Fréttablaðið - 03.12.2019, Side 37

Fréttablaðið - 03.12.2019, Side 37
Mörg um f innst ef laust of seint í rassinn gripið að festa kaup í jóladagatali fyrst að nú er 3. desember runninn upp. Það er samt alls ekki alvitlaust að bíða dag eða tvo inn í desembermánuð með að kaupa dagatal, þar sem mörg þeirra fást nú á mun billegra  verði. Hin klassísku súkkulaðidagatöl fást nú í f lestum matvöruverslun á brota- broti af því verði sem þau kostuðu bara nú um helgina. Það hefur notið aukinna vinsælda undanfarin ár að fullorðnir einstaklingar fái jóladaga- töl. Snyrtuvörudagatölin eru þau vinsælustu en mörg þeirra seljast upp marga mánuði fram í tímann. Svo er líka hægt að fara frumlegu leiðina og búa sjálfur til dagatal. En hér eru nokkrar skemmtilegar hug- myndir fyrir þá sem langar grípa gæsina og eignast jóladagatal í ár. steingerdur@frettabladid.is Skemmtilegar hugmyndir að jóladagatölum Gerði dagatal sjálf Unnur Jónsdóttir sellóleikari gerði sjálf dagatal fyrir kærasta sinn, Egil Eðvarðsson tónlistarmann. „Tina mágkona mín gerði svona dagatal fyrir Helga bróður minn í afmælis- gjöf. Hann átti afmæli fyrir stuttu og opnar svo daga- talið núna fram að jólum. Hann fær því gjafirnar í jóladagatali. Þaðan fékk ég svo hugmyndina að gera eitthvað svipað fyrir Edda,“ segir Unnur. Mamma Unnar gerði allt- af sjálf jóladagatal fyrir hana og bræður hennar þegar hún var lítil. „Mér fannst bara eitthvað sætt að gera þetta, við erum með lítið barn og hann einmitt að skrifa út- skriftarritgerðina sína, þannig að mig langaði til að gera eitthvað fallegt fyrir hann.“ Hún fór út um allan bæ en var samt skyn- og hófsöm í vali á gjöfum í dagatalið, allt var þetta eitthvað sem hún veit að mun nýtast. „Ég keypti til dæmis spa-dót og sápur, því ég veit að hann fílar það. Það fann ég í Body shop og Aveda meðal annars. Svo keypti ég auð- vitað teygjur, því hann kvartar svo oft yfir að finna ekki teygjur í hárið,“ segir Unnur hlæjandi „En annars eru þetta alls konar litlir hlutir sem hann hefur verið að nefna að hann vanti eða langi í. Svo keypti ég ljóta jólapeysu og sagði honum að hann yrði að vera í henni í hvert sinn sem hann opnaði dagatalið.“ Dagatalið sem Unnur gerði fyrir Edda. Fyrir besta vininn Á Gæludýr.is er hægt að kaupa sæt dagatöl fyrir dýr, ketti, hunda og nagdýr. Þau innihalda dýranammi.Vinsælt á varirnar Dagatal frá Makeup Revolution, en það fæst í Krónunni og er nú komið á útsölu. Þetta var eitt vinsælasta snyrtivörujóladagatalið hérlendis í ár. Í því eru alls 25 vörur fyrir varirnar, varalitir, glossar og vara- blýantar. Smá skemmtilegt að profa nýja vöru dag- lega í desember. Finndu besta molann Sælgætið frá Quality street er alltaf jafn vinsælt hjá okkur Íslendingum yfir jólahátíðina. Oft skapast skemmtileg umræða í jóla- boðunum um hver sé besti molinn. Þetta jóladagatal fæst hjá Heimkaup. is og inniheldur allar tegundir af molum, kjörið tækifær til að gera hávísindalega könnun á því hver sé virkilega bestur af þeim. Fullkomið hár um jólin Glæsilegt dagatal með hárvörum frá Balmain, en það fæst hjá útsölusölu- stöðum Balmain á Íslandi. Samkvæmt umboðsaðilum merkisins, Reykjavík Warehouse, eru enn nokkur eftir á þeim stofum sem þau þjónusta. Í dagatalinu eru 10 veglegar vörur frá Balmain. Fullkomið til að koma hárinu í toppstand nú áður en jóla- boðin fara að skella á fyrir alvöru . Jóladagatöl fyrir fullorðna hafa aldrei verið jafn vinsæl og í ár. Sum þeirra er hægt að nálgast nú á betri kjörum fyrst desember er hafinn. Snyrtivörudagatölin eru meðal þeirra vinsælustu, en sum þeirra seljast upp langt fram í tímann. 3 . D E S E M B E R 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R20 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.