Fréttablaðið - 03.12.2019, Síða 31
Elskulegur bróðir okkar,
mágur og frændi,
Sigurvin G. Gunnarsson
matreiðslumeistari,
Miðvangi 41,
lést á Landspítalanum Fossvogi
miðvikudaginn 27. nóvember.
Útför verður auglýst síðar.
Hermann Gunnarsson Gréta Bjarnadóttir
Hjálmar Gunnarsson Guðrún E. Melsted
Kristófer Gunnarsson Aldís Sigurðardóttir
Magnea Gunnarsdóttir Sigurður G. Gunnarsson
fjölskyldur þeirra og aðrir ástvinir.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
systir, amma og langamma,
Rannveig J. Valmundsdóttir
(Kolla)
lést 28.11.2019 á sjúkrahúsinu í Varberg í
Svíþjóð. Útför hennar fer fram 17.12.2019
í Kallered kirkju í Svíþjóð.
Valmundur Sigurðsson
Guðrún Sigurðardóttir
Valdís Sigurðardóttir
Soffía Sigurðardóttir
Jón Sigurðsson
Sven Róbert Goransson
Ástkær eiginmaður minn,
faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
Ágúst G. Sigurðsson
vélstjóri, skipatæknifræðingur
og útgerðarmaður í Hafnarfirði,
lést í Hafnarfirði föstudaginn
29. nóvember. Útför hans fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 11. desember kl. 13.00.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast
hans er bent á líknarfélög.
Guðrún Helga Lárusdóttir
Jenný Ágústsdóttir Halldór Kristjánsson
Ólafía Lára Ágústsdóttir Snorri Hauksson
Helga Ágústsdóttir Ólafur Skúli Indriðason
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn,
faðir okkar, tengdafaðir, sonur,
tengdasonur og bróðir,
Höskuldur Kristján
Guðmundsson
Víðigrund 8, Akranesi,
lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Akranesi 27. nóvember sl.
Útförin fer fram frá Akraneskirkju 5. desember kl. 13.
Blóm og kransar afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans
er bent á deild A á Heilbrigðisstofnun
Vesturlands, Akranesi.
Kristjana Jóna Jóhannsdóttir
Jóhann Úlfar Lilja Dís
Hafliði Már
Hulda Sigríður
Guðmundur Þ. Friðjónsson Sigríður Illugadóttir
Hulda Ágústsdóttir
og systkini.
Elskuleg móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
Sigurlaug Svanhildur
Zophoníasdóttir
Kópavogsbraut 1a,
sem lést 19. nóvember sl. verður
jarðsungin frá Digraneskirkju
miðvikudaginn 4. desember kl. 15.00.
Anna Soffía Gunnarsdóttir Ólafur Kvaran
Guðný Gunnarsdóttir Friðþjófur K. Eyjólfsson
Guðrún Gunnarsdóttir Valþór Hlöðversson
Emilía María Gunnarsdóttir Eyjólfur Guðmundsson
Hákon Gunnarsson
Björn Gunnarsson Elísabet Kvaran
barnabörn og barnabarnabörn.
Nýlega kom út geisla-diskur með ljóðasöng Sigurðar Bragasonar, barítón. Það er Hjálm-ur Sighvatsson sem leikur undir á píanó. Á
disknum eru 26 lög eftir Jón Leifs, Árna
Thorsteinsson, Sigvalda Kaldalóns,
Karl O. Runólfsson, Árna Björnsson,
Jón Ásgeirsson, Áskel Másson, Sigurð
Bragason og Tryggva M. Baldvinsson
ásamt mörgu því besta sem evrópsk
sönglagahefð hefur upp á að bjóða, svo
sem verk eftir Tsjaikovski, Beethoven,
Schubert, Schumann, Liszt, Strauss og
Verdi.
„Tilurðin er sú að okkur var boðið
að koma fram í London, New York og
Wahington með íslenskt prógram,“ segir
Sigurður.“ Samhliða var okkur boðið að
vera með aðra dagskrá með rússneskum
lögum og lögum eftir Liszt, Tsjaikovski,
Rachmaninoff og f leiri. „Þetta varð til
þess að okkur langaði til að hljóðrita
þetta efni.“ Sigurður segir lögin f lutt á
frummálunum þó efnið sé á íslensku í
bókinni sem fylgir. Diskurinn er einn-
ig gefinn út í Þýskalandi þar sem hann
er tekinn upp, en það er Penninn-
Eymundsson sem dreifir honum hér-
lendis.
Sigurður er búsettur hérlendis en
ferðast utan til tónleikahalds. „Við
bjuggum á Ítalíu þegar ég var í söng-
námi en fluttum svo heim.“ Hann segir
formið, það er ljóðasöngur, þægilegra
en óperuformið, einkum vegna þess að
ópera krefst langs æfingatíma. „Ef við
sækjum til dæmis listahátíð í öðru landi
þá er það kannski ekki nema fimm daga
ferð,“ segir Sigurður. „Hjálmur fylgir mér
oft á þessum ferðum en einnig hefur líka
Vovka Askhenazy leikið undir á tónleik-
um og sömuleiðis Bjarni Þ. Jónatansson
og Ólafur Elíasson.“
Sigurður segir geisladiska með sígildri
tónlist virðast halda velli lengur en
diska með annars konar tónlist. „Það
er enn blómleg verslun með geisladiska
með sígildri tónlist á Ítalíu og í Þýska-
landi,“ segir Sigurður. „Það er eins og
þeir hafi ekki farið jafnhratt í gegnum
breytinguna yfir í stafrænt efni eins og
víða annars staðar.“
Hann segir viðtökurnar hafi verið
mjög góðar. „Margir setja sig í samband
og óska eftir að fá diskinn sendan. Salan
í verslunum hefur líka gengið ágætlega.“
Sigurður segir að þetta efni sé líka
aðgengilegt á stafrænu formi. „Þessi
þýski útgefandi hefur sett efnið á You-
tube, Spotify, Amason og víðar á staf-
rænu formi. Í framhaldinu hefur okkur
svo verið boðið að halda tónleika í Stutt-
gart, Bonn og víðar sem ekki tímabært
að tilgreina.“
Á diskinum eru einnig ný lög eftir
Sigurð sem hann útsetur sjálfur. „Þegar
ég var á Ítalíu að læra að syngja, lærði
ég líka tónsmíðar. Í gegnum tíðina hef
ég verið að semja tónlist, þegar ég hef
haft tíma. Það er svolítið gaman að
því að vera einnig með lög eftir sig á
disknum,“ segir Sigurður að lokum.
jon@frettabladid.is
Ljóðasöngvar frá sex
löndum á nýjum diski
Sigurður Bragason barítón flytur sönglög með mörgu af því besta sem til er í evr-
ópskri sönglagahefð. Íslenskar perlur eru einnig þar á meðal, svo og lög eftir hann
sjálfan. Hann segist semja tónlist þegar tími vinnst til og þau lög útsetur hann sjálfur.
Sigurður Bragason barítónsöngvari flytur 26 ljóðasöngva á nýjum geisladisk. MYND/ÞÓRSTEINN SIGURÐSSON
1931 Alka Seltzer sett á markað í fyrsta sinn. Lyfið hefur
upp frá því linað þjáningar margra sem gengið hafa of
hratt um gleðinnar dyr.
1947 Sporvagninn Girnd eftir Tennessee Williams frum
sýndur. Síðan þá hefur leikritið verið sýnt víða um lönd og
ekkert lát á vinsældum þess.
1984 Slys var í efnaverksmiðju í Bhopal á Indlandi.
1961 Fundum Bítlanna og Brians Epstein, sem síðar var
nefndur „fimmti Bítillinn“ ber saman í fyrsta sinn.
1967 Christaan Barnand framkvæmir fyrstu hjarta
ígræðsluna.
2017 Fyrsta pitsuveislan í geimnum haldin í alþjóðlegu
geimstöðinni.
Markisatburðir
3 . D E S E M B E R 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R14 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
TÍMAMÓT