Fréttablaðið - 03.12.2019, Blaðsíða 10
Opið alla virka daga frá kl. 8.30 - 18 og á laugardögum frá kl. 11 - 16 fram að jólum.
Öll tilboð gilda út desember 2019 eða meðan birgðir endast.
Jól 2019
Jólabæklingur Smith & Norland er kominn út.
Glæsilegar vörur á sérstöku jólaverði.
Þvottavél,
iQ 300
WM 14N1B8DN
Vindur upp í 1400 sn./mín. Kolalaus,
hljóðlátur og sparneytinn mótor með
10 ára ábyrgð.
Fullt verð: 104.900 kr.
Jólaverð:
83.900 kr.
Tekur mest
8
Orkuflokkur
ábyrgð á
iQdrive
mótornum
10 ára
Þurrkari,
iQ 300
WT 45RVB8DN
Gufuþétting, enginn barki.
Fullt verð: 129.900 kr.
Jólaverð:
99.900 kr.
Tekur mest
8
Orkuflokkur
N Ý T T
Ryksuga,
Serie 2
BZGL 2X100
Lítil og nett en öflug. Snúra: 8 m.
Hljóð: 80 dB.
Fullt verð: 19.900 kr.
Jólaverð:
14.900 kr.
N Ý T T
Espressó-kaffivél,
EQ.500
TQ 505R09
Hraðvirk upphitun. Kaffikvörn úr
keramík. Snertiskjár. Þrýstingur: 15 bör.
Fullt verð: 169.900 kr.
Jólaverð:
139.900 kr.
Stadler Form
Lofthreinsitæki
Roger little
Eyðir ólykt, ryki, frjókornum og
öðrum örverum í híbýlum okkar.
Herbergisstærð: Allt að 35 m2.
Fullt verð: 39.900 kr.
Jólaverð:
29.900 kr.
Molekyl
Borðlampi
68909-15
Hæð: 25 sm.
Fullt verð: 7.900 kr.
Jólaverð:
5.900 kr.
ÍRAN Að minnsta kosti 208 hafa
fallið í óeirðum sem brutust út í Íran
um miðjan síðasta mánuð. Tala fall-
inna er líklega mun hærri að því er
kemur fram á fréttavef samtakanna
Amnesty International. Mannfall er
einna hæst í borginni Shahriar.
„Þessi ógnvekjandi fjöldi dauðs-
falla er vísbending um að öryggis-
sveitir Írans hafi farið með æðis-
gengnum drápum þar sem að
minnsta kosti 208 manns létust
á innan við viku. Þetta átakan-
lega mannfall sýnir skammarlega
lítilsvirðingu íranskra yfirvalda á
mannslífum,“ sagði Philip Luther,
hjá Amnesty International.
Óeirðirnar brutust út eftir að
ráðamenn tilkynntu um miklar
verðhækkanir á eldsneyti. Mót-
mælum var mætt með lokun á
nánast öllu netsambandi í landinu.
Átök breiddust út víða og reitt fólk
stormaði út á götur og krafðist
afsagnar klerkastjórnarinnar.
Dagblaðið New York Times segir
að öryggissveitir stjórnvalda hafi
víða skotið á óvopnaða mótmæl-
endur, sem flestir voru atvinnulaus-
ir eða tekjulágir ungir karlmenn.
Abdolreza Rahmani Fazli innan-
ríkisráðherra landsins viðurkennir í
ríkisfjölmiðlum mikið umfang mót-
mælanna. Hann segir að mótmælin
nái til 29 af 31 héraði Íran og að ráð-
ist hafi verið gegn 50 herstöðvum.
Hann segir eignarskemmdir víða.
Blaðið segir þetta vera mann-
skæðustu átök frá írönsku bylting-
unni árið 1978. Talið er að minnsta
kosti 2.000 manns séu særðir og að
7.000 séu í haldi yfirvalda. -ds
Mikið mannfall í mótmælum í Íran
Hörð mótmæli vegna eldsneytishækkana í Íran. NORDICPHOTOS/GETTY
JEMEN Jafnvel þótt stríðið í Jemen
myndi enda í dag þá myndi það
taka tvo áratugi að koma í veg
fyrir matarskort í landinu. Þetta er
niðurstaða nýrrar skýrslu hjálpar-
samtakanna IRC.
Fjórir af hverjum fimm íbúum
landsins glíma nú við alvarlegan
matarskort, en í landinu búa 24
milljónir manns. Bitnar skorturinn
mest á börnum.
„Þetta þýðir að börn eru rænd
tækifærum sínum,“ segir Frank
McManus, verkefnastjóri IRC í
Jemen. „Næringarskortur er ekki
eitthvað sem þú læknast af. Nær-
ingarskortur hefur mikil áhrif á
þroska. Ástandið mun hafa áhrif
á hvernig þjóðin kemur til með að
þróast.“ – ab
Matarskortur
bitnar mest á
börnum
VIÐSKIPTI Donald Trump, forseti
Bandaríkjanna tilkynnti í gær að
hann myndi setja aftur á tolla á
bandarískan stál- og álinnf lutn-
ing frá Brasilíu og Argentínu. Það
væru viðbrögð við gengisfellingu
gjaldmiðla þessara ríkja sem særi
bandaríska bændur. Þetta tekur
gildi þegar í stað, sagði Trump í
morguntísti á Twitter.
Reuters segir hið gagnstæða vera
nær sannleikanum: Bæði Brasilía
og Argentína hafi reynt að styrkja
eigin gjaldmiðla gagnvart dollar.
Brasilíski ríalinn og argentínski
pesóinn hafi veikst mjög vegna við-
skiptastríðs Trumps við Kína.
Reuters segir bandaríska bændur,
sem hafa orðið fyrir barðinu á við-
skiptastríði Bandaríkjanna og Kína,
vera mikilvæga í forsetakosning-
unum haustið 2020. Viðskiptastríð
landanna hefur skaðað mjög sam-
keppnishæfni bandarískra land-
búnaðarafurða.
Að sögn Financial Times setti for-
seti Bandaríkjanna á síðasta ári 25
prósent tolla á stál og 10 prósent á ál
vegna þjóðaröryggisástæðna. Síðar
voru málmar frá bandamönnum
undanskildir frá tollum.
Gjaldmiðlar í löndum Rómönsku
Ameríku hafa fallið undanfarin tvö
ár vegna stjórnmálaátaka. Gengi
brasilíska ríalsins hefur lækkað
um 10 prósent árið 2019 gagnvart
bandaríkjadal og gengi argentínska
pesóans hefur lækkaði um 60 pró-
sent á árinu gagnvart bandaríkjadal
í kjölfar pólitískrar spennu og gjald-
eyrishafta í landinu. – ds
Tollar Trumps
á áli og stáli
Fjórir af fimm þjást af matarskorti.
NORDICPHOTOS/GETTY
F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 9Þ R I Ð J U D A G U R 3 . D E S E M B E R 2 0 1 9