Fréttablaðið - 03.12.2019, Side 22
Það hafa eflaust margir spurt
sig af hverju risamerki eins og
Toyota skuli ekki löngu vera
komið með rafbíl á markað.
Það er forvitnilegt, nú þegar flestir
bílaframleiðendur heims keppast
við að framleiða hreina raf bíla,
að einn sá stærsti af þeim öllum,
Toyota, kærir sig ekki um þátttöku
í þeim kappakstri.
Toyota hefur sem stendur
engan raf bíl á milli handanna
en bílaframleiðandinn hefur þó
gefið til kynna áætlanir sínar um
þróunarstarfsemi á raf bílum í
samstarfi við Mazda til 2020. En
þrátt fyrir það virðist Toyota ætla
að halda tryggð við sína tvinn-
bíla, sem mynda nú stóran hluta
af framleiðslulínu þeirra. Eðlilega
hafa spurningar vaknað um meint
áhugaleysi Toyota á raf bíla-
markaðinum.
Samkvæmt Gerald Killman,
varaforseta rannsóknar- og
þróunardeilda Toyota í Evrópu, er
ástæðan ekki sú að Toyota búi yfir
takmarkaðri getu í framleiðslu á
rafgeymum, þó orkurýmd þeirra
sé vissulega talsvert minni en
hjá til að mynda Tesla. Að sögn
Killman gæti Toyota framleitt
rafgeyma í um 28.000 raf bíla á
ári – eða 1,5 milljónir tvinnbíla.
Frá þeirra sjónarmiðum skiptir
því meira máli hvernig fram-
leiðslunni er ráðstafað. Með því
að selja 1,5 milljónir tvinnbíla, í
staðinn fyrir 28.000 raf bíla, nær
Toyota að minnka kolefnislosun
um þriðjung. Það hafi því mun
Toyota veðjar frekar á tvinnbíla en rafbíla
Toyota RAV4
í 300 hestafla
tengiltvinn
útgáfu var
nýlega frum
sýndur á bíla
sýningunni í Los
Angeles. NOR-
DICPHOTO/GETTY
HLEÐSLU-
STÖÐVAR
Eigum úrval hleðslustöðva
fyrir heimili, húsfélög og
fyrirtæki. Hagstætt verð,
gæði og falleg hönnun.
Ískraft - sérfræðingar í hleðslustöðvum. Smiðjuvegur 5 / 200 Kópavogur www.iskraft.is / Sími 535 1200
EO hleðslustöðvarnar eru frábær lausn
fyrir rafbílaeigendur. Þessar hleðslustöðvar
sameina gæði og hagstætt verð í fallegri
hönnun sem vakið hefur verðskuldaða
athygli í Evrópu.
umhverfisvænni áhrif að selja
f leiri tvinnbíla, heldur en færri
hreina raf bíla (og þar af leiðandi
f leiri bensín- og dísilbíla). Þannig
nái þeir að nýta framleiðslu sína á
rafgeymum mun betur, sem skili
sér í hagkvæmari ökutækjum
fyrir neytendur (engar áhyggjur
af stuttri drægni eða hleðslu) og á
lægra verði.
Það er því ekkert sem hindrar
Toyota til þess að taka slaginn í
raf bílamarkaðinum, en fátt bendir
til þess að framleiðandinn reyni að
koma sér þangað í náinni framtíð.
Toyota hefur í nokkuð langan
tíma talað um trú sína á þróun
vetnisbíla og tvinnbílar eiga því
sennilega að greiða leiðina fyrir þá
framtíðarsýn.
ariasgeir@frettabladid.is
Sala 1,5 milljón
tvinnbíla í stað
28.000 rafbíla minnkar
kolefnislosun Toyota
um þriðjung.
BÍLAR 7 Þ R I Ð J U D A G U R 3 . D E S E M B E R 2 0 1 9