 4.861
í fyrra. Þegar talað er um innflytj-
endur af annarri kynslóð er átt við
einstaklinga sem eiga foreldra sem
báðir eru innflytjendur.
Hæst hlutfall fyrstu og annarrar
kynslóðar innflytjenda er á Suður-
nesjum en þar voru 26,6 prósent inn-
flytjendur í janúar á þessu ári. Hlut-
fallið var næsthæst á Vestfjörðum,
nítján prósent og 7,5 prósent á
Norðurlandi vestra.
Á sama tíma voru fyrstu og ann-
arrar kynslóðar innf lytjendur á
höfuðborgarsvæðinu 35.341, þann-
ig að 63,6 prósent allra innflytjenda
á Íslandi búa á höfuðborgarsvæðinu.
– bdj
Innflytjendum
fjölgar í landinu
14%
mannfjöldans á landinu eru
innflytjendur.
STJÓRNMÁL Rúmur helmingur kjós-
enda styður ríkisstjórnina. Þetta
kemur fram í nýjum þjóðarpúlsi
Gallup. Tæplega 22 prósent þeirra
sem taka afstöðu myndu kjósa Sjálf-
stæðisflokkinn. Þá myndu 16 pró-
sent kjósa Samfylkinguna. Fjórtán
prósent kjósenda myndu kjósa
Vinstri græn og 13 prósent Mið-
flokkinn. Viðreisn myndu 11 pró-
sent kjósa og um tíu prósent Pírata.
Tæp átta prósent myndu kjósa
Framsóknarflokkinn. – ab
Um helmingur
styður stjórnina
Katrín Jakobsdóttir forsætisráð-
herra. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
3 . D E S E M B E R 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð