Fréttablaðið - 03.12.2019, Side 19

Fréttablaðið - 03.12.2019, Side 19
410 4000landsbankinn.isLandsbankinn Lægra lántökugjald við kaup á vistvænum bílum Viðskiptavinir Landsbankans greiða ekkert lántökugjald við fjármögnun rafbíla og fá 50% afslátt af lántökugjaldi við fjármögnun bíla sem skil greindir eru sem vistvænir. 4 BÍLAR 3 . D E S E M B E R 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R BMW hefur látið frá sér tækniupp- lýsingar um nýja R18 hjólið sem verður búið stærsta boxer mótor sem sést hefur í mótorhjóli. R18 hjólið var sýnt sem tilraunahjól á EICMA-sýningunni en einnig á bílasýningunni í Los Angeles. Vélin er 1.802 cm3 og er með tveimur yfirliggjandi knastásum hvorum megin. Hver stimpill er 107 mm breiður en vélin er engin léttavara og vegur 110 kg ein og sér. Hún skilar 91 hestafli og það sem er meira um vert, 158 New- tonmetra togi við 3.000 snúninga. BMW hefur ekki gefið upp nákvæmlega hvenær þeir hyggjast kynna hjólið í framleiðsluútgáfu annað en að segja „einhvern tíma árið 2020“. Fer BMW R18 í framleiðslu á næsta ári? Enfield er ekki fyrst indverski framleiðandinn til að stefna að rafvæðingu því að Bajaj Auto og KTM hafa hafið samstarf um þróun rafhjóla fyrir markaðinn í Austurlöndum fjær. Royal Enfield mótorhjólamerkið er elsti starfandi mótorhjóla- framleiðandi heimsins, en Royal Enfield hefur framleitt mótorhjól óslitið síðan 1901. Merkið hefur átt ákveðnum vinsældum að fagna undanfarin ár þrátt fyrir gamaldags útlit en það hefur einmitt verið mikið í tísku innan mótorhjólaheimsins undanfarin misseri. Nú stefnir hins vegar í að merkið færi sig inn í 21. öldina því að byrjað er að þróa rafmótorhjól hjá indverska framleiðandanum. Þegar er búið að smíða frumgerð fyrsta hjólsins segir Vinod Dasari, forstjóri Royoal Enfield. „Tækni- setur okkar í Bretlandi hefur þegar sett rafmótor í eitt af framleiðslu- hjólum okkar og það er frábært. Ég hef keyrt það sjálfur,“ sagði Vinod Dasari. Hann vildi þó ekki láta hafa eftir sér um hvaða gerð Royal Enfield mótorhjóls væri að ræða en sagði að enn væru 2-3 ár að slíkt hjól færi í framleiðslu. Enfield er ekki fyrst indverski framleiðand- inn til að stefna að rafvæðingu því að Bajaj Auto og KTM hafa hafið samstarf um þróun rafhjóla fyrir markaðinn í Austurlöndum fjær. Þar eru mótorhjól í milljónatali á götunum og menga í samræmi við það og þess vegna þarf þessi áhugi ekki að koma á óvart. Royal Enfield stefnir að rafvæðingu Royal Enfield vakti athygli á EICMA-sýningunni meðKX tilraunahjólinu og vona margir að það fari í framleiðslu. BMW R18/2 var sýnt við mikla hrifningu gesta á bílasýningunni í Los Angeles fyrir stuttu.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.