Fréttablaðið - 03.12.2019, Blaðsíða 27
Fréttir af þýskum bílaframleiðend-
um að undanförnu hafa ekki verið
til að auka bjartsýni á uppgang
efnahagslífsins svo ekki sé meira
sagt. Hver af öðrum hafa þeir
keppst við að tilkynna fækkun
starfsfólks síns á næstu misserum.
Um miðjan nóvember tilkynnti
Audi að 10.000 starfsmönnum yrði
sagt upp á næstunni, en það eru 11
prósent starfsmanna þeirra þar í
landi. Fækkun starfsfólks verður
á næstu sex árum og er sögð skila
sex milljörðum evra.
BMW hefur gripið til annars
konar aðgerða en yfirstjórn BMW
samdi nýlega við starfsfólk sitt um
að minnka árangurstengda bón-
usa auk þess að minnka jólabónus.
Lækkunin á bónusgreiðslum er um
20% og tekur gildi strax á næsta
ári. BMW segir að þetta komi í
veg fyrir að grípa þurfi til viðlíka
aðgerða og keppinautarnir hafa
gert, en BMW áætlar að spara 12
milljarða evra fram til 2022.
Loks var tilkynnt á föstudag
að Daimler myndi fækka starfs-
fólki um 10.000 um allan heim á
næstu þremur árum. Tíu prósent
uppsagnanna verða í yfirstjórn og
áætlar Daimler að einn milljarður
evra sparist með þessum aðgerð-
um. Ástæður þessa eru aðallega
tvær en samdráttur er á sölu og þá
sérstaklega í Kína sem hefur verið
mikilvægur markaður að undan-
förnu. Það sem skiptir þó meira
máli til langs tíma litið er aukinn
kostnaður bílarisanna við að
rafvæða bíla sína. Mikill þróunar-
kostnaður er því samfara auk þess
sem framleiðslan verður flóknari
á næstu árum þegar bílar með
mörgum tegundum aflgjafa verða
enn í framleiðslu.
Þýsku risarnir
fækka starfsfólki
í hrönnum
Mótorsportdeild Volkswagen mun
hætta að þróa keppnisbíla með
brunahreyflum og einbeita sér í
staðinn að rafdrifnum keppnis-
bílum, segir í tilkynningu frá fyrir-
tækinu. Það þýðir að bílar eins
og VW Golf GTI TCR munu þurfa
að víkja fyrir bílum með rafmót-
orum. Golf GTI TCR mun hætta
í framleiðslu strax um næstu
áramót enda er bíllinn enn af
sjöundu kynslóð Golf, en áttunda
kynslóð bílsins var frumsýnd í
október. VW Polo GTI R5 verður
þó eitthvað áfram í framleiðslu
fyrir keppnislið í Þýskalandi.
Volkswagen mun nú einbeita sér
að þróun rafdrifinna keppnis-
bíla eins og ID.R en þróun raf bíla
í keppnum er nauðsynleg fyrir
þróun raf bíla á almennan markað.
Að sögn Franks Welsch, stjórnar-
manns tæknideildar Volkswagen,
er þróun á línu raf bíla hafin sem
brúar bilið milli hefðbundinna
raf bíla og keppnisbíla. Með öðrum
orðum má búast við rafdrifnum
sporturum frá VW á næstu miss-
erum þótt línan hafi ekki fengið
nafn enn þá.
Volkswagen hættir þróun kappakstursbíla með brunahreyflum
VW Golf GTI TCR bíll í keppni á þessu ári í WTCR-keppninni.
Búast má við sport-
legri línu ID-raf-
bílanna áður en langt
um líður sem tekur við
af GTI-bílunum bensín-
knúnu.
Samtals ætla Daimler og Audi að
fækka starfsmönnum um 20.000 á
meðan BMW fer aðrar leiðir.
Óviðjafnanlegt verk með
yfir 500 flugvélamyndum
Baldurs Sveinssonar.
Kjörgripur fyrir alla
flugáhugamenn!
Einstök myndabók
um kraftmestu kagga
sögunnar.
Ómissandi bók fyrir alla
bílaáhugamenn!
G A M L A R O G N Ý J A R
B A L D U R S V E I N S S O N
FLUGVÉLAR Á ÍSLANDI
FLUGVÉLAR Á ÍSLANDI er óviðjafnanlegt verk með yfir 500 ljós-
myndum af margvíslegum flugvélum, gömlum jafnt sem nýjum, sem
verið hafa á Íslandi um langan eða skamman tíma. Hvo rt sem um er
að ræða einkaflugvélar eða farþegaflugvélar, þyrlur eða herflugvélar,
þá bregður þeim fyrir í íslensku landslagi, oftar en ekki í sínu rétta
umhverfi, háloftunum. Sérstakir kaflar eru helgaðir sögulegum flugvélum
og fljúgandi módelum, en í viðauka er brugðið upp einstökum myndum af
erlendum flugsýningum og söfnum.
Höfundur bókarinnar, BALDUR SVEINSSON, er reyndasti flugvélaljós-
myndari landsins og hefur í yfir hálfa öld tekið þúsundir mynda af öll-
um tegundum flugvéla, í lofti sem á jörðu. Árið 2007 kom út bók hans
FLUGVÉLAR Á OG YFIR ÍSLANDI sem seldist upp, en þessi bók er óbeint
framhald hennar með miklum fjölda yngri mynda. Er hún tileinkuð 100
ára sögu flugsins á Íslandi.
FLUGVÉLAR Á ÍSLANDI er ómissandi bók fyrir alla flugáhugamenn
og þá sem hrífast af glæsilegum landslagsmyndum.
FLUGVÉLAR Á ÍSLANDI
B A L D U R
S V E I N S S O N
TVÆR TILVALDAR Í PAKKANN
500
myn
dir a
f
fjölb
reyt
tum
bílu
m!
100 ára saga flugs á Íslandi!
LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA
Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið alla daga í desember; sjá nánar á www.forlagid.is
LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA
Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið alla virka daga 10–18 | Um helgar 11–16 | www.forlagid.is
11 BÍLAR 3 . D E S E M B E R 2 0 1 9 ÞR I Ð JUDAGUR