Fréttablaðið - 03.12.2019, Síða 9

Fréttablaðið - 03.12.2019, Síða 9
Manshaus var hand- tekinn fyrir morðið á sautján ára gamalli systur sinni og árás á mosku í Bærum í Noregi. RÚSSLAND Rússar stefna að því að setja upp nýja vefsíðu fyrir alfræði- orðabók sína eftir að Vladimir Pútin Rússlandsforseti sagði alfræðisíð- una Wikipediu óáreiðanlega. Hann segir að á nýju síðunni geti fólk fundið áreiðanlegar upplýs- ingar sem stöðugt séu uppfærðar eftir heimildum byggðum á vís- indalegum rannsóknum. Hin nýja síða verður byggð á rafrænni útgáfu af Stóru rússnesku alfræðiorða- bókinni sem er þekkt sem arftaki alfræðiorðabókar Sovétríkjanna. Árið 2015 lokaði Rússland á rúss- neska útgáfu Wikipediu eftir að þar birtust upplýsingar um lögleiðingu kannabis og með nýju alfræðisíð- unni hafa yfirvöld í Moskvu einnig kynnt nýja stefnu um aukið eftirlit á internetinu. Í því felast harðari reglur um netnotkun í Rússlandi. -bdj Ný Wikipedia síða í Rússlandi • Innréttingar frá JKE Danmörku • Boðið er upp á þrjár gerðir innréttinga • Innanhússhönnun M/STUDIO Reykjavík • Steinborðplötur • Bílskúrar fylgja ákveðnum íbúðum • Tvö baðherbergi • Þaksvalir/þakgarðar með einstöku útsýni • Lofthæð 280 cm • Gólfsíðir VELFAC-gluggar • Miele-tæki • Free@home • Lokaður og skjólgóður garður • Bílastæði í bílakjallara • Hægt er að kaupa ákveðnar íbúðir tilbúnar til innréttingar • Rafmagn í gluggatjöldum • Myndavélardyrasími sem tengist við snjallsíma • Álklætt og einangrað að utan • Aukin hljóðvist • Rafmagnshönnun og innfelld lýsing hússins hönnuð af Lúmex • Allar íbúðir með LED-lýsingu • Rafbílaheimtaug í bílakjallara 1 0 2 H L Í Ð A R E N D I Einstök hönnun í hjarta Reykjavíkur Skráið ykkur í forsölu á www.102hlidarendi.is A R N A R H L Í Ð 2 Glæsilegar og mjög vel staðsettar íbúðir í byggingu við Arnarhlíð 2 í nýju póstnúmeri, 102, við rætur Öskjuhlíðar. Íbúðunum fylgir stæði í bílakjallara, lokaður og mjög skjólgóður garður ásamt þaksvölum með stórbrotnu útsýni. Lokið verður við að steypa upp allt húsið í desember 2019. Íbúðirnar eru 2-4 herbergja, á bilinu 74 – 204 fermetrar. FOR SAL A NOREGUR Philip Manshaus, 22 ára Norðmaður, var handtekinn þann 10. ágúst síðastliðinn og hefur síðan þá setið í gæsluvarðhaldi í fangels- inu í Ósló. Í gær var hann úrskurð- aður í fimm vikna áframhaldandi gæsluvarðhald. Þetta kemur fram á vef NRK. Manshaus var handtekinn fyrir morðið á sautján ára gamalli systur sinni og árás á mosku í Bærum í Noregi. Hann skaut systur sína, Johanne Zhangjia Ihle-Hansen, þrisvar sinnum í höfuðið og einu sinni í bringuna. Johanne fannst látin á heimili sínu og síðar sama dag hóf Manshaus skotárás á ísl- ömsku moskuna Al-Noor þar sem þrír einstaklingar voru við bæna- hald. Enginn slasaðist alvarlega í árásinni og var Manshaus yfirbug- aður af 65 ára karlmanni sem var á svæðinu. Norska lögreglan hefur staðfest að ástæða ódæðisverka Manshaus hafi verið kynþáttafordómar en systir hans, sem var ættleidd, var af kínverskum uppruna. Norskir fjöl- miðlar hafa gefið það út að Mans- haus hafi aðeins nokkrum dögum fyrir árásina deilt fréttum af álíka árásum á Nýja-Sjálandi á sam- félagsmiðlum sínum þar sem hann dásamaði verknaðinn. Manshaus hefur játað ýmis máls- atvik fyrir dómara en þó hvorki morðið á Johanne né hryðjuverk. Hilde Strand, saksóknari í Ósló, segir að farið hafi verið fram á lengt gæsluvarðhald yfir Manshaus svo lögregla geti haldið áfram rann- sókn málsins en lögreglan hefur áður lýst því yfir að hún búist við að ljúka rannsókninni í desember. Áætlað er að réttarhöld yfir Mans- haus hefjist á fyrri hluta næsta árs. Gæsluvarðhald yfir Manshaus var síðast framlengt fyrir fjórum vikum og við þau kaflaskil var hann færður í almennan fangaklefa. Fram að því hafði hann setið í einangrun og hafði hvorki leyfi til að fá gesti né bréf ásamt því að hann hafði ekki aðgang að fjölmiðlum. Farið var fram á mat á geðheilsu Manshaus sem hann og samþykkti. Búist var við niðurstöðum matsins í nóvember en læknarnir sem fram- kvæmdu matið hafa beðið um frest til að skila niðurstöðunum. Niður- stöður matsins munu skera úr um það hvernig refsing verður við hæfi verði hann dæmdur sekur. Komi matið neikvætt út getur Manshaus átt von á langri fangelsisvist annars verður hann vistaður á viðeigandi stofnun. birnadrofn@frettabladid.is Gæsluvarðhald yfir Manshaus framlengt um fimm vikur Philip Manshaus heilsaði að sið nasista þegar hann kom fyrir dómara í Ósló, höfuðborg Noregs, í ágúst síðastliðnum. NORDICPHOTOS/AFP Gæsluvarðhald yfir hinum tuttugu og tveggja ára Philip Mans- haus var lengt um fimm vikur í dómsal í Ósló höfuðborg Noregs í gær. Manshaus hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan 10. ágúst þegar hann var handtekinn fyrir morð á sautján ára gamalli systur sinni og árás á mosku í Bærum. BRETLAND Virginia Giuffre, áður Virginia Roberts, segir að Andrés prins, hertoginn af Jórvík, hafi logið í viðtali við BBC þar sem hann neit- aði því að þekkja Giuffre. Andrés hafnaði því alfarið að hafa kynnst Giuffre í gengum vin sinn Jeffrey Epstein og stundað með henni kyn- líf þegar hún var sautján ára. Viðtalið var harðlega gagnrýnt og var tilkynnt að Andrés myndi hætta að sinna skyldum fyrir bresku kon- ungsfjölskylduna. Epstein fannst látinn í fangelsi í New York í ágúst síðastliðnum eftir ákæru um man- sal á börnum. Til er ljósmynd af þeim Giuffre og Andrési tekin þegar hún var sautján ára, hefur Andrés sett spurningar- merki við hvort myndin sé raun- veruleg. „Hann veit hvað gerðist, ég veit hvað gerðist. Og það er bara annað okkar að segja satt,“ sagði Giuffre í viðtali í þættinum Panorama á BBC. – ab Segir prinsinn hafa logið Virginia Giuffre. 3 . D E S E M B E R 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.